Fréttablaðið - 11.11.2010, Side 40

Fréttablaðið - 11.11.2010, Side 40
 11. NÓVEMBER 2010 FIMMTUDAGUR4 ● fréttablaðið ● fyrirtækjagjafi r ●LEYNIVINIR Á AÐVENTUNNI Til að létta andrúmsloftið á vinnu- staðnum í svartasta skammdeginu er sniðugt að koma upp leynivinakerfi eða leynijólasveinum. Leynivinur hefur það hlutverk að gauka smágjöf- um eða litlum orðsendingum að vinnufélaga sínum alla aðventuna til að gleðja hann. Glaðningurinn þarf ekki að vera dýr eða stór, góður súkkul- aðimoli sem bíður á borðinu eða falleg orðsending er allt sem þarf. Nöfn allra starfsmanna eru skrifuð á miða og svo dregur hver og einn úr hattinum nafn eins vinnufélaga sem hann á að gleðja. Rétt er að sammælast um grundvallarreglur, svo sem verð og umfang gjafanna, svo enginn gangi of langt. Enginn veit hver á hvaða leynivin og geta spunnist skemmtilegar umræður um leynivina- gjafirnar við kaffivélina. Jólagjafir fyrirtækja og stofnana til starfsmanna sinna hafa á síðustu áratugum færst smám saman í vöxt og í dag eru slíkar gjafir orðnar nær algildar. Í byrjun voru gjafirnar gjarnan ávextir eða sælgæti og sérstaklega veglegar gjafir innihéldu bækur. Í föstum dálki Alþýðublaðsins árið 1964, Hannesi á horninu, sem Vil- hjálmur S. Vilhjálmsson, frétta- stjóri á blaðinu, skrifaði meðal annars, gefur að líta ein fyrstu blaðaskrif um gjafir fyrirtækja til starfsmanna. Jólagjafir höfðu þá tíðkast í einhvern tíma og að sögn blaðsins heldur færst í vöxt síðustu árin þar á undan, þótt gjafir væru þá alls ekki orðnar að viðtekinni venju. Jólagjaf- irnar sem taldar eru upp sem al- gengar gjafir eru meðal ann- ars ávextir, vindlar, sælgæti og bækur enda var kassi af eplum og appelsín- um gulls ígildi. Hann- es á horninu er hins vegar ekki alls kost- ar ánægður með það uppátæki fyrirtækja að gefa áfengi því þótt margir kunni vel með vín að fara kunni aðrir það ekki. Allt of oft „stafar geigvæn- leg hætta af því“ er skrifað í dálk- inum og bend- ir höfundur jafn- framt á að mikið úrval sé til af góðum bókum. Þrjátíu árum síðar, árið 1994, birtir Frjáls verslun úttekt á ýmsu sem fyrirtæki og stofnanir taka upp á í aðdraganda jóla, allt frá jólaböllum og upp í jólagjafir. Samkvæmt þeim skrifum eru fyr- irtækjagjafir ekki heldur orðnar að staðlaðri venju og mörg fyrir- tæki láta duga að senda hverjum og einum starfsmanni persónu- legt jólakort enda er gildi þeirra „meira en margan grunar“ að sögn blaðsins. Þau fyrirtæki sem gengu lengra á þessum tíma en að gefa jólakort gáfu þá til að mynda konfekt- kassa, bók, leikhúsmiða eða vínflösku – þrátt fyrir fortölur Hannesar á horninu nokkrum ára- tugum fyrr. Í greininni er mælt með jólagjöfum til starfsmanna og sagt að smáglaðningur til starfsmanna í jólamán- uðinum skili sér til baka „í bættum vinnuanda – og þá er mikið fengið“. - jma Ávextir, sælgæti og bæk- ur en helst ekki áfengi Ávextir voru lengi vel munaðarvara sem aðeins fékkst fyrir jólin á Íslandi. Hér er íslensk skólastofa árið 1973 þar sem kennari færir börnum epli á bakka. Sum fyrirtæki gáfu starfsfólki sínu epli og appelsínur fyrir jólin á áratugum áður. LJÓSMYNDASAFN REYKJAVÍKUR/365 Fyrirtækjagjafir eru margbreytilegar í dag en bækur voru með veglegri fyrirtækjagöfum fyrir góðærið. Vin- sælt var að gefa starfsmönn- um vindla í jólagjöf. Sælgæti, svo sem konfekt, hefur gjarnan fylgt í jólapökkum til starfsmanna. Góðar gjafir sérhæfa sig í jólagjöfum til starfsmanna og viðskiptavina fyrirtækja. Fyrirtækið leggur áherslu á íslenskt góðgæti og íslenska hönnun. Við styðjum Fjölskylduhjálp Íslands. Sjá nánar á godargjafir.is Z E B R A gjafir góðar 00000 dfgs ● HVAÐ ÞAÐ VERÐUR VEIT NÚ ENGINN... Í hinu sígilda jólalagi Bráð- um koma blessuð jólin eru góðar gjafir nefnd- ar í fyrsta er- indinu. Það er að segja kerti og spil. Hvað er þjóðlegra og þarfara en einmitt þetta tvennt? Kerti til að lýsa upp myrkrið í skammdeginu og spil til að stytta sér stundir við. Al- gerlega sígild jóla- gjöf sem ávallt hitt- ir í mark.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.