Morgunn - 01.06.1973, Side 65
HINN FURÐULEGI EDGAR CAYCE
63
að honum hafði tekizt að svæfa sjálfan sig og láta skrifa niður
það, sem hann hafði sagt á meðan hann var í þessu ástandi.
Fyrst í stað hóf Cayce þessa óvenjulegu hjálparstarfsemi með
aðstoð vinar síns Laynes, en síðar tóku lærðir læknar þátt í
þessu. 1 hvert sinn, sem Cayce hafði komið sér í leiðsludáið og
ástandi sjúklingsins hafði verið lýst fyrir honum, komu þessi
orð: „Já, við höfum líkamann hérna.“ Þessu fylgdi síðan sjúk-
dómsgreining á máli læknisfræðinnar, sem sannfærði efagjöm-
ustu lækna um það, að hvaðan sem þetta kæmi, þá lægi hér að
baki mikil læknisfræðileg þjálfun og þekking, enda komu svo
á eftir nákvæm fyrirmæli um meðferð sjúkdómsins.
Cayce og samstarfsmenn hans kröfðust þess jafnan, að lækn-
ingaraðferðin væri framkvæmd af læknum á staðnum, sem
aðgang höfðu að sjúklingnum. En stundum var þetta ekki
hægt, ýmist sökum þess, að læknar neituðu að vera nokkuð
ríðnir við þetta dularfulla „kukl“ eða hins, að sjúklingarnir
vildu ekki láta læknana koma nálægt sér, sökum þess að þeir
höfðu misst alla trú á þeim. Enda voru fyrirmælin, sem gefin
voru, þegar Cayce lá í dái, stundum ákaflega einföld, t.d. háls-
skolun, grautarbakstrar, plástrar, heimatilbúið te eða hressing-
arlyf. Oft voru fyrirskipaðar eins konar strokur eða nudd, eink-
um á mænunni til þess að endurskapa flæði taugaaflsins um
líkamann.
Það fór nú ekki hjá því, að þessar lækningar færu að vekja
eftirtekt. Kom fyrst um þær grein í blaðinu The Bowling Green
í Kentucky árið 1903 og svo birtust fleiri í blöðum í Louisville
og Nashville. Þetta leiddi til þess að bréf, símskeyti og lang-
linu-samtöl hlóðust að, svo nota þurfti alla daga vikunnar til
þess að hafá við að sinna þessu með einhverjum hætti.
Það hggur í augum uppi, að Cayce var imian handar að
verða stórefnaður maður á því að taka greiðslu fyi'ir hjálp sína,
en það tók hann ekki í mál, og þetta önnum kafna góðmenni
átti því fullt í fangi með að framfleyta lífinu. Hann var nú
kvæntur og vann fyrir sér sem aðstoðarmaður hjá ljósmynd-
ara. En þau litlu laun nægðu ekki fjölskyldunni til framfæris.