Fréttablaðið - 11.11.2010, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 11.11.2010, Blaðsíða 38
 11. NÓVEMBER 2010 FIMMTUDAGUR Körfur með ostum og kexi koma sér ávallt vel og laða fram vatn í munn. Því eru þær meðal vinsælustu jólagjafa. Ostahúsið sem nú heitir reynd- ar Í einum grænum – Ostahús- ið hefur verið leiðandi fyrir- tæki í gerð ostakarfa um árin. María Ólafsdóttir er sölustjóri. „Við komum alltaf með ákveðn- ar tegundir af ostum fyrir jólin. Það höfum við gert í mörg ár. Við fáum nýjar tegundir af brie, til dæmis brie með piparrönd og jóla- ostinn góða sem er ostarúlla með villijurtum og púrtvíni. Hann er mjög vinsæll yfir hátíðina, meðal annars í rjúpna- og hreindýrasós- ur. Svo erum við með einn glænýj- an með rommrúsínum og ristuð- um möndlum. Hann er sætur og góður. Alger nammiostur,“ segir María Ólafsdóttir sölustjóri bros- andi, innt eftir nýjungum í Osta- húsinu. María segir ostakörfurnar fast- an punkt í starfsemi fyrirtækisins og sérstök áhersla sé á þær fyrir jólin. „Grunnurinn í körfunum er ostar, kex og sulta en eftir því sem körfurnar stækka eykst fjöl- breytnin. Við erum þar með graf- lax eða reyktan lax, salami og síðan förum við yfir í hamborgar- hrygg, parísarkartöflur – tilbúnar til að brúna – tómata og allt mögu- legt,“ lýsir hún. Ostahúsið var stofnað 1992 og var lengi vel við Strandgötuna í Hafnarfirði. „Við erum búin að vera með ostakörfur frá byrjun og auðvitað langmest fyrir jólin,“ segir María. „Svo árið 2006 sam- einuðumst við fyrirtækinu Í einum grænum og fórum að vinna líka með grænmeti. Þá breytt- ist nafn fyrirtækisins í Í einum grænum – Ostahúsið.“ Framleiðslan er óbreytt í osta- hluta fyrirtækisins hvað varðar hinar sívinsælu vörur, brie með rönd, ostarúllurnar, rjómaost- ana og rifinn ost, að sögn Maríu. „Ostakörfur og stóra brie búum við til eftir pöntunum og græn- metishlutinn er viðbót,“ segir hún. „Það sem hefur breyst er að Ostahúsið er ekki smásöluverslun lengur, heldur seljum við í búðir og svo beint til fyrirtækja.“ Grænmetisbuff, gratín og for- soðnar kartöflur eru meðal þess sem framleitt er í fyrirtækinu. „Þetta er samtvinnað,“ segir María. „Sumt af grænmetinu nýtist okkur í körfurnar þegar um er að ræða matarkörfur, til dæmis litlir tómatar og forsoðnu parísarkartöflurnar. Sumir óska eftir að hafa líka vín í körfunum en langmest er um hefðbundn- ar ostakörfur. Minnstu körfurn- ar eru þær sem eru í verslunum. Þar er ostur, kex og sulta. En þær sem eru sérpantaðar fyrir fyr- irtæki eru fylltar í samráði við þann sem pantar. Við erum með heimasíðu www.ostahusid.is. Þar getur fólk glöggvað sig á hvað er í boði og í framhaldinu valið það sem það vill.“ Fjölbreytnin eykst eftir því sem körfurnar stækka „Grunnurinn í körfunum er ostar, kex og sulta, segir María sem bætir hinum ýmsu matartegundum við og jafnvel víni ef óskað er. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Gjafaöskjur í tveimur stærðum, með ostum og öðru góðmeti, er ein af nýjungum Ostahússins fyrir jólin í ár. Þær eru með glugga í lokinu sem hægt er að gægj- ast inn um og forvitnast um innihaldið. „Svona öskjur eru heppilegar fyrir fjölmenn fyrir- tæki sem kaupa gjafir fyrir sitt starfsfólk. Þetta er útfærsla sem ég er viss um að hentar mörgum því það er mun auðveldara að geyma öskjurnar en körfur,“ segir María Ólafsdóttir sölustjóri. Hún bendir líka á að öskjurnar séu mun handhægari í afgreiðslu en körfur því hægt sé að stafla þeim á bretti ef því sé að skipta. Að því leyti líkist þær konfektkössum. En hvert er innihaldið? „Innihaldið er það sama og í ákveðnum stærðum af ostakörfum. Það geta verið fimm til sex ostar, kex og sulta. Við getum boðið upp á vín í stærri tegundinni af öskjunum líka. Þetta er bara nýbreytni í pökkun.“ Öskjur með ýmsu góðmeti Girnilegum ostum og öðru fíneríi raðað í öskju. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 Umsjónarmenn auglýsinga: Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is s. 512 5439 og Ruth Bergsdóttir ruth@365.is s. 512 5469.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.