Fréttablaðið - 11.11.2010, Side 19
FIMMTUDAGUR 11. nóvember 2010 19
Peningamálastefnan rædd:
Ráðamenn sitja
fyrir svörum
Steingrímur J. Sigfússon fjár-
málaráðherra og Már Guðmunds-
son seðlabankastjóri sitja fyrir
svörum á fundi um peningamál og
gjaldeyrishöft í hádeginu í dag,
fimmtudag.
Fyrir fundinum stendur Félag
viðskiptafræðinga og hagfræð-
inga og ber hann yfirskriftina
„Peningamálastefna til framtíðar
– Leiðin frá höftum til hagsæld-
ar“. Fundurinn er haldinn í Vík-
ingasal Hótels Loftleiða. Aðal-
ræðumenn eru Már Guðmundsson
og Illugi Gunnarsson alþingis-
maður. Auk þeirra og fjármála-
ráðherra sitja í pallborði Kristín
Pétursdóttir, forstjóri Auðar Capi-
tal, Gísli Hauksson, framkvæmda-
stjóri GAMMA, og Ragnar Árna-
son prófessor. - óká
Icelandair vinnur að kynningar-
herferð ferðamálaráða í Dan-
mörku, Noregi og Svíþjóð.
Ferðamálastofurnar kynna
löndin sameiginlega sem áfanga-
stað ferðamanna með auglýsing-
um á götum, svo sem á strætó-
skýlum og vegaskiltum í New
York, Boston og Seattle.
Fram kemur í tilkynningu frá
Icelandair að flugfélagið muni
á næsta ári bjóða áætlunarflug
frá Bandaríkjunum til fjögurra
borga í Noregi, tveggja borga í
Danmörku og til Gautaborgar í
Svíþjóð. - jab
Icelandair kynnir Norðurlönd:
Flýgur að vest-
an á nýju ári
ICELANDAIR Félagið ætlar að fjölga
flugleiðum frá Bandaríkjunum til áfanga-
staða á Norðurlöndum.
ÍS
LE
N
S
K
A
S
IA
.IS
A
R
I
5
2
0
7
5
1
1
/1
0Ráðgjafaþjónusta í skuldamálum einstaklinga
— fyrir einstaklinga í greiðsluvanda
Við höfum opnað
sérhæfða ráðgjafa þjónustu
Ráðgjafaþjónusta Arion banka í skuldamálum einstaklinga er opin alla virka daga kl. 9:00–16:00. Viðskiptavinir geta
komið í heimsókn, hringt í 444 7000 eða sent okkur tölvupóst á netfangið radgjafathjonusta@arionbanki.is
Opið virka daga kl. 9:00- 16:00.
— Verið velkomin
Við munum á næstu mánuðum hringja í þá viðskiptavini sem eiga í verulegum greiðslu -
vanda vegna húsnæðislána og vinna að lausn þeirra mála með Ráðgjafaþjónustu Arion banka
í Garðabæ. Þegar hefur Arion banki aðstoðað um 14.000 viðskiptavini í greiðsluvanda.
Til að koma til móts við viðskiptavini okkar í greiðsluvanda höfum við nú opnað ráðgjafa-
þjónustu í skuldamálum einstaklinga. Þar höfum við safnað saman á einn stað helstu
sérfræðingum úr öllum útibúum okkar á höfuðborgarsvæðinu.
Ráðgjafaþjónusta Arion banka í skuldamálum
einstaklinga er á 2. hæð við útibú bankans
við Garðatorg 5 í Garðabæ.
Hver viðskiptavinur fær sinn eigin ráðgjafa
sem vinnur með honum allt ferlið og fylgir
málum hans eftir.
Við ætlum að leggja okkur fram við að finna
lausn sem hentar hverjum og einum
og hrinda henni í framkvæmd.
Okkar markmið er að allir, sem við getum
hjálpað, hafi fengið lausn sinna mála innan
nokkurra mánaða.
Viðskiptavinir geta eftir sem áður einnig
farið í útibú bankans og fengið ráðgjöf
um þær lausnir sem í boði eru.
„Ef okkur tekst að koma fram með einhver
úrræði fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki
er ég sannfærð um að það muni draga
úr alvarlegum vanskilum,“ segir Rakel
Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Credit-
info á Íslandi.
Nýjustu upplýsingar Creditinfo benda
til að allt upp undir tvö þúsund fyrirtæki
stefni í alvarleg vanskil á næstu mánuð-
um. Rakel bendir á að þeim geti fjölgað
verði ekkert að gert. Verði spýtt í lófana
geti tölurnar snúist hratt við, að hennar
sögn.
Hún bendir á að fyrirtæki af þessari
stærðargráðu séu um 95 prósent allra fyr-
irtækja landsins, hjá þeim starfi allt frá
einum og upp í fimmtíu manns. „Við verð-
um að ná til fjöldans, að þeim verðum við
að huga núna,“ segir Rakel.
Upplýsingaveitan Datamarket birti í
gær upplýsingar um fjölda gjaldþrota síð-
astliðin fimm ár fram í september á þessu
ári. Upplýsingarnar eru jafnt frá Hag-
stofu Íslands og Ríkisskattstjóra. Tölurnar
benda til að gjaldþrot fyrirtækja hafi náð
hámarki í október í fyrra þegar 108 fyrir-
tæki urðu gjaldþrota.
Rakel bendir á að fjöldi gjaldþrota gefi
afar takmarkaða mynd af stöðunni. „Það
eru fleiri fyrirtæki sem fara í greiðsluþrot
með árangurslausu fjárnámi en í gjald-
þrot,“ segir hún. - jab
Úrræði vantar sárlega fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki, segir Rakel Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Creditinfo:
Tvö þúsund fyrirtæki stefna í vanskil
RAKEL SVEINSDÓTTIR Mikilvægt er að stjórnvöld bjóði upp
á greiðsluúrræði sem nái til fjöldans, segir framkvæmda-
stjóri Creditinfo. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Bandaríski bílaframleiðandinn
General Motors hagnaðist um tvo
milljarða Bandaríkjadala, jafn-
virði 224 milljarða króna, fyrir
skatta og gjöld á þriðja ársfjórð-
ungi.
Tekjur námu 34,1 milljarði
dala á fjórðungnum, sem er 35,4
prósenta aukning frá sama tíma
í fyrra. Góð bílasala í Bandaríkj-
unum skýrir bata fyrirtækisins
að miklu leyti, samkvæmt upp-
gjöri fyrirtækisins. Lítillega dró
úr sölu í öðrum löndum. Þessu til
viðbótar jókst bílasala um þrett-
án prósent þar í landi í október
miðað við sama tíma í fyrra.
Aðrir bílaframleiðendur hafa
sömuleiðis selt fleiri bíla upp
á síðkastið en í fyrra, að því er
fram kemur í netútgáfu tímarits-
ins Forbes. - jab
Bílasala batnar vestanhafs:
Tekjur GM auk-
ast á milli ára