Fréttablaðið - 11.11.2010, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 11.11.2010, Blaðsíða 56
40 11. nóvember 2010 FIMMTUDAGUR 1 3 5 7 9 2 4 6 8 10 Furðustrandir Arnaldur Indriðason Hreinsun Sofi Oksanen Danskennarinn snýr aftur, kilja - Henning Mankell Sokkar og fleira Kristín Harðardóttir Spegill þjóðar Njörður P. Njarðvík Stóra Disney matreiðslubókin METSÖLULISTI EYMUNDSSON SAMKVÆMT BÓKSÖLU Í EYMUNDSSON UM LAND ALLT 03.11.10 - 09.11.10 Fleiri prjónaperlur Ýmsir höfundar Stelpur! - Þóra Tómasdóttir og Kristín Tómasdóttir Þú getur eldað Annabel Karmel Einfalt með kokkalandsliðinu Hjónavígslan með öllu sínu tilstandi er Sigurbjörgu Þrastardóttur yrkisefni í nýjustu ljóðabók hennar, Brúður. Hún segir brúð- kaup að mörgu leyti ævin- týralegar og skrýtnar uppákomur. Brúður er safn sextíu texta um giftingar, „víraðir og fagrir“ eins og segir á bókakápu. Hér er rýnt í brúðkaupið og allt tilstandið í kringum það frá ýmsum sjónar- hornum, skyggnst í huga brúðar- innar, dregnar upp myndir sem sumar hverjar eru sorglegar en aðrar fullar af von. Sigurbjörg segist hafa farið í afar mörg brúðkaup í gegnum tíð- ina, bæði hérlendis og erlendis, og sankað að sér mörgum hugmynd- um úr ólíkum áttum. „Textarnir komu smátt og smátt, sumir úr draumum og aðrir úr veruleika. Þorvaldur Þorsteinsson rithöfundur bauð mér til dæmis einu sinni að hirða af sér nokkrar bækur því hann stóð í flutningum. Þar fann ég hollenska ljósmynda- bók um útibrúðkaup með stór- kostlegum myndum sem rötuðu í ljóðin. Ég ritstýrði líka brúðkaups- blaði Morgunblaðsins tvívegis og ræddi af því tilefni meðal annars við heyrnarlausa brúði, sem gaf mér líka hugmynd að ljóði. Þegar ég tók eftir því hvað ég var óvart komin með marga texta um þetta þema fór ég að raða þessu saman í eina bók.“ En hvers vegna er yrkisefnið Sigurbjörgu svona hugleikið? „Ég hef stundum sagt að ég hafi illan bifur á brúðkaupum,“ segir hún og hlær. „Það er vissulega dálítið harkalega að orði kveðið en það er margt skrýtið sem mætir manni í brúðkaupum; ákveðnar endurtekningar sem helgast ekki endilega af hefðum heldur tísku- straumum, sem setja æ meira mark á athafnirnar og umbúnað- inn í kringum þær. Það er eitthvað ævintýralegt við brúðarskrúðann og allt tilstandið í aðdraganda brúðkaupsins, sem er yfirleitt miklu meira af hálfu brúðarinn- ar og vinkvenna hennar en brúð- gumans.“ Viðfangsefni bókarinnar er kvenlegt; fjallar um brúðir eða brúður, eftir því hvernig lesandi vill túlka titilinn, en þetta er þó ekki endilega „kvennabók“ að sögn Sigurbjargar. „Þetta er bók fyrir gifta, fyrir þá sem geta ekki hugsað sér að gifta sig, fyrir frá- skilda og marggifta. Þetta eru ekki hefðbundnir bragir sem eru flutt- ir til heiðurs hjónum á brúðkaups- degi, heldur eru dregnar upp ýmis konar myndir, sumar þess eðlis að bókin er ef til vill ekki heppileg gjöf á brúðkaupsdaginn, þegar fólk er viðkvæmt og allt á helst að vera fullkomið. Fyrst og fremst er þetta bók fyrir fólk sem ann ljóðum.“ hún ræskir sig hljóðlega, segir: einu sinni sá ég heyrnarlausa stúlku gifta sig, hún var eins og aðrar brúðir að öllu öðru leyti - táknmálskórinn söng hann finnur hvernig pungurinn liggur skakkur í smókingbuxunum og hann togar í skálmina og það lagast og hann horfir á rjómann og hugsar: ég verð að hætta að kjaftbrosa núna, annars trúir mér ekki sála ÚR BRÚÐI 40 menning@frettabladid.is Hef illan bifur á brúðkaupum SIGURBJÖRG ÞRASTARDÓTTIR „Það er margt skrýtið sem mætir manni í brúðkaup- um; ákveðnar endurtekningar sem helgast ekki endilega af hefðum heldur tísku- straumum.“ FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Tvær sýningar eru eftir af sýning- um Áhugaleikhúss atvinnumanna á sjónleiknum Ódauðlegt verk um draum og veruleika í Útgerð Hug- myndahúss háskólanna. Verkið var frumsýnt 27. október en síðustu sýningar eru á sunnudaginn klukk- an 21 og á sama tíma fimmtudag- inn 18. nóvember. Ódauðlegt verk um draum og veruleika er fjórða verkið af fimm undir yfirskriftinni Ódauðlegt verk, sem öll eiga það sameigin- legt að fjalla um mannlegt eðli og tilvist. Í þessu verki er spurt hvort sé raunverulegra, það sem fer fram í huga fólks eða það sem sýnilega hendir í veraldlegum heimi. Áhugaleikhús atvinnumanna er hópur atvinnufólks í sviðslist- um sem setur upp framsækin sviðslistaverk. Hópurinn leggur áherslu á að hann er ekki markaðs- drifinn og setur upp sýningar án endurgjalds. Leikstjóri og höfundur verksins er Steinunn Knútsdóttir en leikar- ar eru Aðalbjörg Árnadóttir, Arn- dís Hrönn Egilsdóttir, Árni Pétur Guðjónsson, Hannes Óli Ágústs- son, Lára Sveinsdóttir, Orri Hug- inn Ágústsson, Ólöf Ingólfsdóttir, Sveinn Ólafur Gunnarsson. - bs Ódauðlegt verk í Útgerðinni ÁRÁSIN Á GOÐAFOSS Heimildarmyndin komin út á DVD með miklu aukaefni. Síðustu sýningar Sirkus Íslands á Sirkus Sóley í Tjarnarbíói á þessu ári fara fram sunnudagana 14. og 21. nóvember. Sýningin var sett upp í Salnum í Kópavogi og Hofi á Akureyri fyrr á árinu við góðar undirtektir. Um er að ræða sirkussýningu með jafnvægislistum, loftfimleikum og fleiri áhættuatriðum, auk þess sem trúðar sprella eins og tilheyr- ir í þeirri starfsstétt. Sýningunni er ætlað að höfða til allra aldurshópa. Síðustu Sirkusar ársins ÓDAUÐLEG VERK Ódauðlegt verk um draum og veruleika er fjórða verkið af fimm sem fjalla um mannlegt eðli og varpa upp tilvistarlegum spurningum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.