Fréttablaðið - 11.11.2010, Qupperneq 6
6 11. nóvember 2010 FIMMTUDAGUR
Ræðumenn kvöldsins eru Luis E. Arreaga,
nýskip aður sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi og
Jón Baldvin Hannibalsson, fv. Fulbrightþegi
og sendiherra Íslands í Washington.
Fjölbreytt skemmtiatriði og tónlistarflutningur í boði.
Allur ágóði verður lagður í sjóð til auka við fjölda
íslenskra nemenda sem hljóta árlega Fulbright
styrki til náms í Bandaríkjunum.
Aðgangur er öllum opinn. Miðapantanir eru teknar
með því að senda netpóst á alumni@fulbright.is
eða hringja í Fulbright stofnunina í síma 552 0830.
Miðar greiðast við pöntun með því að leggja
upphæð inn á reikning 0301-26-10084, kt. 560169-
2569. Einstaklingar geta valið um þrennar fjárhæðir;
10.000 kr., 20.000 kr. og 50.000 kr.
Maki eða gestur greiðir 6.500 kr.
Félags Fulbright styrkþega á Íslandi
verður haldin á Hótel Nordica laugardaginn
13. nóvember kl. 19.00. Boðið verður upp á
glæsilegt þriggja rétta Þakkargjörðarhlaðborð.
FJÁRÖFLUNARGLEÐI
Veislustjóri er
Þóra Arnórsdóttir,
fréttamaður.
Samstarfsaðilar Fulbright Alumni
við skipulagningu hátíðarinnar eru
Fulbright á Íslandi, bandaríska sendi-
ráðið og The Icelandic American
Business Forum (IABF).
Fjölbreytt og gott
veganesti fyrir lífið
Kjarngóð næring
Ósaltað
Ósykrað
Engin aukaefni
www.barnamatur.is
Lífrænn
barnamatu
r
STJÓRNSÝSLA Aðeins 13% forstöðu-
manna ríkisstofnana segjast telja
að lög og reglur um ríkisstarfs-
menn stuðli að skilvirkum ríkis-
rekstri. 65% forstöðumannanna
telja ekki að lagaumhverfið stuðli
að skilvirkni en 21% hópsins er
hlutlaust gagnvart spurningunni.
43% forstöðumanna telja sig
ekki geta sagt upp starfsmönnum
vegna þess að starfsöryggi sé svo
stór þáttur í starfskjörum ríkis-
starfsmanna. 39% forstöðumanna
ríkisins telja sig geta bætt þjónustu
sinnar stofnunar ef hluta starfs-
manna yrði sagt upp og nýir ráðn-
ir í staðinn.
Þetta kemur fram í könnun,
sem Ríkisendurskoðun gerði í
sumar á viðhorfi forstöðumanna
til starfsmannamála og kynnt var
á morgunverðarfundi Ríkisendur-
skoðunar, Félags forstöðumanna
ríkisstofnana og Stofnunar stjórn-
sýslufræða og stjórnmála í gær.
Um 80 prósent af 206 forstöðu-
mönnum ríkisstofnana svöruðu
spurningum Ríkisendurskoðunar.
Ingunn Ólafsdóttir, sérfræðing-
ur hjá Ríkisendurskoðun, segir
að könnunin sé þáttur í heildar-
úttekt á mannauðsmálum ríkis-
ins sem Ríkisendurskoðun vinnur
að og áætlar að skila viðamikilli
skýrslu um mannauðsmál ríkisins
í lok þessa mánaðar. „Í skýrslunni
munum við koma með ábendingar
sem við beinum til fjármálaráðu-
neytisins um hvernig á að bregðast
við þessu,“ segir Ingunn.
Hún nefnir að helstu ástæður
þess að þessir forstöðumenn segja
ekki upp starfsmönnum þótt það
geti bætt þjónustuna tengist því að
Telja uppsagnir geta
bætt þjónustuna
39% forstöðumanna ríkisins telja sig geta bætt þjónustu með því að segja upp
hluta starfsmanna og ráða nýja í staðinn, samkvæmt könnun Ríkisendurskoð-
unar. Aðeins 13% telja að lagaumhverfi um ríkisstarfsmenn stuðli að skilvirkni.
RÍKISENDURSKOÐUN
Viðamikil úttekt á
starfsmannamálum
ríkisins stendur nú
yfir. Könnun meðal
forstöðumanna leiðir
í ljós að 61% þeirra
hefur aldrei veitt
starfsmanni skriflega
áminningu og 79%
hafa aldrei sagt upp
starfsmanni í kjölfar
áminningar.
lagaumhverfið um málefni starfs-
manna ríkisins sé flókið, viðhorfið
til áminninga og uppsagna innan
opinbera geirans sé neikvætt og
starfsöryggi ríkisstarfsmanna sé
álitið mikilvægt. Aðeins um helm-
ingur forstöðumanna láti fara
fram reglulegt og formlegt mat á
frammistöðu starfsmanna. Í því
sambandi geti skipt máli að for-
stöðumenn séu iðulega ráðnir sem
sérfræðingar á fagsviði stofnunar
fremur en sérfræðingar í stjórn-
un.
