Morgunn - 01.06.1939, Side 128
122
M O R G U N N
Síra Páll er brautryðjandi, þótt ekki sé þar með sagt,
að beint samband sé milli hans og þeirra, er fáum áratug-
um síðar leiddu hingað inn strauma nýrrar þekkingar og
skilnings á biblíuskýring og trúarkenningum, þeirra Jóns
biskups Helgasonar og Haralds Níelssonar. Þeir munu
hafa haft sína þekking og skilning aðallega úr annari átt,
frá þeirri hreyfing, sem að eðlilegum þróunarhætti og
fyrir rannsóknir vandaðra vísindamanna var risin við
erlenda háskóla, og var nefnd nýguðfræði.
Hann var á undan þeim, eins og Húss á undan Lúter og
Melankton, hvorirtveggja í sama anda, en þó hvorir-
tveggja sjálfstæðir.
Það mun sumum þykja síra Páll um skör fram harðorð-
ur um ástand síns tíma, en slíkt er einkenni áhugamanna
og getur haft tilætluð áhrif, þótt þess þurfi ekki eða ætti
ekki að þurfa, og er því afsakanlegt.
í rauninni má segja, að forusta trúmálanna að þeirrar
tíðar hætti væri í góðum höndum; má t. d. nefna Pétur
biskup og síra Helga Hálfdánarson. Pétur mildur og mann-
úðlegur, Helgi hófsamur, þótt ekki vantaði skörungsskap-
inn. Ekki er eg viss um, hvar þeir hefðu lent, og þá marg-
ir eða flestir með þeim, ef þeir hefðu borizt inn í nýja
strauminn. Ekki vantaði, að Jón biskup virti föður sinn
og væri honum samrýndur, og þó tók straumurinn hann.
Trúmálin þurfa sína þróun eins og flest annað, og þeg-
ar nýr sannleikur liggur í loftinu, þá er að eins tíma-
spurning, hvenær sá kemur, er hrindir honum fram. Trú-
arástandið var eðlilegt, í líking við það, sem gjörzt hefir
með öðrum þjóðum. Nýtt þróunarstig var á næstu grös-
um. Áhugamaðurinn, síra Páll, var óþolinmóður. En nú
hefir nýjungin komið fram og gleymist ekki aftur, því að
ekki er það svo, sem andstæðingar nýguðfræði, sem vit-
anlega eru margir, gefa stundum í skyn, að hún hafi að
eins verið aldamótaguðfræði, sem nú sé úr sögunni. Allur
menningarþroski er þannig til kominn, að ný og ný þekk-
ing bætist við í forðann, sem fyrir er, hið gamla lagfærist