Fréttablaðið - 11.11.2010, Page 24
24 11. nóvember 2010 FIMMTUDAGUR
Blessaður Guðmundur Ingi. Þessi skrif eru að hluta til
svar við þinni síðustu grein en
líka almennir þankar og áskorun
til Mannréttindaráðs Reykjavík-
urborgar.
Þú spyrð um trúboð og hvar það
fari fram. Svar mitt er: Alls stað-
ar. Þess vegna verður ekki sett
bann á það enda er skoðanafrelsi
í landinu. Við verðum að treysta
því á hverri tíð að þeir, sem koma
inn í skóla til að kenna eða kynna
eitthvað, geri það á fræðilegan og
hlutlægan hátt.
Tilburðir Mannréttindaráðs
minna mig á sögur eftir Búlga-
kov, Kafka og fleiri sem skrifuðu
um fáránleikann í tilverunni. Mið-
stýrt vald sem leggur stein í götu
borgaranna og heftir frelsi þeirra
er alltaf á villigötum. Alltaf.
Þú spyrð um mörk. Þau liggja
um lendur traustsins og hvergi
annars staðar nema fólk verði sett
í bönd eins og Mannréttindaráð
vill t.d. gera með presta. Markmið
ráðsins mætti kannski umorða
á tæpitungulausan hátt svona:
Okkur skal takast að drepa þjóna
drottins í dróma. Við ætlum okkur
að hindra presta og einangra starf
þeirra við kirkjuhúsin ein.
Þú nefnir dæmi um bænahald í
skólum. Það gæti verið samkomu-
lag foreldra þar sem öll börnin í
einhverjum bekk eru skírð og öll í
sömu kirkjudeild að þau leyfi kenn-
ara að hefja kennslu dagsins með
bæn. Mannréttindaráði kemur slíkt
ekki nokkurn skapaðan hlut við. En
ég hef heyrt um leikskóla þar sem
tíðkast að hafa kyrrðarstundir með
íhugun þar sem kenndar eru t.d.
yogastellingar. Í mínum huga er
það trúboð, austrænt að uppruna.
Á að banna slíkt?
Markmið Gídeonfélagsins er
opinbert. Félagar þess vilja dreifa
Nýja testamentinu til sem allra
flestra enda er þeim bókin kær og
dýrmæt. Engin bók í íslensku sam-
félagi og menningu hefur aðra eins
stöðu og NT. Að dreifa Kóranin-
um, Mormónsbók eða ritum Votta
Jehóva er alls ekki sambærilegt
við dreifingu NT. Samanburðurinn
er gjörsamlega út í hött og því þarf
ekki að óttast neina markaðssetn-
ingu í skólum. Skólastjórnendur á
hverjum stað gæta þess. Starf Gíd-
eon og dreifing NT í skólum á sér
áratuga sögu og merkilega. „Trú-
boðseftirlit borgarinnar“ getur
vissulega bannað dreifinguna og
gert sig þar með að háðsfyrirbrigði
í íslenskri pólitík og sögu. Háðið
rímar vel við yfirbragð Bezta
flokksins en fæstir vilja nú samt
láta háðið snúa til baka og lenda á
sér í líki bjúgverpils.
Þú spyrð: „Er það mismunun að
allir nema tveir fari í kirkjuferð?
Er það rétt, með velferð barnanna
í huga, að skilja þau frá hópnum?“
Svar mitt er: Það hefur alltaf haft
kostnað í för með sér að tilheyra
minnihlutahópi. Þessi nálgun, „ves-
alings ég og börnin mín“, virkar
ekki sannfærandi. Þú verður bara
að kyngja því að börnin þín upp-
götvi að þau tilheyri minnihluta-
hópi ef þú hefur valið sjálfum þér
og þeim lífsskoðanir minnihlutans.
Kristnir menn um allan heim verða
að þola hið sama.
Þú gerir mér upp skoðanir er þú
segir: „Þú virðist gefa þér að þjóð-
kirkjufólk vilji trúboð í skólum.“
Svar mitt er: Ég hef ekki hald-
ið því fram. Foreldrar sem biðja
um frí handa börnum sínum til að
fara í fermingarbúðir eru ekki að
stunda trúboð í skólum, ef það er
tilvísun þín.
Þú spyrð: „En eru tillögur mann-
réttindaráðs atlaga að mannrétt-
indum meirihlutans?“ Ef banna
á kristnum börnum t.d. að fara í
tveggja daga ferð vegna ferming-
arundirbúnings sem er hluti af
menningu langflestra Íslendinga
þá er það atlaga að mannréttind-
um meirihlutans.
Mannréttindaráð virðist hafa
lokast inn í völundarhúsi og finn-
ur ekki útgönguleiðina. Ráðið bítur
sig fast í hugmyndir sem eru allar
komnar úr smiðju Siðmenntar og
keyrðar inn í Mannréttindaráð
vegna fordóma í garð kristni og
kirkju. Meirihluti ráðsins ætlar
að þrengja að kirkjunni, sama
hvað það kostar. Þetta lyktar allt
af þráhyggju og þröngsýni. Hér er
ekki hugsað opið heldur lokað, ekki
með opnum faðmi heldur herpingi
og þvingun, með fjötrum í stað
frelsis.
