Morgunn - 01.06.1973, Page 61
HINN FURÐULEGI EDGAR CAYCE
59
hafði þar, eins og síðar í lífinu, verið hæglátur, látlaus og prúð-
ur drengur, vinsæll og vel látinn af öllum.
En það var allsnennna, sem á því fór að bera, að hann væri
öðrum ólíkur að einhverju leyti. Kom það fyrst í ljós, þegar
hann var níu ára gamall með all-kynlegum hætti. Lýsti það
sér í því, að honum virtist ómögulegt að stafa orðið cabin, sem
þýðir eftir sambandinu kofi eða káeta. Þótti bekkjarbræðrum
hans ekki lítið gaman að þessum vandræðum hans og hæddust
að honum í bekknum, en kennari hans Lucian, sem var frændi
hans, brást reiður við og veitti honum harða áminningu. Og
þegar veslings Edgar kom heim eftir skóla var Lucian frændi
hans þar kominn á undan honum, svo hann hlaut heldur en
ekki kaldar kveðjur hjá föður sínum, Cayce óðalsbónda, sem
var bæði sár og reiður.
Og þama i dagstofunni hófst nú kennslustund, sem Edgar
átti eftir að verða minnisstæð og allt annað en skemmtileg.
Reyndi faðir hans þar að troða í hann undirstöðuatriðunum í
stöfun, en af einhverjum óskiljanlegum ástæðum virtist dreng-
urinn annað hvort ekki geta lært þetta eða ekki vilja það.
Klukkan tíu um kvöldið var hin föðurlega þolinmæði þrotin.
Veitti óðalsbóndinn syni sínum svo vænan kinnhest, að hann
datt af stólnum, sem hann sat á. Þegar Edgar litli lá á gólfinu
gerðist hið furðulega. Að því er hann síðar sagði heyrði hann
rödd, sem sagði við hann: „Ef þú getur sofnað svolitla stund
getum við hjálpað þér.“ Hver þetta var eða hvaðan þetta barst
vissi hann ekki, en hann heyrði þetta mjög greinilega.
Edgar bað nú föður sinn um að veita sér svolítið hlé, og
svaraði hann því til, að hann ætlaði að skreppa fram í eldhús,
en þegar hann kæmi aftur tækju þeir upp þráðinn, og væri
honum þá vissara að sýna ofurlitla vitglóm.
Þegar faðir hans kom inn aftur var Edgar steinsofandi á
legubekk með stafrófskverið undir höfðinu. Síðar taldi Cayce
bóndi, að hann hefði varla verið frammi nema svo sem stund-
arfjórðung. Það fauk í hann við að sjá þetta. Hann þreif bók-
ina undan höfði Edgars og vakti hann all-hranalega.
En nú sagðist Edgar kunna lexíu sína, og foreldrum sínmn til