Fréttablaðið - 11.11.2010, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 11.11.2010, Blaðsíða 4
4 11. nóvember 2010 FIMMTUDAGUR SAMGÖNGUR Samgöngumiðstöð á Reykjavíkurflugvelli var slegin út af borðinu á fundi borgarstjóra og samgönguráðherra síðdegis í gær en í staðinn ákveðið að finna aðra leið til að bæta aðstöðu farþega þar til flugvöllurinn færi. Nýir ráðamenn Reykjavíkur- borgar mættu ekki til fundar við nýjan samgönguráðherra til að fylgja eftir stefnumörkun sem fimm fyrrverandi borgarstjórar og tveir fyrrverandi samgöngu- ráðherrar hafa staðið að; að byggja samgöngumiðstöðina, sem ríki og borg hafa undirbúið saman í sex ár. Fulltrúar borgarinnar, með þá Jón Gnarr borgarstjóra og Dag B. Eggertsson, formann borgarráðs, í broddi fylkingar, kúventu stefnu borgarinnar og sögðu nú engan vilja fyrir samgöngumiðstöð, enda væri verið að undirbúa brotthvarf flugvallarins, að sögn aðstoðar- manns borgarstjóra, Björns Blön- dal. Ögmundur Jónasson samgöngu- ráðherra staðfestir að samgöngu- miðstöðin sé nú út af borðinu. Sam- komulag sé þó um að ná niðurstöðu um að bæta aðstöðu farþega inn- anlandsflugs enda sé ljóst að þrátt fyrir ágreining um framtíð flug- vallarins verði hann þar næstu ár. - kmu Borgarstjóri og formaður borgarráðs funduðu með samgönguráðherra: Hætt við samgöngumiðstöð REYKJAVÍKURFLUGVÖLLUR Samgöngu- ráðherra staðfestir að samgöngumið- stöðin sé nú út af borðinu. AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Sigmundur Halldórsson sigmundur@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Henný Árnadóttir henny@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Bjarni Þór Sigurðsson bthor@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is FRÉTTASKÝRING Hvað kemur fram í skýrslu sérfræð- ingahóps um skuldavanda heimil- anna? Engin ein leið sem hægt er að fara til að greiða úr skuldavanda vegna fasteignakaupa dugir til að bjarga öllum sem eru í greiðsluvanda. Þetta er niðurstaða sérfræðinga- hóps stjórnvalda sem mat mismun- andi leiðir til að leysa úr skulda- vanda heimilanna. Sérfræðingahópurinn telur í grófum dráttum tvær leiðir til að koma til móts við þá sem eru í vanda. Annars vegar sé hægt að lækka greiðslubyrði þeirra. Hins vegar megi afskrifa skuldir, sem hefði í för með sér lækkun á greiðslubyrði. Sérfræðingarnir fóru yfir alls ellefu leiðir sem nefndar hafa verið. Þar sem því var við komið var metið hversu mörgum hver leið myndi bjarga, og hver kostn- aðurinn væri við hverja leið fyrir sig. Kostnaðurinn mun falla á ríkið, íbúðarlánasjóð, bankana og lífeyrissjóðina. Þrjár leiðir voru svo flóknar að nær útilokað var talið að meta áhrifin. Þar var um að ræða teng- ingu afborgana við tekjur, eignar- nám og niðurfærslu skulda með gerðardómi og svokallaða tveggja þrepa nálgun. Sértæk skuldaaðlögun hagkvæm Eftir stóðu átta leiðir sem starfs- hópurinn gerði úttekt á. Áhrifin af þeim leiðum, og kostnaðinn við hverja og eina, má sjá á meðfylgj- andi mynd. Sú leið sem virðist vænlegust þegar tekið er tillit til kostnaðar og þess fjölda sem hún getur hjálp- að stendur raunar þegar til boða, en það er svokölluð sértæk skulda- aðlögun. Í henni felst að kröfuhaf- GENGIÐ 11.11.2010 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 204,9921 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 111,09 111,63 178,34 179,20 153,01 153,87 20,525 20,645 18,962 19,074 16,456 16,552 1,3572 1,3652 173,96 175,00 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR P IP A R \T B W A · S ÍA 25% AFSL ÁTTU R Vinur við veginn VETRARTILBOÐ Nú færðu 25% afslátt af frostlegi, rúðuhreinsi og þurrkublöðum með Staðgreiðslukorti Olís. Sæktu um Staðgreiðslukort á olis.is. Vil dar pu nkt ar Ice lan dai r -3k r. af e lds ney ti Afs lát tur af vör um Engin ein leið bjargar öllum Sértæk skuldaaðlögun og hækkun vaxtabóta virðast bestu kostirnir af þeim sem sérfræðingahópur lagði mat á þegar tekið er tillit til kostnaðar. Niðurfærsla lána um 15,5 prósent kostar um 185 milljarða króna. ar færa niður fjárskuldbindingar fólks í greiðsluvanda að greiðslu- getu þeirra. Kostnaður við þá leið er um 10 milljónir á hvert heimili sem kemst úr skuldavandanum. Næsthagkvæmasta leiðin virðist vera hækkun vaxtabóta, sem kost- ar tæpar 28 milljónir fyrir hvert heimili sem bjargast, eða um 1,3 milljónir króna á ári. Flöt lækkun skulda um 15,5 prósent kostar margfalt meira en sértæka skuldaaðlögunin, en skil- ar minni árangri hjá þeim 10.700 