Þú segir: „Að halda því fram
að mannréttindi og trúfrelsi eigi
að byggjast á því hverjir ráða í
hverfum borgarinnar hverju sinni
stenst ekki. Mannréttindi eru
almenn og yfir slíkan hverfulleika
hafin.“ Í hverfum borgarinnar er
samstarf kirkju og skóla víðast
hvar með miklum sóma. Vitrir og
vel menntaðir skólastjórar stýra
sínum stofnunum víða af tærri
snilld. Mannréttindi eru nefni-
lega almenn og þess vegna ræður
upplýstur og vel meinandi almenn-
ingur. Starf kirkna er með ólík-
um hætti frá einni sókn til ann-
arrar og samstarfið við skóla með
ýmsum hætti. Mannréttindaráð
vill miðstýra þessu vegna þess að
Siðmenntarmaður hefur plantað
sér í ráðið og vill drepa kirkjuna
í dróma og hefur tekist að rugla
samráðsfólk sitt þannig að það
virðist nú með algjöru óráði.
Mannréttindaráð! Þið sem nú
viljið starfa í anda ráðstjórn-
ar, hristið af ykkur þessa dróma
þröngsýni og hafta. Hugsið opið,
treystið náunganum. Hugsið eins
og Þorgeir Ljósvetningagoði, heið-
inginn, sem var stór og opinn í
hugsun sinni. Bjúgverpill ofríkis
og þröngra skoðana hittir ykkur
sjálf fyrir þótt síðar verði. Forð-
ist að varpa honum á okkur sem
viljum opið þjóðfélag.
Bjúgverpill og birtingarform ráðstjórnar
Trúboð
Örn Bárður
Jónsson
sóknarprestur í
Neskirkju
Miðstýrt vald sem
leggur stein í götu
borgaranna og heftir
frelsi þeirra er alltaf á
villigötum. Alltaf.
Kynjajafnrétti hefur tekið drjúgan tíma umræðunnar á
Íslandi á undanförnum árum – og
er það vel. Árangurinn hefur skil-
að sér í samstöðu; landsmenn vilja
tryggja stúlkum og drengjum
sömu tækifæri til mennta, starfa
og launa - og almennt gera báðum
kynjum jafn hátt undir höfði í leit
þeirra að lífsgæðum. Um þetta er
ekki lengur deilt.
Hér verður skrifað um byggða-
jafnrétti – og kallað eftir þjóðar-
sátt um jafnan aðgang allra lands-
manna að heilbrigðisþjónustu.
Hinn kosturinn er vissulega sá
að neita dreifðum byggðum um
viðunandi þjónustu á þessu sviði
og skipta landsmönnum þannig
í efri og neðri deild opinberrar
þjónustu. En viljum við það? Ég
segi afdráttarlaust nei.
Enda þótt heldur kreppi að í
efnahag þjóðarinnar nú um stund-
ir hefur hún ennþá efni á að lækna
sjúka. Hún hefur ennþá rík efni á
þessari mikilvægustu grunnþjón-
ustu samfélagsins sem er réttur-
inn til heilsu. Hún verður seint
eða aldrei svo blönk að hún geti
ekki þjónustað verðandi mæður,
aldraða, langveika og breiðan hóp
fólks í endurhæfingu.
En þá er komið að lykilspurn-
ingu: Hvar á að veita þessa þjón-
ustu? Svar mitt er skýrt; mestur
hluti heilbrigðisþjónustu er í eðli
sínu nærþjónusta. Í fámennu landi
getur vel verið að ekki séu efni til
að reka mörg sérhæfð og tækni-
lega burðug bráðasjúkrahús, en
hitt er jafn ljóst að þjóðarbúið
græðir á því að sinna endurhæf-
ingu og umönnun heima í héraði.
Hér ber að hafa þetta í huga:
Sérhæfðustu sjúkrahúsin eiga
einkum og sér í lagi að sinna
bráðatilfellum. Þau eiga ekki að
safna legudögum. Til þess eru
þau of dýr. Eftirmeðferð á að fara
fram sem næst heimilum fólks,
ekki síst út af heilsu-, félags- og
mannúðarsjónarmiðum, en einn-
ig til að nýta fjárfestingu í húsa-
kosti og tækjum hringinn í kring-
um landið.
Eða viljum við hitt? Viljum við
búa í landi sem gerir verðandi
mæðrum að aka mörg hundruð
kílómetra yfir allt að fjóra fjall-
vegi í vetrarbyljum til að ala barn
sitt? Ætlum við aldraðri konu að
verja síðustu æviárunum á hjúkr-
unarheimili í 150 kílómetra fjar-
lægð frá áttræðum bónda sínum
sem getur ekki selt húsið? Og vilj-
um við hreinlega draga úr lífslík-
um?
