Fréttablaðið - 11.11.2010, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 11.11.2010, Blaðsíða 2
2 11. nóvember 2010 FIMMTUDAGUR Friðrik, þeim hefur ekki dottið í hug að kalla þig bara Fred the Viking? „Jú reyndar. Nemendunum fannst magnað að fá brimbrettakennslu frá Fred the Viking from Iceland.“ Friðrik Guðjónsson var áður verðbréfa- miðlari en fór til Havaí og tók að sér brimbrettakennslu. Hann segist ýmist hafa verið kallaður The Viking eða Fred. DÝRAHALD „Þetta er hrikalega ömurlegt. Ég ætla að skjóta þessu til borgarráðs,“ segir Guð- rún Þura Kristjánsdóttir, sem umhverfisráð Reykjavíkur hefur synjað um að halda fjórar land- námshænur við heimili sitt á Hjallavegi. Hænurnar Lukka, Gríma, Bíbí og Gæfa eru í kofa sem Guðrún notaði áður fyrir kanínur og stendur nærri íbúðarhúsinu í stór- um bakgarði. Hænurnar fékk hún í ágúst í fyrra. Þær voru inni í bíl- skúr í fyrravetur en hafa verið í kofanum síðan í sumarbyrjun. Hænurnar komu til kasta borg- aryfirvalda þegar nágranni gerði athugasemd. Skipulags- og byggingarsvið segir íslenska hefð að flokka- hænsnfugla sem húsdýr. „Engin hefð er fyrir að líta á hænsnfugla sem gæludýr í skilningi laga og reglugerða,“ segir skipulagssvið- ið og mælir gegn því að hænurnar fái að vera. Umhverfis- og samgönguráð kveðst fagna því að borgarbúar vilji stuðla að sjálfbærum lífs- háttum og fjölbreyttu dýralífi í borginni. „Slíkt verður hins vegar að gerast í sátt og samlyndi við aðra borgarbúa,“ segir ráðið og synjar Guðrúnu um leyfið með vísan til umsagnar skipulags- sviðsins og til þess að „ekki virð- ist sátt hjá nágrönnum um hina fiðruðu íbúa“. Guðrún segir alla nágrannana jákvæða nema eina konu sem hafi kvartað. „Þessi kona býr tuttugu metra hér frá. Hún þyk- ist finna lykt í ákveðinni vindátt. Það er meiri lykt af hænsnaskít sem maður kaupir en skítnum úr mínum hænum,“ segir hún ósátt. Guðrún leggur áherslu á að hænurnar séu afar vistvænar. „Þær éta alla matarafganga og ég nota skítinn sem áburð. Þess utan gefa þær okkur frá einu upp í fjögur egg á dag,“ segir hún og undirstrikar jafnframt að þær Lukka, Gríma, Bíbí og Gæfa séu afskaplega skemmtilegar. „Þær eru bæði vinalegar og sætar og flottar svona marg- litar. Dóttir mín og önnur börn elska þær og nágrannarnir gauka gjarnan að þeim matarafgöng- um,“ lýsir Guðrún og tekur að lokum fram að lítill hávaði berist frá hænsnahópnum enda sé þar enginn hani á meðal. „Þær fara að sofa klukkan sex á kvöldin og heyrist ekki í þeim fyrr en upp úr sjö eða átta næsta morgun. Þá gagga þær dálítið fram undir hádegi ef þær eru á varptíma. Hinum nágrönnun- um finnst þetta bara kósí. Manni þykir vænt um þær og þess vegna er þetta svona ömurlegt. Ég er alveg gráti næst,“ segir Guðrún Þura. gar@frettabladid.is Fjórar hænur sendar fyrir dóm borgarráðs Guðrún Þura Kristjánsdóttir á Hjallavegi er gráti næst því umhverfissvið borg- arinnar neitar henni um að halda fjórar landnámshænur í kjölfar kvörtunar frá nágrannakonu. Guðrún segir þær Lukku, Grímu, Bíbí