Morgunn - 01.06.1976, Side 59
BHAGAVAD GITA
57
guðstrúar, vill hann vita meira, og hann spyr Shri Krishna
um hinar tvær leiðir hinna trúuðu, hvor sé vænlegri til raun-
hæfs árangurs, leið þeirra sem trúa á Drottinn sem persónu-
legan Guð, eða leið hinna sem tilbiðja Guð sem hið eilífa,
óopinberaða, ótortimanlega og almáttuga lífsafl alverunnar.
— Og Drottinn Krishna svarar honum með því að segja, að
vissulega muni þeir báðir koma til Sín; þá sem ákalli hinn
persónulega Guð og séu gæddir einlægu trúarþeli segir Hann
vera bezt að sér i Yoga, og leið þeirra til sameiningar Sinni
verund sé örugg; leið hinna sé torsótt og vart við hæfi þeirra
er í holdinu búa. Og Hann mælir þannig um þetta: „Þá, sem
í sannleika hafa falið mér allar athafnir sínar, unna mér og
tilbiðja mig í íhugunum sínum, niðursokknir í Yoga, hríf ég
skjótlega úr hringrás fæðinga og dauða (endurfæðinga) því
þeir dýrka mig og tilbiðja með einlægu trúartrausti, af allri
sál sinni og af öllu hjarta sínu.“ — Shri Krishna rekur síðan
þá örðugleika sem trúariðkun og íhugun geta verið samfara
og bendir á, að þótt ein leið sé eirium örðug jafnvel lokuð,
séu alltaf aðrar leiðir sem fara megi. Ef lærisveininum takist
ekki að ná árangri með því að beina huganum til Drottins,
þá skuli hann iðka Yoga. Ef það henti honum ekki, þá skuli
hann reyna þá leið, að helga sig þjónustu við Drottinn og
vinna verk sín i Hans nafni. Reynist sú leið ekki iðkandan-
um ekki fær, þá skuli hann temja sér sjálfsstjórn og afsala
sér ávöxtum athafna sinna. I sérhverju þessa felst leið til
lausnar, og möguleiki til að öðlast fullkomnun. — Að lokum
dregur Shri Krishna upp mynd af eiginleikum hins full-
komna, sem lausn muni öðlast og komast til sín fyrir ein-
lægan kærleika til sín. — Þar lýsir hann raunverulega lög-
máli ineðalhófsins sem grundvelli hins jafnvæga og samstillta
persónuleika; þess sem er jafnlyndur og laus við allan ofsa,
gleði, reiði, kviða og ótta; velviljaður, vingjarnlegur, laus við
eigingirni, óvilhallur, umburðarlyndur og hygginn; sem gjör-
ir hvorki að hata né elska, er óhagganlegur jafnt í mótlæti
sem meðlæti og laus við fýsnir og eftirsókn eftir ytri gæðum;
og sem er gagntekinn af guðrækni og tignar Drottinn sem