Fréttablaðið - 11.11.2010, Side 18
11. nóvember 2010 FIMMTUDAGUR18
Umsjón: nánar á visir.is
800
„Með skráningu eigna á markað fer
stór hluti af eignum okkar í einu vet-
fangi. Þessar eignir sem fóru inn í
bankana þurfa að fara úr þeim sem
fyrst,“ segir Helgi S. Gunnarsson,
forstjóri eignarhaldsfélagsins Reg-
ins, dótturfélags Landsbankans.
Hann telur dreift eignarhald sem
felst í markaðsskráningu farsæla
lausn.
Félagið á 32 eignir, að mestu
atvinnu- og skrifstofuhúsnæði sem
er í útleigu og gefur af sér fastar
tekjur. Þar á meðal er Smáralind í
Kópavogi og íþrótta- og afþreyingar-
miðstöðin Egilshöll í Grafarvogi.
Unnið er nú að skráningu fasteign-
anna á hlutabréfamarkað. Fasteigna-
félag Íslands, sem Saxbygg, félag
Nóatúnsfjölskyldunnar svokölluðu
og byggingarfélagsins Bygg, stofn-
uðu utan um rekstur Smáralindar á
sínum tíma hefur verið eignalaust
frá hruni. Inn í það munu Smára-
lind og Egilshöll fara ásamt öðrum
fasteignum. Helgi útilokar ekki að
húsnæði World Class í Laugum fari
þangað sömuleiðis.
Framkvæmdastjóri var ráðinn
yfir Fasteignafélag Íslands í síð-
ustu viku og tekur fjármálastjóri við
í vikunni. Leitað er eftir því að fylla
í fleiri stöður eftir því sem nær líður
hugsanlegri skráningu. Allir fram-
kvæmdastjórar Smáralindar eru
ýmist hættir eða gera það fljótlega.
Smáralind var boðin til sölu í apríl
síðastliðnum. Tveir áttu besta boð í
félagið. Þeim var báðum hafnað í
september.
Helgi segir fjárfesta frá Noregi,
Írlandi og fleiri löndum hafa verið
áhugasama um kaup á eignum Reg-
ins í fyrrahaust og hafi allt verið sett
á fullt í fjárhagslegri endurskipu-
lagningu. „Þeir voru að horfa til
verslanamiðstöðva, hótela og fleiri
eigna. Skilaboðin frá þeim voru þau
að þeir vildu kaupa eignir og eiga í
langan tíma,“ segir Helgi og bætir
við að allt hafi verið sett á fullt í
fjárhagslegri endurskipulagningu
eigna félagsins og söluferli skipu-
lagt. Eftir áramótin hafi áhugi fjár-
festa hins vegar tekið að dvína. Bæði
hafi dregið úr trausti á íslenskt efna-
hagslíf, óvissa í stjórnmálum sett
strik í reikninginn ofan í gjaldeyr-
ishöft. Þá munaði um að verð á sam-
bærilegum eignum hrundi í Evrópu
í fyrravor og leituðu fjárfestar því
fremur þangað en hingað.
Gangi áætlanir eftir verður þetta
fyrsta fasteignafélagið sem skráð er
í Kauphöll hér. Slík félög eru þekkt
á mörkuðum hinna Norðurlandanna.
jonab@frettabladid.is
Smáralind skráð í Kauphöllina
Þrjú félög hafa þegar boðað opin-
berlega skráningu á hlutabréfa-
markað á næstunni og þrjátíu
félög skoðað þá möguleika sem
felast í Kauphallarskráningu.
Átta fyrirtæki munu í pípunum
og geta íhugað að stíga skrefið
inn í Kauphöll á næsta ári.
Félögin þrjú sem hafa boðað
skráningu eru Hagar, móðurfélag
Bónuss, Hagkaupa og fleiri versl-
ana, sprotafyrirtækið Marorka
og sjávarútvegsfyrirtækið Ice-
landic Group.
Í Markaðnum, fylgiriti Frétta-
blaðsins um viðskipti í júní, var
birtur listi yfir 21 félag sem talið
var skráningarhæft. Þar á meðal
voru Hagar og Icelandic Group,
auk Sjóvár og Skeljungs. Búið er
að selja Skeljung með manni og
mús en lokaviðræður standa nú
yfir á stórum hlut í Sjóvá. - jab
Þrjátíu félög skoða skráningu:
Þrjú á leið í
Kauphöllina
DYR MARKAÐARINS Þrjú félög hafa
opinberlega lýst yfir því að unnið sé að
skráningu þeirra á hlutabréfamarkað.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Þessi gætu farið á markað
Rekstrarfélög, framleiðsla og iðnaður:
66° Norður, Eimskip, Jarðboranir, Promens.
Fjármál og tengd þjónusta:
Arion banki, Íslandsbanki, Landsbankinn,
MP Banki, TM, Valitor, VÍS.
Sjávarútvegur:
Brim, Samherji.
Fasteignafélög:
Fasteignafélagið Reitir.
Upplýsingatækni:
CCP, Vodafone, Síminn.
STÝRIR TUGUM FASTEIGNA Eigendur Regins drógu lærdóm af söluferli Smáralindar,
að sögn Helga S. Gunnarssonar, forstjóra Regins ehf. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Reginn, dótturfélag Landsbankans sem á atvinnu-
og skrifstofuhúsnæði sem bankinn tók yfir í kring-
um bankahrun, vinnur að því að skrá Fasteignafé-
lag Íslands á markað innan árs. Átta fyrirtæki eru
að skoða skráningu á hlutabréfamarkað á næstu
tólf mánuðum.
BYKO
klúbbskvöld
MILLJÓNIR EVRA, jafnvirði 123 milljarða króna, er sekt sem ellefu flugfélög í
Evrópu verða að greiða vegna samráðs í vöruflutningum á árabilinu 1999 til 2006.