Morgunn - 01.06.1939, Qupperneq 123
MORGUNN
117
ummæli.) Tóma gröfin ein er þá óljóst atriði og talar
erkibiskupinn nokkuð um það, en það er ofviða þessari
smágrein.
Og þar sem nú sálarrannsóknirnar veita upprisutrúnni
beztu stoð, sem hægt er, virðist að það ætti að vera ljúft
og sjálfsagt að fást við þær, en ekki ganga fram hjá þeim
í sögulegri „dissertation“ (lærð rannsókn) um þetta efni.
Því sagði og Fr. Myers, hinn frægi sálarrannsóknamað-
ur, skáld og lærdómsmaður, að hefðu þær ekki komið til,
þá mundi eftir 100 ár enginn skynsamur maður trúa upp-
risunni, en vegna þeirra muni allir skynsamir menn trúa
henni eftir 100 ár. Undir það taka aðrir sálarrannsókna-
menn og játa með gleði, að „Kristur er sannarlega uppris-
inn“, hafa það ásamt öðru til stuðnings fullvissu sinni um
framhaldslíf. Þetta styður hvað annað. Nútímasannanir
gjöra að engu efnishyggju staðhæfingar, þar sem 20 alda
frásagnir geta verið rengjanlegar, hafa verið rengdar og
eru sjálfsagt enn af mörgum. En 100 árin síðan Myers
leið eru ekki liðin.
Vegna þess, sem hér er ritað, kom mér í hug fyrirsögn-
in. Hvers vegna ekki að taka allt með, sem skýrt getur og
sannað þetta grundvallaratriði kristindómsins, og þá ekki
sízt það, sem mörgum hefir bjargað frá trúleysi og mun
enn bjarga.
Um grein prófessors Magnúsar Jónssonar, sem framan-
ritað einnig nær til, má ennfremur athuga, að nokkuð
langt virðist farið, „að miklu heldur mætti kalla það grun-
samlegt, ef þær (upprisufrásagnirnar) væru allar í sam-
ræmi“, svo að það, sem á milli ber, gjöri þær þá sennilegri.
Að vísu segja sjónarvottar að sama atburði á sama tíma
optast misjafnt frá. En dómari hefur sagt mér, að því
áreiðanlegri þyki sönnun, sem vitnum ber betur saman,
þó að staðfesta megi aðalkjarnann þrátt í'yrir eitthvað,
sem á milli ber. Margir menn, sem horfðu á sama mann,
voru spurðir, í hvorri hendi hann hélt á staf sínum, og
sögðu nálega jafnmargir vinstri og hægri, en hið sanna