Morgunn


Morgunn - 01.06.1976, Side 20

Morgunn - 01.06.1976, Side 20
18 MORGUNN verið mikilsháttar prestur í Egyptalandi fyrir mörgum öldum og búið yfir miklum sálrænum mætti. En eigingirni og hold- legar fýsnir höfðu orðið honum að falli. f síðari endurholdgun í Persiu hafði hann verið læknir. Eitt sinn hafði hann særst í bardaga og verið skilinn eftir á sandinum til þess að bera þar beinin. Þama lá hann aleinn án matar, drykkjar og skjóls í þrjá sólarhringa og tók út slíkar þjáningar, að hann reyudi af fremsta megni að losa vitund sína frá líkamanum. Þessi tilraun heppnaðist. Og að nokkm leyti átti hæfileiki hans til þess í nútíðinni að losa hugann úr viðjum likamans, einmitt rætur sínar að rekja til þess viðburðar í fyrra lífi. Göllum Cayces og kostum var lýst af hiklausri hreinskilni og taldir eiga rætur sínar að rekja til einnar eða annarrar fyrri tilveru og reynslu hans þar. Lífið í nútíðinni var eins konar reynslu- próf fyrir sól hans. Honum hafði verið gefið tækifæri til þess að þjóna mannkyninu án eigingirni og bæta með því fyrir hroka, efnishyggju og holdlegar fýsnir fortíðarinnar. Lammers var þeirrar skoðunar, að þessi nýi þáttur í dálestr- unum væri svo mikilvægur, að hér þyrfti að gera miklu víð- tækari rannsóknir. Krafðist hann þess nú að Cayce kallaði fjölskyldu sina frá Selma til Dayton, og fullvissaði hann um að hann skyldi sjá fyrir þeim á meðan á dvölinni stæði. Frú Cayce og synir þeirra tveir samþykktu að koma og sömuleiðis ritarinn Gladys Davis, sem næstum mátti nú orðið telja með fjölskyldunni. Þegar þau komu og fréttu hvað hafði gerst, voru viðbrögð þeirra mjög svipuð og hjá Cayce. Þau urðu furðu lostin og áttu mjög bágt með að trúa þessu, en hrifust smám saman með af forvitni og vaxandi áhuga. Og nú voru líflestrar þeirra allra teknir fyrir. I hverju einstöku tilfelli kom fram hreinskilið mat á skaphöfn hvers einstaklings fyrir sig og gefið í skyn að eiginleikamir ættu rætur sínar að rekja til reynslu á fyrri æviskeiðum. Þetta var sagt við annan son hjónanna til dæmis: „Fjórum af fyrri lífum þínum hefurðu eytt við vísindarannsóknir, og nú ertu haldinn efnishyggju og eigingirni". Við hinn drenginn var sagt: „Þú ert mjög van- stilltur á skapi. Það hefur orðið þér dýrt spaug, bæði í Egypta-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.