Morgunn - 01.06.1976, Blaðsíða 96
94
MORGUNN
En eins og vænta mátti af þessu göfugmenni lítur hún á
slíkan sæmdarauka einungis sem „viðurkenningu á því, að
fátæklingarnir eru bræður okkar og systur, að það er fólk til
í heiminum sem þarf á kærleik að halda, þarf að annast mn,
svo það geti fundið að því sé ekki útskúfað.“ Þeim fer æ fjölg-
andi sem vilja í raun sæma hana titli, sem hún þó vafalaust
myndi hafna. Fólk er farið að kalla hana lifandi dýrling, og
eru það orð að sönnu. En það er leitt til þess að hugsa að í
augum kaþólsku kirkjunnar getur engin manneskja orðið dýrl-
ingur, nema hún sé dauð.
MANNtJÐARMENN
1 aprílmánuði á s.l. ári voru hersveitir kommúnista við hlið
Saigon-borgar í Suður-Vietnam og sprengjunum rigndi yfir
borgina. Gia Diidi-sjúkrahúsið fór ekki varhluta af þvi fremur
en aðrar byggingar. Engu að síður hélt svolítill hópur lækna
áfram að hjúkra sjúklingum þar eins og ekkert hefði í skorist.
I einu af hinum ófriðsömu vopnahléum í borgarastyrjöldinni
í Libanon kom læknahópur inn í Beirut og setti upp sjúkra-
stöð á afluktu svæði Moslim-manna, sem hafði verið ónothæft
í níu mánuði. í jarðskjálftunum miklu í Guatemala í fyrra
titraði jörðin enn þegar læknahópur kom til þess að hjúkra
fórnarlömbum þessara miklu náttúruhamfara.
Þessir hugrökku læknar voru allir sjálfboðaliðar og tilheyra
afarsérkennilegum félagsskap, sem hefur aðalstöðvar i París.
Samtökin bera franska nafnið Médecins Sans Frontiéres eða
bókstaflega á íslensku Læknar án landamœra. Samtökin stofn-
uðu nokkrir ungir hugsjónamenn í læknastétt árið 1971, sem
höfðu starfað sem sjálfboðaliðar í Biafra í borgarastyrjöldinni
í Nígeríu. Síðan hefur félögum samtakanna fjölgað uppí 750
lækna og hjúkrunarmenn af tólf mismunandi þjóðernum. Aðal-
tilgangur þeirra er að rétta læknandi hjálparhönd hvar sem
er í heiminum, þar sem skyndilega kann að vera þörf fyrir
slíka hjálp.