Fréttablaðið - 11.11.2010, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 11.11.2010, Blaðsíða 66
folk@frettabladid.is 50 11. nóvember 2010 FIMMTUDAGUR Páll Óskar og listamaðurinn Oddvar Örn hófu samstarf fyrir nokkrum árum í kjöl- farið á Gay Pride í Reykja- vík. Afrakstur samstarfsins má berja augum í Smáralind á laugardaginn, en þá hefst sýningin Páll Óskar eftir Oddvar. „Þetta er ógeðslega gaman. Við hlæjum endalaust í tökunum enda með svipaðan húmor,“ segir lista- maðurinn Oddvar Örn Hjartarson um vinnu sína með Páli Óskari Hjálmtýssyni. Ljósmyndasýningin Páll Óskar eftir Oddvar hefst í Smáralind á laugardaginn. 34 sviðsettar ljós- myndir sem Oddvar tók af popp- stjörnunni verða sýndar og af því tilefni kemur út bók í formi stórra póstkorta. Oddvar hefur verið hirðljós- myndari Páls undanfarin ár og segir hann vera frábæra fyrir- sætu. „Hann er náttúrulega rosa- lega myndarlegur og með öll þessu flottu hlutföll sem módel þurfa að hafa,“ segir Oddvar. „Svo er hann með sjálfstraustið í lagi og það skiptir rosalega miklu máli.“ En er Páll einhvern tíma með dívutakta í myndatökunum? „Jú, jú, stundum er hann alveg á túr. Ég fæ stundum að finna fyrir því.“ Páll Óskar bregður sér meðal annars í hlutverk flugmanns, skáta, ofurhetju, sjómanns, pitsu- sendils og gagnkynhneigðs hand- boltakappa á myndunum. Oddvar segist kunna ótrúlega vel að meta síðastnefndu myndina. „Hún virk- ar eins og týpísk Fréttablaðsmynd. Kannski er þetta einkahúmor – Palli er náttúrulega megahommi og maður hefur svo oft séð þessa Páll Óskar stundum alveg á túr í myndatökunum Plötusnúðanámskeið verður haldið í Tónlistarskóla Akureyrar á laugar- daginn. Farið verður yfir öll mikil- vægustu atriði plötusnúðatækninn- ar og hentar námskeiðið vel fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref í faginu. Námskeiðið verður í umsjón Benna B-Ruff og Guðna Impulze, sem hafa báðir verið starfandi plötu- snúðar um árabil. Innritun fer fram í Tónastöðinni á Akureyri og er þátt- tökugjald sex þúsund krónur. Plötusnúðar á námskeiði BENNI B-RUFF Benni B-Ruff og Guðni Impulze hafa umsjón með plötusnúða- námskeiði á Akureyri á laugardaginn. Tvær íslenskar heimildarmynd- ir verða frumsýndar um helgina. Gnarr, heimildarmynd Gauks Úlf- arssonar um Besta flokks framboð Jóns Gnarr og félaga, hefur þegar vakið mikla athygli og deilur. Gauk- ur fylgir þar eftir lygilegri vel- gengni framboðsins sem hægt og bítandi varð stærsta stjórnmála- aflið í Reykjavík með ólíkinda- tólið Jón Gnarr fremstan í flokki. Gaukur er auðvitað fyrst og fremst þekktur fyrir að vera einn af sköp- urum Sylvíu Nætur ævintýrsins og sumir hafa viljað meina að vera Jóns Gnarr í borgarstjórastóln- um sé eitt stórt grínatriði að hætti íslensku dívunnar sem Ágústa Eva Erlendsdóttir lék svo eftirminni- lega. Hin myndin er kannski á ögn alvarlegri nótum þótt stjórn höf- uðborgarinnar sé vissulega ekkert gamanmál. Hún heitir Feathered Cocaine og er eftir þá Þorkel Harð- arson og Örn Marinó Arnarson. Myndin var frumsýnd á Trib eca- kvikmyndahátíðinni í New York fyrr á þessu ári og fór í kjölfarið á Hot Docks-hátíðina í Kanada. Þar að auki verður hún sýnd eftir viku á IDFA-heimildarmyndahátíðinni í Hollandi sem er sú stærsta sinn- ar tegundar. „Auðvitað er ég með smá fiðring í maganum yfir því að frumsýna hér á Íslandi og ég hlakka mikið til,“ segir Örn í sam- tali við Fréttablaðið. Myndin fjallar um ólögleg fálkakaup olíufursta í arabaríkjunum og hvernig þau hafa nánast gengið af fálkastofninum dauðum í sumum löndum. - fgg Tvær íslenskar heimild- armyndir frumsýndar ÓLÍKAR MYND- IR Heimildar- mynd Gauks Úlfarsson um Jón Gnarr og Feathered Cocaine eru ólíkar íslenskar heimildar- myndir sem verða frum- sýndar um helgina. HIRÐLJÓSMYNDARI Oddvar og Páll Óskar hafa unnið saman síðustu ár. Oddvar lætur Pál meðal annars bregða sér í hlutverk gagnkynhneigðs hand- boltakappa, skáta og pitsusendils. LEONARDO DICAPRIO fagnar 36 ára afmælinu sínu í dag. Hann sást síðast í hinni frábæru mynd Inception. Næst sjáum við hann í Hoover eftir Clint Eastwood. Þar fer DiCaprio með hlutverk J. Edgar Hoover. 36 MYND/ODDVAR kærleiksríkt forlag Bókin Lofuð eftir metsöluhöfundinn Elizabeth Gilbert, er nú komin út í kjölfar hinnar sívinsælu bókar Borða, biðja, elska. Edda Björgvins spjallar af alkunnri snilld um báðar bækurnar og kemur m.a. inn á hinn klassíska en þversagnarkennda þríleik: Ást, mat og húmor! Í kvöld, 11. nóvember kl. 20.00, í Bókabúð Máls og menningar, Laugavegi 18 ELIZABETH GILBERT KVÖLD MEÐ EDDU BJÖRGVINS Í tilefni af fyrirlestrinum verða bækur Elizabeth Gilbert á tilboði ásamt völdum Sölkubókum Ást c c matur húmor c gullsmidjan.is gaura, ótrúlega káta með aðal- skvísuna og nýfætt barn,“ útskýr- ir Oddvar. „Svo eru þeir að lifa tvö- földu lífi; spila með báðum liðum án þess að gera það opinbert. Það er tilfinning okkar Palla og margra samkynhneigðra. Það er svo mikið af karlmönnum sem koma aldrei út úr skápnum, þannig að það er flott að setja Palla í þennan búning. Það vita allir að hann er ekki straight.“ Oddvar ítrekar þó að allir geti túlk- að myndirnar á sinn hátt. Oddvar játar að það sé frábært tækifæri fyrir sig sem ungan lista- mann að vinna með Páli Óskari og vonast til þess að vinnan opni fleiri dyr. „Ef ekki, þá held ég áfram að gera mína list. Á meðan ég er ham- ingjusamur er ég sáttur,“ segir hann. Í tilefni af opnuninni treður Páll Óskar upp og áritar í Hagkaupum Smáralind klukkan 14 á laugardag- inn. atlifannar@frettabladid.is.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.