Fréttablaðið - 11.11.2010, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 11.11.2010, Blaðsíða 16
16 11. nóvember 2010 FIMMTUDAGUR hagur heimilanna 20% KÍLÓVERÐ Á RÆKJUM hefur hækkað um 20% á síðastliðnum átta árum. NEYTENDUR Íslendingar eiga ekki að þurfa að hafa áhyggjur af miklum breytingum í matarundirbúningi þrátt fyrir að magn transfitusýra í mat verði takmarkað fyrir jólin. Laufabrauð, smákökubakst- ur, kleinusteikingar og hangikjöt munu halda sínu striki og hefur matvælaiðnaðurinn í landinu þró- ast hægt og bítandi á síðustu árum í átt að transfitusýrulausum mat. Kjartan Snorrason, bakarameist- ari hjá Kristjánsbakaríi, segir að hinar nýju reglur muni hafa lítil sem engin áhrif fyrir jólin. „Markaðslega séð hefur þetta verið jákvætt og komið hægt og bítandi án þess að nokkur verði þess var,“ segir hann. Kjartan nefnir kleinur sem dæmi um þær breytingar sem hafa orðið í bakstri á notkun trans- fitu. „Þetta e r l a n g - mest mjúkt jurtafeiti,“ segir Kjart- an. „Fyrir tíu árum síðan var hún full- hert en nú er þessi þróun komin hér að mjög stórum hluta. Ef þú handleik- ur kleinur í dag þá verður smá fita eftir á fingrunum og það er vegna þess að hún er mjúk.“ Ólafur Reykdal, mat- vælafræðingur hjá Matís ohf., tekur í sama streng og Kjartan og telur fullvíst að mat- vælaiðnaður- inn eigi auð- veldlega eftir að geta valið hráefni þar sem transfitusýrur eru í lágmarki. - sv Engar breytingar á jólamatnum þrátt fyrir transfitusýrureglur: Iðnaðurinn er kominn langt Allt sem þú þarft...Ekki missa af Fréttablaðinu á morgun Fræðimenn uggandi um framtíð rannsóknarstarfs á Íslandi -Eiríkur Steingrímsson og Magnús Karl Magnússon prófessorar við læknadeild HÍ. „Ég veit alveg hver voru mín bestu kaup,“ segir Knútur Bruun, fráfarandi lögmaður Myndstefs, hótelhaldari á Hofi í Öræfum og stjórnarformaður Fjarskiptafélags Öræfinga. Hann segir gæfuna fremur hafa verið sér hliðholla í margvíslegum viðskiptum í gegnum tíðina. Höf- uðverkurinn sé að finna verstu kaupin. Margir geta fundið til einhverja ógæfu í bíla- kaupum. „En ég hef alltaf verið andskoti hepp- inn með það og hef þó átt marga bíla,“ segir Knútur og rifjar um leið upp að hann hafi einnig gert mjög góð kaup þegar hann fyrir mörgum árum festi kaup á Lækjargötu tvö í Reykjavík af Ásbirni Ólafssyni, þar sem núna er verið að endurbyggja eftir bruna. „Það voru rosalega fín kaup þótt húsið kostaði mikla peninga og ég væri rosalega hræddur við þetta. En svo gekk þetta allt mjög vel og ég átti húsið í mörg ár og rak þar Listmunahúsið,“ segir Knútur, en kveður þar samt ekki komin bestu kaupin. „Ég held samt að stjarnan í mínu lífi sé eignarhluti í jörðinni Hofi í Öræfasveit þar sem ég er kominn með gistiheimili núna. Þar er ég að láta teikna fyrir mig einbýlishús og þangað ætlum við að flytja, ég og mín ágæta kona, Anna Sigríður Jóhannsdóttir.“ Knútur segir að þeim hjónum líði ákaflega vel á Hofi. „Og það er gott fyrir karl sem er eins gráskeggjaður orðinn og ég að halla sér þar upp að klettaveggjunum og horfa út í Lómagnúp á annan vænginn og niður í Ingólfshöfða á hinn og yfir sandana og yfir jöklana og allt saman.