Fréttablaðið - 11.11.2010, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 11.11.2010, Blaðsíða 40
 11. NÓVEMBER 2010 FIMMTUDAGUR4 ● fréttablaðið ● fyrirtækjagjafi r ●LEYNIVINIR Á AÐVENTUNNI Til að létta andrúmsloftið á vinnu- staðnum í svartasta skammdeginu er sniðugt að koma upp leynivinakerfi eða leynijólasveinum. Leynivinur hefur það hlutverk að gauka smágjöf- um eða litlum orðsendingum að vinnufélaga sínum alla aðventuna til að gleðja hann. Glaðningurinn þarf ekki að vera dýr eða stór, góður súkkul- aðimoli sem bíður á borðinu eða falleg orðsending er allt sem þarf. Nöfn allra starfsmanna eru skrifuð á miða og svo dregur hver og einn úr hattinum nafn eins vinnufélaga sem hann á að gleðja. Rétt er að sammælast um grundvallarreglur, svo sem verð og umfang gjafanna, svo enginn gangi of langt. Enginn veit hver á hvaða leynivin og geta spunnist skemmtilegar umræður um leynivina- gjafirnar við kaffivélina. Jólagjafir fyrirtækja og stofnana til starfsmanna sinna hafa á síðustu áratugum færst smám saman í vöxt og í dag eru slíkar gjafir orðnar nær algildar. Í byrjun voru gjafirnar gjarnan ávextir eða sælgæti og sérstaklega veglegar gjafir innihéldu bækur. Í föstum dálki Alþýðublaðsins árið 1964, Hannesi á horninu, sem Vil- hjálmur S. Vilhjálmsson, frétta- stjóri á blaðinu, skrifaði meðal annars, gefur að líta ein fyrstu blaðaskrif um gjafir fyrirtækja til starfsmanna. Jólagjafir höfðu þá tíðkast í einhvern tíma og að sögn blaðsins heldur færst í vöxt síðustu árin þar á undan, þótt gjafir væru þá alls ekki orðnar að viðtekinni venju. Jólagjaf- irnar sem taldar eru upp sem al- gengar gjafir eru meðal ann- ars ávextir, vindlar, sælgæti og bækur enda var kassi af eplum og appelsín- um gulls ígildi. Hann- es á horninu er hins vegar ekki alls kost- ar ánægður með það uppátæki fyrirtækja að gefa áfengi því þótt margir kunni vel með vín að fara kunni aðrir það ekki. Allt of oft „stafar geigvæn- leg hætta af því“ er skrifað í dálk- inum og bend- ir höfundur jafn- framt á að mikið úrval sé til af góðum bókum. Þrjátíu árum síðar, árið 1994, birtir Frjáls verslun úttekt á ýmsu sem fyrirtæki og stofnanir taka upp á í aðdraganda jóla, allt frá jólaböllum og upp í jólagjafir. Samkvæmt þeim skrifum eru fyr- irtækjagjafir ekki heldur orðnar að staðlaðri venju og mörg fyrir- tæki láta duga að senda hverjum og einum starfsmanni persónu- legt jólakort enda er gildi þeirra „meira en margan grunar“ að sögn blaðsins. Þau fyrirtæki sem gengu lengra á þessum tíma en að gefa jólakort gáfu þá til að mynda konfekt- kassa, bók, leikhúsmiða eða vínflösku – þrátt fyrir fortölur Hannesar á horninu nokkrum ára- tugum fyrr. Í greininni er mælt með jólagjöfum til starfsmanna og sagt að smáglaðningur til starfsmanna í jólamán- uðinum skili sér til baka „í bættum vinnuanda – og þá er mikið fengið“. - jma Ávextir, sælgæti og bæk- ur en helst ekki áfengi Ávextir voru lengi vel munaðarvara sem aðeins fékkst fyrir jólin á Íslandi. Hér er íslensk skólastofa árið 1973 þar sem kennari færir börnum epli á bakka. Sum fyrirtæki gáfu starfsfólki sínu epli og appelsínur fyrir jólin á áratugum áður. LJÓSMYNDASAFN REYKJAVÍKUR/365 Fyrirtækjagjafir eru margbreytilegar í dag en bækur voru með veglegri fyrirtækjagöfum fyrir góðærið. Vin- sælt var að gefa starfsmönn- um vindla í jólagjöf. Sælgæti, svo sem konfekt, hefur gjarnan fylgt í jólapökkum til starfsmanna. Góðar gjafir sérhæfa sig í jólagjöfum til starfsmanna og viðskiptavina fyrirtækja. Fyrirtækið leggur áherslu á íslenskt góðgæti og íslenska hönnun. Við styðjum Fjölskylduhjálp Íslands. Sjá nánar á godargjafir.is Z E B R A gjafir góðar 00000 dfgs ● HVAÐ ÞAÐ VERÐUR VEIT NÚ ENGINN... Í hinu sígilda jólalagi Bráð- um koma blessuð jólin eru góðar gjafir nefnd- ar í fyrsta er- indinu. Það er að segja kerti og spil. Hvað er þjóðlegra og þarfara en einmitt þetta tvennt? Kerti til að lýsa upp myrkrið í skammdeginu og spil til að stytta sér stundir við. Al- gerlega sígild jóla- gjöf sem ávallt hitt- ir í mark.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.