Fréttablaðið - 11.11.2010, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 11.11.2010, Blaðsíða 23
FIMMTUDAGUR 11. nóvember 2010 23 Miklar breytingar hafa átt sér stað í umhverfi orkugeirans á undanförnum misserum, bæði hér- lendis og erlendis. Stöðug hækkun raforkuverðs í Evrópu, tækniþróun, aukin eftirspurn eftir endurnýjan- legri orku og takmarkað framboð af orkulindum hérlendis eru breyting- ar og tækifæri sem orkufyrirtæki þurfa að bregðast við. Breyting- ar þessar hafa mikil áhrif á starf- semi Landsvirkjunar. Umfangsmik- il umræða og stefnumótun hefur átt sér stað innan fyrirtækisins um hvernig bregðast eigi við nýjum aðstæðum. Í ljósi nýrra aðstæðna teljum við hjá Landsvirkjun það vera hlutverk fyrirtækisins að hámarka afrakstur af þeim orkulindum sem fyrirtækinu er trúað fyrir með sjálf- bæra nýtingu, verðmætasköpun og hagkvæmni að leiðarljósi. Landsvirkjun leggur mikla áherslu á að nýta orkulindir með sjálfbær- um hætti, með tilliti til áhrifa á efnahag, samfélag og umhverfi. Viðkvæm jarðhitasvæði er nauðsyn- legt að byggja upp í þrepum og gefa tíma til þess að bregðast við nýtingu. Við viljum efla samráð og samstarf við hagsmunaaðila á svæðum þar sem uppbygging er fyrirhuguð og tryggja sem besta sátt um ný verk- efni. Landsvirkjun tekur einnig þátt í alþjóðlegri innleiðingu sjálfbærni- staðals Alþjóðavatnsorkusamtak- anna (IHA), en staðallinn er unninn í samstarfi breiðs hóps hagsmunaað- ila, meðal annars umhverfissamtak- anna Oxfam og World Wildlife Fund. Rammaáætlun um nýtingu vatns- afls og jarðvarma og náttúruvernd- aráætlun gegna lykilhlutverki hvað framtíðaruppbyggingu varðar. Ákvarðanir um hvað eigi að vernda og hvað eigi að nýta eru í hendi stjórnvalda. Næstu verkefni Landsvirkjunar eru Búðarhálsvirkj- un og jarðhitasvæði Þeistareykja, Kröflu og Bjarnarflags á Norðaust- urlandi. Rannsóknir gefa til kynna að jarðhitasvæðin á Norðausturlandi bjóði upp á mikla möguleika. Vitað er með fullvissu um 100 MW en rannsóknir benda til allt að 400 MW orkugetu svæðanna samanlagt. Eftir umfangsmikið uppbygging- artímabil í sögu Landsvirkjunar hefur fyrirtækið góðan grunn til að byggja á og leitast verður við að ná aukinni hagkvæmni í rekstri fyrir- tækisins. Hagkvæmni verður tryggð með öflugu rannsóknar- og þróunar- starfi, þar sem bestu kostir eru hafð- ir að leiðarljósi. Allt útlit er fyrir að Landsvirkjun muni á næstu árum ráðast í smærri verkefni en verið hefur, bæta nýtingu núverandi kerf- is, bæði með aukinni sölu úr kerf- inu og einnig með fjárfestingum í tækjabúnaði núverandi aflstöðva, og kanna nýja orkugjafa. Landsvirkjun hefur gegnt mikilvægu hlutverki við uppbyggingu þekkingar hér á landi. Fyrirtækið hyggst áfram tryggja uppbyggingu og dreifingu þekking- ar sem nýtist á sem víðtækastan hátt í afleiddum atvinnugreinum. Fjárhagsstaða Landsvirkjunar er traust. Þrátt fyrir mikla skuldsetn- ingu er sjóðstreymi gott og rekstr- arkostnaður lítill. Fjárfestingar hafa einnig verið umfangsmiklar und- anfarna áratugi og eru tekjur sem hlutfall af eignum því talsvert lágar. Handbært fé frá rekstri Landsvirkj- unar var á síðasta ári 197 milljón- ir Bandaríkjadala. Miðað við önnur norræn orkufyrirtæki í ríkiseigu er Landsvirkjun skuldsettara fyrirtæki og með slakari lánshæfiseinkunn. Það er markmið Landsvirkjunar að auka verðmætasköpun fyrirtækis- ins verulega á allra næstu árum. Á alþjóðamörkuðum hefur verð á raf- orku hækkað umtalsvert á undan- förnum árum. Spár gera ráð fyrir áframhaldandi