Morgunn - 01.06.1939, Síða 116
110
MORGUNN
Því dæmist rétt vera:
Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður.
Ríkissjóður greiði allan áfrýjunarkostnað sakarinnarT
þar með talin málflutningslaun skipaðs sækjanda og verj-
anda fyrir hæstarétti, hæstaréttarmálflutningsmannanna
Theódórs B. Líndals og Jóns Ásbjörnssonar, 200 krónur
ti! hvors.
Krabbamein í fyrsta sinn læknað af
lærðum lækni með miðilshæfileika
Grein sú, sem hér fer á eftir, er ritstjórnargrein, sern.
birtist í enska blaðinu Psychic News, 25. marz þ. á.
(Þýðingin, sem er ágæt, eptir blaðinu ,,Vísi“, með
leyfi þess).
Fyrstu lækningar á krabbameini, með aðstoð frá
andaheimi, hafa nú farið fram. Meðan neðri málstofan.
ræddi um að veita 200 þúsund sterlingspund til radium-
kaupa til krabbameinsrannsókna, hefir læknir einn í
Lundúnaborg verið að reyna lækningar, þar sem hann
er sjálfur miðillinn — og ekki notast við radium — og
í síðastliðinni viku tilkynnti hann fyrst tvær lækningar
sínar.
Annar sjúklingurinn var 72 ára gömul kona, sem
læknaðist af krabba í öðru brjóstinu og sérfræðingur I.
Harley Street hefur staðfest, bæði að sjúkdómurinn
hafði verið og að lækning hafi átt sér stað. Hinn sjúkl-
ingurinn var 62 ára gamall karlmaður, sem þjáðist af
krabbameini í endaþarminum.
Við nokkura aðra sjúklinga er notuð sama læknis-
aðferð, og sumir eru áfram undir hendi venjulegra
lækna sinna, en Lundúnalæknirinn, sem áður getur, fær
þeim meðul þau, sem þeir sprauta í sjúklingana.
Saga þessa máls hefst árið 1931, þegar læknirinn og