Morgunn


Morgunn - 01.06.1973, Page 77

Morgunn - 01.06.1973, Page 77
BÆKUR 75 ár, þegar hann kynntíst henni sem bam. Um hana kemst Haf- steinn m.a. svo að orði: „Hún var ein af þessum hljóðlátu kon- um í landinu, sem einar verða að berjast sinni baráttu. Hún hafði öðlazt rósemi þeirra, sem höfðu lært af langri lífsreynslu. Hún var mjög hógvær kona, sem lét hverjum degi nægja sína þjáningu, var góð við allt og alla og fann málsbætur öllum þeim, sem mistök höfðu orðið á á lífsleiðinni. Hún sat löngum þegar vel viðraði fyrir utan bæjardyr sinar með prjónana sína, prjónaði einhvem nytsaman hlut og naut umhverfisins, sem er harla fagurt. Þegar Aðalbjörg sat þannig úti fyrir dyrum 9Ínum með prjónana sótti ég, krakkinn, mjög til hennar. Hún var svo ákaf- lega hlý, hún Aðalbjörg — gott að vera í návist hennar.“ En það sem skipti mestu máli fyrir litla snáðann var þó hitt, að hún skildi sýnir hans, vissi hvað var að gerast og gat útskýrt fyrir honum, að ekkert væri að óttast. Bemska Hafsteins virðist hafa verið fögur og em endurminn- ingar hans þvi ljúfar og hlaðnar þakklætistilfinningu til þeirra, sem vom honum góðir og höfðu jákvæð áhrif á þroska hans. Þessar endurminningar Hafsteins em í senn merkileg heim- ild um það, hvernig það er, að vera gæddur sérstökum dulræn- um hæfileikum sem bam og alast upp innan um fólk, sem slíkt er lokuð bók. En Hafsteinn var svo heppinn, að móðir hans var eirrnig gædd slíkum hæfileikum, þótt hún hafi farið dult með það; enda reyndist hann líkur henni að skaphöfn. Þessar end- urminningar em einnig áminning til fólks um það, að fara sér hægt í afstöðu sinni til þess sem böm segjast sjá og heyra. Hér á við spakmæli Einars Benediktssonar: „Aðgát skal höfð í nær- vem sálar‘‘. Ég held, að það hafi verið enska skáldið Thomas Hardy, sem komst svo að orði: „Þó margt sé alltof furðulegt til þess að hægt sé að trúa því, er ekkert svo undarlegt, að það geti ekki hafa gerzt.“ Við getum öll verið þakklát þvi fólki, sem hafði áhrif á Haf- stein Bjömsson í æsku og hlúði að hinum sérstæðu hæfileikum hans, því hann hefur haft sívaxandi hlutverki að gegna í því mikilvæga málefni að sanna okkur að látnir lifi.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.