og Gæfu yndislegar. GUÐRÚN OG HÆNURNAR Þótt Hjallavegur sé í landnámi Ingólfs Arnarsonar eiga landnámshænur ekki heima í borgarlandinu frekar en aðrar hænur, segir umhverfis- ráð, sem synjar Guðrúnu Þuru Kristjánsdóttur um leyfi til að halda hænurnar Lukku, Grímu, Bíbí og Gæfu í bakgarðinum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN FJÖLMIÐLAR Mannréttindadóm- stóll Evrópu í Strassborg hefur samþykkt að taka til meðferðar tvö meiðyrðamál sem íslenskir blaðamenn hafa tapað. Annars vegar er um að ræða svokallað Vikumál, sem blaða- maðurinn Björk Eiðsdóttir tap- aði fyrir Ásgeiri Þór Davíðssyni, þekktum sem Geira á Goldfin- ger. Í hinu málinu fékk eigandi skemmtistaðarins Strawberries Erlu Hlynsdóttur, þá á DV, dæmda fyrir ummæli Davíðs Smára Hel- enarsonar. Íslenska ríkið hefur fengið frest til 16. febrúar til að skila inn athugasemdum um málin og svara því hvernig viðmiðin sem beitt var í málunum samræmast mannréttindasáttmála Evrópu og hvort brýna nauðsyn hafi borið til að takmarka tjáningarfrelsi blaðamannanna. Tvö önnur mál sem Erla Hlyns- dóttir tapaði eru þegar til með- ferðar hjá dómstólnum. Annað þeirra vann fíkniefnasmyglar- inn Rúnar Þór Róbertsson. Hann hafði verið kallaður kókaínsmygl- ari á forsíðu DV vegna máls sem hann síðar var sýknaður í. Rúnar var í fyrra dæmdur í tíu ára fang- elsi í Papeyjarmálinu svokall- aða. Í hinu málinu fékk eiginkona Guðmundar í Byrginu bætur fyrir að vera bendluð við afbrot manns síns í DV. - sh Mannréttindadómstóll Evrópu skoðar fjóra dóma yfir íslenskum blaðamönnum: Tvö meiðyrðamál til Strassborgar ERLA HLYNSDÓTTIR Af fjórum fréttum skrifaði þrjár þeirra Erla Hlynsdóttir, þá blaðamaður á DV en nú á Vísi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON LÖGREGLUMÁL Helga Ingvarsdóttir og Vickram Bedi, parið sem grunað er um að hafa svikið allt að 20 millj- ónir Bandaríkjadala út úr banda- ríska auðkýfingnum og djasspían- istanum Roger Davidson, gáfu 20 þúsund dali í kosningasjóð Demó- krataflokksins fyrr í ár. Við það tækifæri sátu þau fyrir á mynd með Barack Obama Bandaríkjaforseta. Bandarískir fjölmiðlar fjölluðu um málið í gær og höfðu samband við Hvíta húsið. Þar fengust þær upplýsingar að vegna fjársvika- málsins yrði styrkurinn látinn renna til góðgerðamála. Parið er sakað um að spinna ótrúlega lygasögu um vírus frá Hondúras, indverskan hermann og valdasjúka pólska presta úr reglunni Opus Dei og nota hana til að hræða Davidson og fá hann til að moka í þau fé. Bedi veitti vefnum Journal News viðtal úr fangelsinu í gær. Þar fullyrðir hann að Davidson ljúgi. Davidson sé ofsóknaróður skattsvikari og klámhundur sem hafi gefið parinu stórfé fyrir að endurheimta 30 ára tónsmíðasafn af hrundum hörðum diski. - sh Meintur svikahrappur veitir viðtal og fullyrðir að trúgjarna tónskáldið ljúgi: Demókratar skila styrk Helgu og Bedi Í GÓÐUM FÉLAGSSKAP Helga og Bedi sitja fyrir á mynd með Bandaríkjaforseta. MENNTAMÁL Nýbygging Háskólans í Reykjavík við Nauthólsvík verð- ur formlega