Morgunn


Morgunn - 01.06.1976, Page 71

Morgunn - 01.06.1976, Page 71
BHAGAVAD GITA 69 miða. — Afleiðingarnar hafa svo orðið þær, eftir að blásið hefir verið upp slíku moldviðri villu og rangs mats á tíman- legum verðmætum, að þjóðir vestrænna landa sjá vart handa sinni skil. — Sú hætta bókstaflega blasir við sem staðreynd, að fórnardýr þeirrar taugaspennu, — sem er afleiðingin, með sinum tómleika, óhamingju og vonleysi, — farist unnvörpum, vegna vankunnáttu í því að sjá fótum sínum forráð í and- legum efnum. — Menn þjást af allskonar líkamlegum kvill- um, sem vestræn læknavísindi nú á dögum hafa staðreynt að stafi af sálrænum orsökimi og truflunum á jafnvægi hug- ans, og nefna sálræna líkamskvilla. — Hinn vestræni maður, sem er eins og allir menn þátttakandi í hinu mikla stríði og hildarleiks lífsins kann þannig ekki, eða gleymir, að horfa til hinna æðri andlegu sjónarmiða á lífsgöngu sinni. Hann skynj- ar hið efnisbundna, takmarkaða og stundum jafnframt ljóta í hinum mikla heildarleik og það fullnægir ekki eðli hans, þó liann viti ekki af hverju. Hann gleymir heildarsýninni og hinum fögru æðri stefnumörkum, og afleiðingin verður sú að hann verður háður öllu hinu ytra ásamt árangri athafna sinna, andlega séð. Minnstu vonbrigði í hinu ytra valda svo því, að hann skynjar öll verðmæti rangt og missir um leið va'ldið yfir sjálfum sér og verður múlbundinn hinu verald- lega; spenntar taugar og fyrst andleg og síðan eða jafnframt líkamleg þjáning verður hlutskipti hans; likami lians brotnar niður undan álagi hinnar andlegu villu, óvissu og rótleysis. Og hann skilur ekki orsakirnar. Líkingamál, — hjálp í naiiSum. Hin mikla líking, sem birtist eins og baksviðsmynd Ðhaga- vad Gita, — orrustan, er mynd af hlutskipti mannsins á veraldarvegferð hans, séð frá andlegu sjónarmiði. Þessi stór- brotna mynd er svo viðtæk, eins og hún er dregin upp í hinu mikla ljóði Bhagavad Gita, að hún getur verkað sem eins- konar altæk, risavaxin umgjörð utan um myndina af lífs- göngu allra manna, hvar í heimi sem vera skal. í henni felst
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.