Fréttablaðið - 11.11.2010, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 11.11.2010, Blaðsíða 12
12 11. nóvember 2010 FIMMTUDAGUR HAUSKÚPA MEÐ HATT Í Bólivíu tíðkast að halda árlega dag hauskúpunnar til að þakka látnum fyrir veitta vernd. Á þeim degi, sem nú síðast var haldinn 8. nóvember, eru hauskúpur dubbað- ar upp og þeim færðar fórnir. NORDICPHOTOS/AFP Screwpull 40% 40% 30% 20% 20% 20% 20% 20% 20% 20% 20% 20% 20% 30% Klingjum inn jólin Öll gjafavara og smávara á 20-40% afslætti. Frá fimmtudegi til sunnudags. Flott hönnun, fágað handbragð. Skeifan 8: Fimmtudag: 10-18 Föstudag: 10-18 Laugardag: 11-15 Sunnudag: 13-18 Kringlan: Fimmtudag: 10-21 Föstudag: 10-19 Laugardag: 10-18 Sunnudag: 13-18 LÖGREGLUMÁL Lögreglan á Akur- eyri leitaði í gær að ólöglegum leysigeislabúnaði sem beint hefur verið að húsum, fólki og síðast í fyrrakvöld að flugvél í aðflugi að Akureyrarflugvelli. Flugvélin, sem er frá Flugfélagi Íslands, var að koma inn til lend- ingar um hálfáttaleytið í fyrra- kvöld þegar beint var að stjórn- klefa hennar sterkum leysigeisla. Gunnar Jóhannsson, lögreglu- fulltrúi á Akureyri, segir að sam- kvæmt lýsingum á atvikinu hafi geislinn lýst flugstjórnarklefann upp. Flugmennirnir gerðu flug- turninum viðvart og hann hafði samband við lögreglu skömmu síðar. Gunnar segir nokkurn veg- inn vitað um staðsetningu þess eða þeirra sem vörpuðu geislan- um á flugvélina, samkvæmt lýs- ingum flugmannanna. Talið er að honum hafi verið beint úr bíl sem var staddur á Vaðlaheiðinni. Þar hafi fundist hjólför, en ekki hafi verið hægt að ráða af þeim hvort um fólksbíl eða jeppa hafi verið að ræða. Lögregla hafi kannað sum- arhúsabyggð á heiðinni en það hafi engu skilað. Fimm tilkynningar hafa borist lögreglu um leysigeisla sem beint hafi verið að fólki að undanförnu. Í tveimur tilvikum hafði geisla verið beint inn í hús, í tveimur tilvikum að gangandi vegfarendum og loks að bifreið í akstri. Engin teng- ing finnst milli málanna, að sögn Gunnars sem segir tilkynningarn- ar hafa sýnt að geislinn hafi borist frá mismunandi stöðum. „Það virðist vera að þarna séu á ferðinni óprúttnir náungar með svona verkfæri undir höndum og hafi verið að beina geislanum í ýmsar áttir, að minnsta kosti í sex skipti í síðastliðnum mánuði. Gall- inn við þetta er sá, að geislinn er svo sterkur og dregur svo langt að það er erfitt að gera sér grein fyrir því hvaðan hann kemur.“ Gunnar bætir við að geislinn dragi fleiri hundruð metra ef ekki kílómetra. „Þetta er ekki talinn löglegur búnaður í almannaeigu, því tækið getur valdið ónæði og hættu, og jafnvel augnskaða og þess hátt- ar,“ segir Gunnar. Hann bætir við að atvikið með flugvélina sé stór- alvarlegt mál og algert ábyrgðar- leysi. jss@frettabladid.is STERKUR LEISERGEISLI Fólk á Akureyri hefur að undanförnu orðið fyrir ónæði af völdum leisergeisla sem beint hefur verið að því á heimilum eða utan þeirra. Leita að ólöglegum leysigeislabúnaði Lögreglan á Akureyri leitaði í gær að ólöglegum leysigeislabúnaði sem beint hefur verið inn í íbúðarhús og að gangandi vegfarendum að undanförnu. Í fyrrakvöld var geislanum beint að flugstjórnarklefa farþegaflugvélar í aðflugi. BANDARÍKIN, AP Meira en þrjú þúsund farþegar og hátt í 1.500 manna áhöfn á skemmtiferða- skipinu Carnival Splendor fengu loks aðstoð í gær þegar fyrstu dráttarbátarnir frá Mexíkó komu til að toga skipið til hafnar. Skipið hefur rekið stjórnlaust út af vesturströnd Mexíkó síðan eldur braust út í vélarrúmi skips- ins á mánudaginn. Þessa daga sem síðan eru liðn- ir hafa farþegarnir hreint ekki fengið þann lúxus sem greitt var fyrir. Loftkælikerfi hafa ekki virkað, netsamband hefur legið niðri og farsímar virka ekki. Ekkert heitt vatn hefur heldur fengist og eini maturinn í boði eru matarskammtar sem borist hafa með þyrlum. - gb Óskemmtileg skemmtiferð: Dráttarbátar til bjargar skipinu MATARSKAMMTAR BERAST Farþegarnir hafa þurft að láta sér nægja naumt skammtað neyðarfæði. FRÉTTABLAÐIÐ/AP ÞJÓÐKIRKJAN Tilnefningar for- sætisnefndar kirkjuþings til sannleiksnefndarinnar verður fyrsta mál á dagskrá kirkjuþings sem sett verður á laugardaginn næstkomandi. Sannleiksnefnd- in á að rannsaka viðbrögð þjóð- kirkjunnar við kynferðisbrotum og munu þrír skipa hana. Þeir eiga að vera óháðir stofnunum og embættum þjóðkirkjunnar. Pétur Hafstein, forseti kirkju- þings, segir nefndina fá fullan aðgang að þeim gögnum kirkj- unnar sem hún telji nauðsyn- leg til að vinna að rannsókninni. nefndarmenn munu ekki sinna nefndarstörfum í fullu starfi, heldur meðfram þeim störfum sem þeir gegna nú þegar. Kirkju- þing þarf að samþykkja tilnefn- ingarnar og verða þær tilkynntar á laugardag. - sv Nöfnin tilkynnt á laugardag: Þrír verða í sannleiksnefnd
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.