Um 24.000 starfsmenn eru í
þjónustu ríkisins og segir Ingunn
að launakostnaður ríkisins hafi
numið um 120 milljörðum króna á
árinu 2009. peturg@frettabladid.is
Mjög ósammála
Frekar ósammála
Hvorki né
Frekar sammála
Mjög sammálaStofnunin gæti bætt þjónustu ef hluta starfsmanna
yrði sagt upp og nýir ráðnir í þeirra stað
Lögin stuðla að
skilvirkum ríkisrekstri
0% 20 40 60 80 100
Viðhorf forstöðumanna ríkisstofnana
Heimild: Könnun Ríkisendurskoðunar
FÓLK „Ég læt þessa menn ekki kúga mig. Ég
gef þeim að éta sem ég vil – bæði fólki og kött-
um,“ segir Elísabet Brynjólfsdóttir, 77 ára íbúi
á Hrafnistu í Hafnarfirði, sem viðurkennir ekki
bann stofnunarinnar við því að íbúar fóðri villi-
ketti.
Elísabet segir tvær læður sækja að íbúð
hennar á jarðhæð Hrafnistu. Hún gefi þeim að
éta svo lengi sem hún eigi mat.
„Þessir háu herrar verða að athuga að ég vil
ekki mýs hérna. Ég hef fengið mús og konan
við hliðina á mér flýði til mín undan músum.
Er ekki betra að hafa kisurnar í hrauninu held-
ur en mýs eða rottur?“ spyr Elísabet ósátt við
aðgerðir gegn útigangsköttunum.
„Þeir enduðu jólin í fyrra á að ná í síðasta
kettlinginn þegar þeir voru búnir að drepa móð-
urina og systkinin,“ segir Elísabet sem skorar
á stjórnendur Hrafnistu að sýna í hvaða skjóli
þeir telji sig geta bannað íbúum að fóðra dýrin.
„Þeir sögðu að þetta væri stranglega bann-
að en ég bað þá að koma með þann lagabókstaf
sem segir að ég megi ekki gefa þessum dýrum.
Ég ætla hvorki að spyrja þá lægstu né hæstu á
Hrafnistu hvað ég geri á meðan ég borga fyrir
veru mína 130 til 140 þúsund á mánuði. Þeir
verða þá bara að reka mig út.“ - gar
Kona sem býr á Hrafnistu í Hafnarfirði neitar að hlýða banni við að fóðra útigangsketti við stofnunina:
Gefur köttum að éta á meðan hún á mat
ELÍSABET BRYNJÓLFSDÓTTIR Hvað er svona brotlegt við
það að gefa tveimur læðum dálítinn fisk og mjólkur-
dreitil, spyr Elísabet sem reglulega fóðrar útigangsketti
sem sækja að garðhurðinni hennar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
ORKUMÁL Landsvirkjun kynnti í
gær drög að framtíðarsýn fyrir-
tækisins næstu ár og áratugi.
Stefnt er að því að auka arðsemi
fyrirtækisins, fjölga viðskipta-
vinum til muna og auka áhersla
á markaðs- og viðskiptaþróun,
rannsóknir og nýsköpun. Nái fyr-
irætlanir fyrirtækisins um aukna
raforkusölu fram að ganga opnast
möguleikinn á miklum arðgreiðsl-
um til eigenda.
Landsvirkjun hefur sett sér
það markmið að fjölga viðskipta-
vinum sínum um tíu til tuttugu á
næstu tíu árum og skulu þeir við-
skiptavinir vera úr iðngreinum
sem greiða um 50 prósent hærra
verð en áliðnaðurinn. Hörður
Arnarson, forstjóri Landsvirkj-
unar, segir þetta krefjandi en
raunhæft markmið miðað við
markaðsaðstæður í Evrópu. „Verð
hefur hækkað og verið sveiflu-
kenndara en áður þannig að við
teljum að við getum höfðað til
stærri hóps en áður,“ segir Hörð-
ur. Hann bætir við að Landsvirkj-
un muni nú beina sjónum sínum
að viðskiptavinum sem geti verið
annars eðlis en álverin. „Álver-
in eru traustir greiðendur með
jafna notkun sem eru tilbúnir til
að gera langa samninga. Nú erum
við líka að líta til aðila sem eru
með breytilega notkun og kannski
ekki tilbúnir til að gera langtíma-
samninga. Það er gott að blanda
þessu saman.“
Til að ná markmiðum sínum
hyggst Landsvirkjun auka til
muna áherslu á markaðsstarf
erlendis og verður því beint að
stórum en afmörkuðum hópum
svo sem rekstraraðilum gagna-
vera. - mþl
Landsvirkjun hyggst leggja minni áherslu á framkvæmdir og meiri á arðsemi:
Stefnt að fimmfaldri arðsemi 2030
HÖRÐUR ARNARSON
Mikil stefnumótunarvinna hefur farið
fram hjá Landsvirkjun frá því að Hörður
tók við forstjórastöðunni fyrir um ári.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Telur þú eðlilegt að sendiráð
starfræki eftirlitshópa líkt og
bandaríska sendiráðið gerir?
JÁ 35,3%
NEI 64,7%
SPURNING DAGSINS Í DAG:
Ert þú sátt(ur) við niðurstöður
sérfræðingahóps um skuldir
heimilanna?
Segðu þína skoðun á visir.is
KJÖRKASSINN