Morgunn - 01.06.1939, Side 134
128
M ORGUNN
sem ekki eru svo langt leiddir, sem nú var lýst, þá er ekki
auðið að hamla því, svo að ekki sé um leið fyrirbyggt hitt,
þar sem þörfin er sárust.
Með þessu er ekki dróttað illvilja eða mannúðarleysi að
þeim, sem vilja útiloka þessar lækningar; þeir hyggja
vafalaust, að almenningsheill heimti það, því að skotizt
getur svo, þótt skýrir séu, að þeim getur fallið úr huga
sálarangist þeirra, sem horfast í augu við dauðann eða
æfilangt heilsuleysi og þrjótandi von um að geta bjargað
sér í lífinu. Þeir hafa ekki fengið opin augu fyrir, að nú-
tímamenning stendur á því stigi, að hvorirtveggja eru
óhjákvæmilega nanðsynlegir, lærðir læknar og lækninga-
miðlar. En meiri samvinna þyrfti að vera með þeim, og
skal hér látið nægja, að vísa um það aftur til framan-
nefndra ummæla ritstjóra Morguns.
Eg hefi heyrt suma lesendur Morguns
R't,st^orarabb hafa orð á, að þeir söknuðu „ritstjóra-
rabbsins" í síðustu heftunum síðan Einar
H. Kvaran féll frá, og er það að vonum. „Ritstjórarabbið“
var þjóðkunnugt orðið, eins og höfundurinn var. En það
getur enginn ritað það eins og hann, og því þykir réttast
að láta þá fyrirsögn eftirleiðis falla niður í Morgni. Það
geymist eins og sérstakur bókmenntaliður í árgangasafni
Morguns og er þar vís aðgangur að því. Enda geri eg ráð
fyrir, að þeim, sem eiga ritið, verði oft litið á ný í „rabb-
ið“, því að þar geymist ýmislegt sígilt og satt. Því var
jafnan tekið með eftirvæntingu og það lesið með áhuga
og eftirtekt.
Einhver uppbót fyrir það er hugsað, að þessar smá-
greinar um „sitt af hverju“ eigi að vera, og finnur höf-
undur sér skylt um það sem annað að biðja lesendur að
virða viljann fyrir verkið.