heimilum sem sannarlega eru í skuldavanda að mati sérfræðing- anna. Kostnaður fyrir hvert heim- ili sem kemst úr vanda er um 123 milljónir króna. Lækkun vaxta nær til flestra Hægt væri að ná til flestra þeirra sem eru í vanda með því að lækka vexti af húsnæðislánum í þrjú prósent. Kostnaðurinn við það er hins vegar gríðarlegur, 240 millj- arðar króna. Fyrir hvert heimili sem bjargast úr skuldavanda væri kostnaðurinn um 92 milljónir yrði sú leið farin. Starfshópurinn mat ekki kostn- aðinn af því að gera ekki neitt til að taka á skuldavandanum. Í skýrsl- unni kemur fram að verði ekkert gert megi annars vegar búast við því að fleiri nýti sér þau úrræði sem nú séu í boði, svo sem sér- tæka skuldaaðlögun. Hins vegar megi búast við að kostnaður verði til vegna gjaldþrota heimila sem ekki ráða við skuldir sínar. brjann@frettabladid.is Vandi leystur Enn í vanda Kostnaður Lækkun skulda í 100 prósent af verðmæti eigna Stiglækkandi niðurfærsla skulda í 90 prósent af verðmæti eigna Hækkun vaxtabóta Lækkun vaxta af húsnæðislánum í 3 prósent 11,8% 88,2% 13,6% 86,4% 13,6% 86,4% 24,3% 75,7% 125 MILLJARÐAR 150 MILLJARÐAR 240 MILLJARÐAR Sértæk skuldaaðlögun Flöt lækkun skulda um 15,5 prósent Niðurfærsla skulda miðað við upphaflega lánsfjárhæð Lækkun skulda í 110 prósent af verðmæti eigna 19,6% 80,4% 14,0% 86,0% 11,7% 88,3% 8,4% 91,6% 18 TIL 26 MILLJARÐAR 185 MILLJARÐAR 155 MILLJARÐAR 89 MILLJARÐAR Greining sérfræðingahópsins á mögulegum úrræðum fyrir heimili í skuldavanda Heimili í vanda: Niðurstaða starfshóps stjórnvalda er að um það bil 10.700 heimili af þeim 72.800 heimilum sem eru með fasteignalán eigi í skuldavanda. Hlutfall heimila í vanda er því um 14,7 prósent. Mikill meirihluti þeirra sem eru í vanda á það sameiginlegt að hafa keypt húsnæði á árunum 2004 til 2008. Vandinn er misjafn eftir fjölskyldumynstri. Þannig er fjórðungur einstæðra foreldra í vanda en aðeins um átta prósent hjóna og sambúðarfólks. Flest þeirra heimila sem eru í vanda, yfir 80 prósent, eru á höfuðborgarsvæðinu og Reykjanesi. Um 10.700 heimili í skuldavanda 40 MILLJARÐAR VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 20° 9° 6° 7° 8° 7° 7° 7° 23° 13° 20° 11° 27° 1° 14° 16° 4° Á MORGUN Víða allhvasst N- og V-til. LAUGARDAGUR Dregur smám saman úr vindi og ofankomu. -2 -2 -3 -1 -5 -8 -2 1 1 0 -3 10 14 13 13 8 13 10 18 13 15 10 0 -2 0 -1 -3 -1 -3 -2 -4 -5 VINDASAMT Bú- ast má við stormi um landið suð- austanvert fram á kvöld en það verð- ur áfram nokkuð hvasst á landinu á morgun. Á laugar- dag dregur smám saman úr vindi og ofankomu og á sunnudag lítur út fyrir hægan vind og bjart veður en hins vegar mikinn kulda. Elísabet Margeirsdóttir veður- fréttamaður EFNAHAGSMÁL Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Fram- sóknarflokksins, segir skýrslu sérfræðinga- hóps ríkis- stjórnarinnar valda miklum vonbrigðum, framsetningin sé takmörkuð og villandi. Hann segir að reikna verði með því að kostnaður hljót- ist af því að gera ekki neitt, og reikna verði þann kostnað á móti kostnaðinum. Sigmundur segist enn þeirrar skoðunar að fara eigi í almenna niðurfærslu lána, þó einnig verði að bregðast við tilfellum þar sem það dugi ekki til eitt og sér. - bj Skýrsla veldur vonbrigðum: Takmörkuð og villandi skýrsla EFNAHAGSMÁL Ólöf Nordal, vara- formaður Sjálfstæðisflokks- ins, segir mikilvægt að búið sé að kortleggja skuldavanda heimilanna. Miðað við nið- urstöður sér- fræðingahóps- ins sé ljóst að engin ein lausn dugi ein og sér, engin töfra- lausn sé í boði. Ólöf segir að ýmsar af þeim leiðum sem hafi verið rædd- ar, til dæmis almenn niðurfell- ing skulda, komi til móts við lítið hlutfall þeirra sem séu í mest- um vanda. Ein af þeim leiðum sem skoða ætti betur er til dæmis hækkun vaxtabóta, segir Ólöf. - bj Gott að kortleggja vandann: Engin töfra- lausn í boði EFNAHAGSMÁL Þór Saari, þingmað- ur Hreyfingarinnar, segist enn hlynntur almennri niðurfellingu eftir að hafa séð útreikninga sér- fræðingahóps ríkisstjórnarinnar. Hann segir kolranga fram- setningu að tala um kostnað við hverja leið án þess að reikna kostnaðinn við að gera ekki neitt, sem geti orðið verulega hár. Hann segir almenna niðurfell- ingu nýtast mun fleirum en þeim verst settu, fjöldi fólks geti rétt haldið sér á floti og ekki sé langt í að sá hópur gefist upp. - bj Segir tal um kostnað villandi: Enn hlynntur niðurfellingu SIGMUNDUR DAVÍÐ GUNNLAUGSSON ÓLÖF NORDAL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.