hækkun. Lands- virkjun vill tengjast þróun á erlend- um raforkumörkuðum þrátt fyrir að verð á Íslandi verði áfram umtals- vert lægra. Með öflugu markaðs- starfi vonast Landsvirkjun til að geta fjölgað viðskiptavinum, gert fleiri samninga við fjölbreyttan hóp viðskiptavina. Landsvirkjun hyggst bjóða nýjum viðskiptavinum sam- keppnishæfa samninga og stöðugt starfsumhverfi. Verði þróun raf- orkuverðs á erlendum mörkuðum í samræmi við spár og takist að tengja verð á raforku hérlendis í auknum mæli við raforkuverð í Evrópu getur það falið í sér gríðarlegan ávinning fyrir íslenskt samfélag. Mikil umframarðsemi getur myndast í raforkukerfinu. Það er markmið Landsvirkjunar að hámarka það sem er til skiptanna fyrir íslenska hagsmunaaðila. Miðað við forsendur Landsvirkjunar er til mikils að vinna og Landsvirkjun gæti eftir nokkur ár staðið í sömu sporum og orkufyrirtækin á hinum Norðurlöndunum, að geta greitt þjóð sinni verulegan arð árlega. Orkufyrirtæki á tímamótum Orkumál Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar Útlit er fyrir að Landsvirkjun muni á næstu árum ráðast í smærri verkefni en verið hefur Alþjóðadagur um sykursýki Miklar framfarir hafa verið í meðferð við sykursýki undanfarna áratugi og þeir sem grein- ast með sykursýki í dag hafa mun meiri líkur á að lifa góðu lífi en þeir sem greind- ust um miðja síðustu öld. Á móti kemur að tíðni sykursýki hefur aukist mikið undan- farin ár, svo mikið að Sameinuðu þjóðirn- ar ákváðu árið 2006 að taka frá einn dag á ári og tileinka hann sykursýki. Ályktun SÞ leggur þær skyld- ur á þjóðir heims að sameina krafta sína og upplýsa almenn- ing um eina mestu heilbrigðis- ógn nútímans. Sykursýki er skipt upp í tvo flokka, tegund 1 og 2. Flest- ir með tegund 1 greinast þegar þeir eru yngri en 20 ára og fljótlega eftir greiningu hætt- ir brisið að framleiða insúlín, því verður fólk háð daglegum skömmtum af insúlíni. Fólk með tegund 2 greinist yfirleitt eldra og er yfirleitt með skerta starf- semi í brisinu. Mismunandi er hvort fólk með tegund 2 þurfi að gefa sér insúlín daglega. Með- ferð við báðum tegundum bygg- ist á hollu mataræði, reglulegri hreyfingu og lyfjagjöf. Þeir sem fylgja þessum lífsgildum hafa alla möguleika á að lifa heil- brigðu lífi eins og aðrir. Aukin þjóðfélagsvitund um sykursýki skiptir miklu máli fyrir samfélagið í heild. Bæði til að koma í veg fyrir fáfræði sem getur leitt til ranghug- mynda um sykursýki og einnig til að fólk geti brugðist rétt við ef einhver nákominn fær einkenni sykur- sýki. Rétt viðbrögð byggjast á því að fólk þekki einkenn- in sem helst eru: Þorsti, tíð þvaglát, þreyta, lystarleysi, þyngdartap. Ein- kenni vegna tegund- ar 1 koma fram á nokkrum vikum en þróun ein- kenna hjá tegund 2 á sér yfir- leitt lengri aðdraganda, jafnvel nokkur ár. Ég hvet alla til að taka frá nokkrar mínútur og fræðast um einkenni og meðferð við sykur- sýki. Það er okkur öllum í hag. Nú stendur yfir átak í tengsl- um við Alþjóðadaginn 14. nóv- ember og er hægt að kaupa Bláa hringinn, sem er alþjóðlegt tákn sykursýki, í flestum apótekum til styrktar Samtökum sykur- sjúkra. Sykursýki Júlíus Arnarson Samtökum sykursjúkra Aukin þjóð- félagsvitund um sykursýki skiptir miklu máli fyrir samfélagið í heild islandsbanki@islandsbanki.is www.islandsbanki.is Sími 440 4000 Þjónustufulltrúinn þinn getur aðstoðað þig ef þú ert í greiðsluerfiðleikum Kynntu þér úrræði Íslandsbanka í næsta útibúi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.