tekin í gagnið í dag en öll starfsemi skólans hefur nú flust þar inn. Hornsteinn verður lagður að byggingunni af þessu tilefni – enginn venjulegur steinn heldur loftsteinn sem bakhjarlar skólans hafa gefið honum. Ari Kristinn Jónsson rektor segir fagnaðarefni að skólinn sé nú loks fluttur að fullu í nýju bygginguna. Spurður um loft- steininn segir hann að það hafi þótt við hæfi að fá loftstein sem hornstein þar sem nöfn kennslu- og skrifstofa skólans bera nöfn úr sólkerfinu. - mþl Nýtt hús HR formlega vígt: Loftsteinn lagð- ur að HR HÁSKÓLINN Í REYKJAVÍK Hluti starf- seminnar flutti inn í janúar á þessu ári. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA LONDON, AP Tugir þúsunda háskólanema söfnuðust saman í London í gær til að mótmæla fyrir- huguðum hækkunum á skóla- gjöldum í breskum háskólum. Ofbeldi blossaði upp þegar hluti mótmælendanna réðst gegn lögreglu og inn í höfuðstöðvar Íhaldsflokksins sem er í forystu í ríkisstjórn Bretlands. Stjórnin hefur undanfarið kynnt áætlanir um niðurskurð á ríkisútgjöldum. Samkvæmt tillögunum þrefaldast skólagjöld við breska háskóla og munu nema jafngildi 1,6 milljóna íslenskra króna. - mþl Mótmæla skólagjöldum: Stúdentaóeirðir í Bretlandi LONDON Í GÆR Mótmælin í gær eru þau viðamestu gegn aðhaldsaðgerðum ríkisstjórnar Davids Cameron hingað til. FRÉTTABLAÐIÐ/AP LÖGREGLUMÁL Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu mun á næst- unni kanna lögmæti auglýsinga veðmálafyrirtækisins Betsson. Dómsmálaráðherra vísaði mál- inu til lögreglustjóra, en aug- lýsingar Betsson hafa birst á strætisvagnaskýlum undanfarið. Samkvæmt lögum um happdrætti er bannað að auglýsa, kynna eða miðla upplýsingum um happ- drætti sem ekki hefur verið veitt leyfi fyrir hér á landi. Gildir þá einu hvort sú starfsemi sé rekin hérlendis eða ekki. - þj Vafi leikur á um lögmæti: Mál Betsson til lögreglunnar ÍÞRÓTTIR Félagið Ísland-Palest- ína krefst þess að Knattspyrnu- samband Íslands (KSÍ) aflýsi fyrirhuguðum vináttulandsleik Íslands og Ísraels þegar í stað. Ástæðan er framganga Ísraels- manna á herteknu svæðum Pal- estínu. Leikið verður í Tel Aviv þann 17. þessa mánaðar. Í tilkynningu frá félaginu segir að KSÍ væri nær að sniðganga Ísrael á meðan „þarlend stjórn- völd stunda hernám og landrán“. - þj Kalla eftir sniðgöngu: Vilja að KSÍ af- lýsi landsleik MÓTMÆLI Sunnlendingar munu safnast saman við Alþingishúsið í dag klukkan fjögur til að mót- mæla fyrirhuguðum niðurskurði á framlögum til heilbrigðismála. Þar verða undirskriftalistar afhentir forsætis-, heilbrigðis- og fjármálaráðherra en um 8.500 Sunnlendingar hafa skrifað undir yfirlýsingu þar sem niðurskurð- inum er mótmælt, sem jafngildir því að 44 prósent kosningabærra manna í heilbrigðisumdæmi Suð- urlands. Sunnlendingar óttast að niðurskurðurinn muni valda lokun sjúkrahúsa og er í yfirlýs- ingunni skorað á stjórnvöld að koma í veg fyrir það. - mþl Um 8.500 skrifað undir: Sunnlendingar mótmæla SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.