Fréttablaðið - 11.11.2010, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 11.11.2010, Blaðsíða 18
 11. nóvember 2010 FIMMTUDAGUR18 Umsjón: nánar á visir.is 800 „Með skráningu eigna á markað fer stór hluti af eignum okkar í einu vet- fangi. Þessar eignir sem fóru inn í bankana þurfa að fara úr þeim sem fyrst,“ segir Helgi S. Gunnarsson, forstjóri eignarhaldsfélagsins Reg- ins, dótturfélags Landsbankans. Hann telur dreift eignarhald sem felst í markaðsskráningu farsæla lausn. Félagið á 32 eignir, að mestu atvinnu- og skrifstofuhúsnæði sem er í útleigu og gefur af sér fastar tekjur. Þar á meðal er Smáralind í Kópavogi og íþrótta- og afþreyingar- miðstöðin Egilshöll í Grafarvogi. Unnið er nú að skráningu fasteign- anna á hlutabréfamarkað. Fasteigna- félag Íslands, sem Saxbygg, félag Nóatúnsfjölskyldunnar svokölluðu og byggingarfélagsins Bygg, stofn- uðu utan um rekstur Smáralindar á sínum tíma hefur verið eignalaust frá hruni. Inn í það munu Smára- lind og Egilshöll fara ásamt öðrum fasteignum. Helgi útilokar ekki að húsnæði World Class í Laugum fari þangað sömuleiðis. Framkvæmdastjóri var ráðinn yfir Fasteignafélag Íslands í síð- ustu viku og tekur fjármálastjóri við í vikunni. Leitað er eftir því að fylla í fleiri stöður eftir því sem nær líður hugsanlegri skráningu. Allir fram- kvæmdastjórar Smáralindar eru ýmist hættir eða gera það fljótlega. Smáralind var boðin til sölu í apríl síðastliðnum. Tveir áttu besta boð í félagið. Þeim var báðum hafnað í september. Helgi segir fjárfesta frá Noregi, Írlandi og fleiri löndum hafa verið áhugasama um kaup á eignum Reg- ins í fyrrahaust og hafi allt verið sett á fullt í fjárhagslegri endurskipu- lagningu. „Þeir voru að horfa til verslanamiðstöðva, hótela og fleiri eigna. Skilaboðin frá þeim voru þau að þeir vildu kaupa eignir og eiga í langan tíma,“ segir Helgi og bætir við að allt hafi verið sett á fullt í fjárhagslegri endurskipulagningu eigna félagsins og söluferli skipu- lagt. Eftir áramótin hafi áhugi fjár- festa hins vegar tekið að dvína. Bæði hafi dregið úr trausti á íslenskt efna- hagslíf, óvissa í stjórnmálum sett strik í reikninginn ofan í gjaldeyr- ishöft. Þá munaði um að verð á sam- bærilegum eignum hrundi í Evrópu í fyrravor og leituðu fjárfestar því fremur þangað en hingað. Gangi áætlanir eftir verður þetta fyrsta fasteignafélagið sem skráð er í Kauphöll hér. Slík félög eru þekkt á mörkuðum hinna Norðurlandanna. jonab@frettabladid.is Smáralind skráð í Kauphöllina Þrjú félög hafa þegar boðað opin- berlega skráningu á hlutabréfa- markað á næstunni og þrjátíu félög skoðað þá möguleika sem felast í Kauphallarskráningu. Átta fyrirtæki munu í pípunum og geta íhugað að stíga skrefið inn í Kauphöll á næsta ári. Félögin þrjú sem hafa boðað skráningu eru Hagar, móðurfélag Bónuss, Hagkaupa og fleiri versl- ana, sprotafyrirtækið Marorka og sjávarútvegsfyrirtækið Ice- landic Group. Í Markaðnum, fylgiriti Frétta- blaðsins um viðskipti í júní, var birtur listi yfir 21 félag sem talið var skráningarhæft. Þar á meðal voru Hagar og Icelandic Group, auk Sjóvár og Skeljungs. Búið er að selja Skeljung með manni og mús en lokaviðræður standa nú yfir á stórum hlut í Sjóvá. - jab Þrjátíu félög skoða skráningu: Þrjú á leið í Kauphöllina DYR MARKAÐARINS Þrjú félög hafa opinberlega lýst yfir því að unnið sé að skráningu þeirra á hlutabréfamarkað. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Þessi gætu farið á markað Rekstrarfélög, framleiðsla og iðnaður: 66° Norður, Eimskip, Jarðboranir, Promens. Fjármál og tengd þjónusta: Arion banki, Íslandsbanki, Landsbankinn, MP Banki, TM, Valitor, VÍS. Sjávarútvegur: Brim, Samherji. Fasteignafélög: Fasteignafélagið Reitir. Upplýsingatækni: CCP, Vodafone, Síminn. STÝRIR TUGUM FASTEIGNA Eigendur Regins drógu lærdóm af söluferli Smáralindar, að sögn Helga S. Gunnarssonar, forstjóra Regins ehf. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Reginn, dótturfélag Landsbankans sem á atvinnu- og skrifstofuhúsnæði sem bankinn tók yfir í kring- um bankahrun, vinnur að því að skrá Fasteignafé- lag Íslands á markað innan árs. Átta fyrirtæki eru að skoða skráningu á hlutabréfamarkað á næstu tólf mánuðum. BYKO klúbbskvöld MILLJÓNIR EVRA, jafnvirði 123 milljarða króna, er sekt sem ellefu flugfélög í Evrópu verða að greiða vegna samráðs í vöruflutningum á árabilinu 1999 til 2006.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.