Morgunn - 01.06.1939, Blaðsíða 120
114
MORGUNN
Sitt af hverju, sem á vegi verður.
Eftir Kr. D.
. . Eins og eðlilegt var og vel við eigandi
Paskarmr.
birtust um nýliðna páskahátíð greinar um
upprisutrúna í kirkjulegum blöðum og eftir kirkjulega
menn.
1 blaðinu Bjarma 1. apríl var stutt hugvekja, rituð eins
og allt blaðið í heittrúarstíl og anda, guðrækilegar hvatn-
ingar til að meðtaka „fagnaðarerindi páskanna í sann-
leika“, án þess að reynt sé að styrkja til þess með rök-
semdum eða sönnunum, sem aldrei er ofaukið og mörgum
þörf.
En það óprýðir þessa grein, að þar er dróttað að ein-
hverjum, að þeir gjöri „Krist að aukaatriði, þó á móti því
sé borið af þeim, sem hálfvelgjuboðskap nútímans flytja“-
Ekki er þessu beint að sérstökum manni eða trúarstefnu.
En þó að áður hafi í blaðinu komið sams konar ósmekkleg
aðdróttun að Kirkjuritinu og hinum ágæta ritstjóra þess,
sem sízt stendur öðrum á baki að kristilegum anda og
áhuga, þá þykir mér líklegt, að skeytinu sé aðallega beint
að spíritistum, því að síðar í þessu sama blaði er húsum,
sem þeir byggja sér, líkt við gorkúlur, sem hafi þotið upp
um leið og kirkjurnar tæmdust. Það eru þó þeir sem öðr-
um fremur hafa sannað upprisuatburðinn og fullvissað
um, að óhætt er að trúa honum.
Að öðru leyti má benda ritstjórum Bjarma á, að þetta
— og fleiri köpuryrði, að ekki sé sterkara að orði kveðið,
sem hér skulu ekki saman tínd, til manna, sem ekkert
minna en þeir vildu vera guðs börn, þótt þeir hugsi öðru
vísi — er ekki í þeim kærleiksanda, sem allir boða, er
kenna sig við Krist. Þeir vita, að ekki steypa þeir alla í
sama heittrúarform, og þó eiga allir, sem trúa á Krist, að
vera eitt. Samkvæmt því er eg að reyna að segja þetta í
bróðurlegum orðum og anda.