Morgunn


Morgunn - 01.06.1976, Page 59

Morgunn - 01.06.1976, Page 59
BHAGAVAD GITA 57 guðstrúar, vill hann vita meira, og hann spyr Shri Krishna um hinar tvær leiðir hinna trúuðu, hvor sé vænlegri til raun- hæfs árangurs, leið þeirra sem trúa á Drottinn sem persónu- legan Guð, eða leið hinna sem tilbiðja Guð sem hið eilífa, óopinberaða, ótortimanlega og almáttuga lífsafl alverunnar. — Og Drottinn Krishna svarar honum með því að segja, að vissulega muni þeir báðir koma til Sín; þá sem ákalli hinn persónulega Guð og séu gæddir einlægu trúarþeli segir Hann vera bezt að sér i Yoga, og leið þeirra til sameiningar Sinni verund sé örugg; leið hinna sé torsótt og vart við hæfi þeirra er í holdinu búa. Og Hann mælir þannig um þetta: „Þá, sem í sannleika hafa falið mér allar athafnir sínar, unna mér og tilbiðja mig í íhugunum sínum, niðursokknir í Yoga, hríf ég skjótlega úr hringrás fæðinga og dauða (endurfæðinga) því þeir dýrka mig og tilbiðja með einlægu trúartrausti, af allri sál sinni og af öllu hjarta sínu.“ — Shri Krishna rekur síðan þá örðugleika sem trúariðkun og íhugun geta verið samfara og bendir á, að þótt ein leið sé eirium örðug jafnvel lokuð, séu alltaf aðrar leiðir sem fara megi. Ef lærisveininum takist ekki að ná árangri með því að beina huganum til Drottins, þá skuli hann iðka Yoga. Ef það henti honum ekki, þá skuli hann reyna þá leið, að helga sig þjónustu við Drottinn og vinna verk sín i Hans nafni. Reynist sú leið ekki iðkandan- um ekki fær, þá skuli hann temja sér sjálfsstjórn og afsala sér ávöxtum athafna sinna. I sérhverju þessa felst leið til lausnar, og möguleiki til að öðlast fullkomnun. — Að lokum dregur Shri Krishna upp mynd af eiginleikum hins full- komna, sem lausn muni öðlast og komast til sín fyrir ein- lægan kærleika til sín. — Þar lýsir hann raunverulega lög- máli ineðalhófsins sem grundvelli hins jafnvæga og samstillta persónuleika; þess sem er jafnlyndur og laus við allan ofsa, gleði, reiði, kviða og ótta; velviljaður, vingjarnlegur, laus við eigingirni, óvilhallur, umburðarlyndur og hygginn; sem gjör- ir hvorki að hata né elska, er óhagganlegur jafnt í mótlæti sem meðlæti og laus við fýsnir og eftirsókn eftir ytri gæðum; og sem er gagntekinn af guðrækni og tignar Drottinn sem
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.