“ Um verstu kaupin vill Knútur ekki margt segja annað en að eitt sinn hafi hann verið hluthafi í því að kaupa skip og það hafi verið hans verstu kaup á lífsleiðinni. NEYTANDINN: Knútur Bruun, lögfræðingur og hótelhaldari Stjarnan er eignarhlutur í Hofi Lítraverð á eldsneyti nálg- ast 200 krónur í fyrsta sinn síðan í sumar. Verð nánast það sama um allt land. Álagning olíufyrirtækjanna á bensínlítrann ekki meiri síðan í vor. Skattar nema rúmum helmingi af útsölu- verði bensíns. Útsöluverð á eldsneyti hefur hækk- að nokkuð á undanförnum vikum og er nú komið rétt upp undir 200 krónur á lítrann. Nánast sama verð er á útsölustöðum um allt land. Samkvæmt vefnum bensinverd.is var ódýrast að kaupa hjá Ork- unni, þar sem lítrinn kostaði 198,3 á öllum stöðvum, en dýrast var að versla við Shell þar sem lítrinn var á 199,9 krón- ur. Þess má geta að bæði félögin eru í eigu Skeljungs hf. Þrátt fyrir verðhækkunina er ekki að sjá að hana sé að rekja til hærra innkaupaverðs á bens- íni. Samkvæmt tölum frá Félagi íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB), sem reiknar verðið út frá verðlagi og gengi Bandaríkjadals á hverj- um tíma, var innkaupaverð auk opinberra gjalda, það sem af er nóvembermánuði, 167,3 krónur og meðalverð á sama tíma var 197,6 krónur. Miðað við þær tölur er álagning- in 30,3 krónur, en hún hefur ekki verið hærri frá því í maí þegar hún var 31,7 krónur. Þá hafði álagning- Álagningin á bensín eykst milli mánaða RUNÓLFUR ÓLAFSSON in ekki verið hærri frá því í febrú- ar 2009. Útsöluverð hefur hækkað um rúman þriðjung frá ársbyrjun 2009, en hluti af því er mikil stíg- andi í skattheimtu ríkisins. Samkvæmt tölum FÍB hafa skatt- ar farið úr 76 krónum á lítrann upp í 103, en náðu reyndar hámarki í apríl þegar 105,6 krónur af hverj- um lítra, sem þá kostaði 210 krónur, runnu til ríkisins í formi skatta. Runólfur Ólafsson, fram- kvæmdastjóri FÍB, segir í samtali við Fréttablaðið að þessar tölur bendi til þess að olíufélögin séu að bæta í álagninguna og það vinni upp lækkun á álagningu sem varð í sumar. „Það kom svolítið fjör á mark- aðinn í sumar þegar Orkan reið á vaðið og var með sama verð á hverju sölusvæði, sem varð síðar sama verð um allt land. Þá minnk- aði líka munurinn sem hafði alltaf verið á sjálfsafgreiðslustöðvum og þjónustustöðvum niður í 30 aura.“ Runólfur segir að þetta sé virki- lega áhyggjuefni fyrir bifreiðaeig- endur hér á landi. „Við sjáum að lítraverðið er komið upp undir 200 krónur og það er ekki hvetjandi. Svo kemur þetta ofan í fréttir um að enn séu hug- myndir um að setja veggjöld á veg- ina til og frá Reykjavík, sem við í FÍB erum alfarið á móti.“ thorgils@frettabladid.is 250 200 150 100 50 0 kr. Útsöluverð Innkaup með opinberum gjöldum Skattar kr/l Útsöluverð að frádregnu kostnaðarverði Frá janúar 2009 til 10. nóvember 2010 Þróun bensínverðs á Íslandi Heimild: FÍB FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN VERTU MEÐ VIÐSKIPTIN Í RASSVASANUM Meiri Vísir. m.visir.is Fáðu Vísi í símannog iPad! Deildu Vísi með öðrum. Þeir sem setja „like“ við Vísi á Facebook geta unnið óvænta vinninga í hverri viku.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.