Hér í þessari blaðagrein er kall-
að eftir þjóðarsátt um aðgang
landsmanna að heilbrigðisþjón-
ustu. Hér er kallað eftir vinnu
fagmanna, ekki síst heimamanna
á hverjum stað, við að skilgreina
þjónustusvæði á þessu sviði. Þar
þarf vissulega að taka tillit til
fólksfjölda, en jafnvel enn meira
til vegalengda, veðurlags og sam-
gönguöryggis á öllum tímum árs-
ins.
Vissulega má víða hagræða í
opinberri þjónustu, en sú hagræð-
ing verður alltaf að taka tillit til
aðstæðna á hverjum stað. Af þess-
um sökum er undarlegt að horfa
til nýrra tillagna í fjárlagafrum-
varpi fyrir 2011 um að skera helst
niður í heilbrigðisþjónustu þar
sem vegalengdir eru mestar og
samgönguöryggið er minnst. Þar
hefur ekki verið reiknað til enda.
Auðveldast og réttast er að
koma við hagræðingu í heilbrigð-
isþjónustu þar sem samgöngur eru
greiðastar og vegalengdir styst-
ar. Tvöföldun Reykjanesbrautar,
göng undir Hvalfjörð og bráðum
tvöföldun Suður- og Vesturlands-
vegar hlýtur að fela í sér mestu
mögulegu hagræðinguna í heil-
brigðisþjónustu á landinu. Þar eru
rekin sex sjúkrahús innan 50 kíló-
metra radíuss.
Heilbrigðisþjónustan úti á landi
getur hagrætt að sömu skilyrðum
uppfylltum; með stórbættum sam-
göngum. Öruggari vegir munu þó
aldrei stytta vegalengdir í slíkum
mæli að íbúar landsbyggðar hafi
sama greiða aðganginn að lækn-
um og hjúkrunarfólki og íbúar
höfuðborgarsvæðisins njóta. Öll
hugsanleg göng og vegastytting-
ar breyta ekki landakortinu að
mun.
Þessvegna þarf þjóðarsátt um
viðunandi fjarlægð landsmanna
frá læknis-, hjúkrunar- og umönn-
unarþjónustu. Hún getur verið 100
kílómetrar, svo nefnd sé til sög-
unnar helmingi styttri vegalengd
en gildir á höfuðborgarsvæði, en
vel að merkja; vegalengdin ein og
sér er ekki fullnaðarsvar. Einn
fjallvegur í 500 til 700 metra hæð
getur hér brenglað töluna.
Ríkisvaldið ætlast til þess að
landsmenn allir, óháð búsetu,
greiði svipað hlutfall af launum
sínum í skatta og skyldur. Að sama
skapi hljóta landsmenn allir, hvar
á landi sem þeir búa, að ætlast til
svipaðrar þjónustu af hálfu rík-
isins – og gildir það ekki síst um
veigamikla grunnþjónustu; örugga
vegi, menntun og tryggan aðgang
að lækningu, hjúkrun og umönn-
un.
Heilladrýgra er að skapa þjóðar-
sátt um aðgang allra landsmanna
að lækningu og hjúkrun heldur en
að skipta þeim í fyrsta og annan
flokk skattgreiðenda, allt eftir því
hvað ríkisvaldinu finnst duga á
hverjum stað. Og heilladrýgra er
einnig að ná fram sátt á þessu sviði
með samtali við heimamenn, frem-
ur en að læða reykvísku reiknilík-
ani bakdyramegin inn í fjárlög.
Mest um vert er þó mannúðar-
sjónarmiðið; gamla fólkið okkar,
sem kynntist langtum krapp-
ari kjörum en landsmenn kvarta
nú yfir, á ekki að þurfa að skilja
hvert við annað af því dvalarheim-
ili í sjávarþorpi er óhagkvæm ein-
ing að mati ráðuneytismanna einn-
ar ríkustu þjóðar heims. Þjónusta
heilbrigðisstarfsfólks á að lúta
íslenskum lögmálum, ekki aðeins
reykvískum.
Heilbrigt byggðajafnvægi
Byggðajafnrétti
Sigmundur Ernir
Rúnarsson
alþingismaður
Í þessari blaðagrein er kallað eftir þjóðar-
sátt um aðgang landsmanna að heilbrigð-
isþjónustu.
hettupeysa dömu peysa
Verð: 22.800 kr.
(Stærðir: XS- XL)
Verð: 22.800 kr.
(Stærðir: S- 2XL)
Verð: 22.800 kr.
(Stærðir: XS- XL)
F ROST FROST FROST
dömu hettupeysa
Aðsniðin og kvenleg hettupeysa úr Polartec®
Classic® 300. Bróderað mynstur á öxlum í anda
íslensku ullarpeysunnar.
Þægileg hettupeysa úr Polartec® Classic®
300. Sérmótað snið á olnbogum og
bróderað mynstur á bringu.
Klassísk dömu peysa úr Polartec® Classic® 300.
Hár kragi sem fellur vel að hálsi og tveggja
sleða rennilás að framanverðu.