Morgunn - 01.06.1976, Blaðsíða 37
DR. HELGI P. BRIEM:
PÓLVERJI SKRIFAR ÍSLENZKU,
EN AFTURÁBAK
Það mun hafa verið árið 1928 að hingað til Reykjavíkur
kom pólsk-þýzkur fiðlusnilliugur, sem hét Florizel von Reuter.
Hélt hann nokkra konserta hér við góða aðsókn og mikla
aðdáun.
Það fréttist að hann hefði nokkra miðilsgáfu, en eingöngu
með móður sinni. Einar Amórsson, sem þá var prófessor, bað
v. Reuter hvort hann vildi hafa fund með sér og nokkrum
vinum sínum, á heimili sínu. Kvaðst v. Reuter fús til þess.
Bauð Einar því 12-15 vinum sinum að vera viðstaddir, svo
þeir gætu kynnst dularfullum gáfum þessa manns. Ekki man
ég hverjir það voru, nema hvað ég man að þar var Halldór
•Tónasson, einn hinna gáfuðu bræðra frá Eiðum.
Þau mæðgin notuðu lítinn vagn á lijólum, sem hreyfði sig
á stafa-horði, en vísir á vagninum benti á bókstafina (Ouija
Board). Studdu þau bæði höndum á vagninn.
Til þess að ganga sem best frá öllu fékk Einar unga stúlku
til að sitja í næsta herbergi, og skrifa niður bókstafi þá sem
kallaðir voru upp. Vagninn fór með miklum hraða og var
þetta þvi vel ráðið. En það þótti mönnum undarlegt, að eng-
inn gestanna skildi orð af því sem stafað var. Gengu menn
öðru hvoru til að skoða pappíra stúlkunnar, en þar var ekkert
íslenzkt orð. Gekk svo í um klukkutíma og hafði stúlkan skrif-
að um 20 síður, ef ég man rétt. Voru menn famir að ganga
um gólf, og sýna nokkur þreytumerki.