Morgunn


Morgunn - 01.06.1976, Page 42

Morgunn - 01.06.1976, Page 42
40 MORGUNN hinna tveggja gerða sannleikans, mun sigra í veraldarsögunni. Það verður ekki trúin, það verður ekki guðfræðin, heldur mun það verða hin meðvitaða upplifun, sá hæfileiki, sem vis- indin byggja á. Því að meðan maðurinn hefur yfir að ráða hæfileika til að hugsa rökrétt og hefur þörf fyrir rökrétta hugsun, þá getur tvöfalt og i sjálfu sér ósamkvæmt sannleiks- hugtak ekki staðizt til lengdar. Hugtakið sannleikur verður þá i sjálfu sér merkingarlaust og auðveld hráð fyrir afstæða hugsun og persónulegt viðhorf hvers og eins. Sannleikur er innsýn í raunveruleikann, andlegur land- vinningur í raunveruleikanum og sá raunveruleiki getur að- eins verið einn. Hann getur að visu opinberað sig og birzt mönnum á ýmsa vegu og á ýmsu stigi, en milli þessara mis- munandi stiga verður að vera mikilvægt samhengi í aðal- atriðum. Maður getur séð mál frá mismunandi hliðum, en allar þessar hliðar eru þó á sama málinu, og milli hinna ýmsu lýsinga, sem túlkaðar eru af breytilegum viðhorfum, verður að vera innra samband. Ef svo er ekki, hefur hugtakið sann- leikur enga raunverulega merkingu. Sannleikshugtakið leyfir ekki, að kápan sé borin á báðum öxlum. Þó að menn reyni fræðilega að halda við slíku tvíklofnu sannleikshugtaki ! fá- nýtri von um, að maður geti með því móti læknað hinar miklu andstæður okkar tima, þá mun það ekki leiða til jákvæðrar niðurstöðu fyrir menn að hugsa og lifa eftir. Raunin er líka sú, að manninum er ógerlegt að greina á milli þessara tveggja gerða sannleikans, sannleika hugsunar- innar og trúarinnar, og að sannleiki hugsunarinnar er að ýta til hliðar sannleika trúarinnar. Hinn vísindalegi skilningur á þvi, hvað er satt, hvað er raunverulegt, hefur sigrað að því marki, að hann hefur meira að segja haslað sér völl innan sjálfrar guðfræðinnar. Það sem er að gerast hjá sumum nú- t imaguðfræðingum er einmitt ekki annað en það, að menn kasta úr kristindómnum þvi, sem virðist ekki rima við þann skilning á raunveruleikanum, sem guðfræðingar hafa fengið frá náttúruvisindunum. Þessi viðleitni innan nútímaguðfra>ði sýnir m. ö. o., að
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.