Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.11.2010, Qupperneq 30

Fréttablaðið - 11.11.2010, Qupperneq 30
 11. nóvember 2010 FIMMTUDAGUR30 Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. timamot@frettabladid.is Í dag verður þess minnst með dagskrá í Kvosinni, sal Menntaskólans á Akur- eyri í nýju byggingunni Hólum, að á þessu ári eru 80 ár liðin síðan skólinn varð menntaskóli með full réttindi til að brautskrá stúdenta. Raunar er tví- heilagt vegna þess að þess er einnig minnst að 130 ár eru liðin síðan norð- lenskur skóli var endurreistur á Möðru- völlum í Hörgárdal. „Það hafði náttúrulega verið skóli á Hólum í Hjaltadal alveg frá 1106 og fram undir 1800,“ segir Sverrir Páll Erlendsson, íslenskukennari við MA. „Norðlenskt fræðasetur var síðan end- urvakið á Möðruvöllum í Hörgárdal 1880 og sá skóli var rekinn sem gagn- fræðaskóli, eins og það hét á þeim tíma, til 1902 þegar skólahúsið brann. Þá flutti skólinn hingað til Akureyrar og var í bráðabirgðahúsnæði í gamla barnaskólanum þangað til hann flutti inn í gamla skólahúsið okkar, sem allir þekkja að minnsta kosti á mynd, sem byggt var 1904. Í fyrstu hét hann Gagn- fræðaskólinn á Akureyri og það er ekki fyrr en 1930, eftir margra ára baráttu á Alþingi, sem skólinn fær leyfi til að útskrifa stúdenta og kalla sig mennta- skóla,“ segir Sverrir Páll. „Það hafði reyndar verið heimilt í nokkur ár þar á undan að kenna nemendum til stúd- entsprófs en þeir þurftu að fara suður í MR til að taka prófið.“ Afmælisdagskráin í tali, tónum, texta og myndum er öll í höndum nemenda. Hún er í umsjón stjórnar Hugins, skóla- félags MA, með þátttöku nokkurra af þeim undirfélögum sem virkust eru í skólalífinu. „Nemendur munu safnast saman í Kvosinni í löngu frímínútunum um hálf tíu leytið og þar verður byrjað á því að borða köku og drekka kakó,“ segir Sverrir Páll. „Síðan hefst dagskrá sem er alveg í höndum nemenda. Þar munu nokkur félög sem eru undir regn- hlíf skólafélagsins flytja atriði. PRIMA verður með danssýningu, leikfélag skól- ans, LMA, flytur sýnishorn úr nokkr- um leikverkum sem flutt hafa verið á löngum ferli þess, skólablaðið Mun- inn ætlar að gefa út smáblöðung með ýmsum upplýsingum um sögu skólans, FÁLMA, sem er félag áhugaljósmynd- ara í skólanum, verður með myndasýn- ingu, myndbandafélagið, sem er kallað MÝMA verður þarna með myndband sem gert er sérstaklega af þessu tilefni og fleira og fleira,“ segir Sverrir Páll. En hvers vegna var ákveðið að fagna afmælinu 11. nóvember? „Vegna þess að 11. nóvember er gamall dagur úr sögu skólans. Þannig var að þegar heimilt var í skólum að hafa mánaðarfrí, eins og þau voru kölluð, var nóvemberfríið gjarnan sett á 11. nóvember vegna þess að það var fæðingardagur Matthíasar Jochumssonar, sem kom mjög við sögu skólans og orti til dæmis skólasöngva sem voru mikið sungnir hér í eina tíð,“ segir Sverrir Páll Erlendsson. fridrikab@frettabladid.is MENNTASKÓLINN Á AKUREYRI 8O ÁRA: SKEMMTIDAGSKRÁ Í KVOSINNI Í DAG Tvíheilagt á afmælisdegi Matthíasar DAGSKRÁ Í HÖNDUM NEMENDA Sverrir Páll Erlendsson, íslenskukennari við MA, og Óli Dagur Valtýsson, formaður skólafélagsins Hugins, sem hefur veg og vanda af skemmtidagskránni. MYND/HEIDA.IS Þennan dag árið 1503 var Giuliano della Rovere kjörinn páfi og tók sér nafnið Júlíus II. Giuliano, sem var fæddur árið 1443, var páfi í tíu ár eða til dauðadags 1513. Hann var umsvifa- mikill á páfastóli og hlaut viðurnefnin „Skelfilegi páfinn“, Il Papa Terribile, og „Stríðspáfinn“, Il Papa Guerriero. Páfadómur hans einkenndist af miklum stríðsrekstri, metnaðarfullum byggingar- verkefnum og stuðningi við listamenn. Þótt stríðsrekstur og pólitík Júlíusar II. myndi nægja til að veita honum sess á meðal mikilfeng- legustu páfa sögunnar, er hans þó helst minnst fyrir stuðning hans við myndlist og bókmenntir síns tíma. Auk þess átti hann stóran þátt í því að auka mikilvægi og fegurð Rómar. Árið 1506 lagði hann hornstein að nýju Péturskirkjunni og hann var náinn vinur listamanna á borð við Raphael og Michelangelo, en sá síðarnefndi málaði loft Sixtínsku kapellunnar að beiðni Júlíusar. Rex Harrison túlkaði Júlíus II. með eftirminni- legum hætti í kvikmyndinni The Agony and the Ecstasy, sem byggir á bók Irvings Stone. ÞETTA GERÐIST: 11. NÓVEMBER ÁRIÐ 1503 Júlíus II. kjörinn páfi MATTHÍAS JOCHUMSSON, skáld, fæddist þennan dag árið 1835 „Gefið gaum og þegið, grátið ei né hljóðið.“ 1725 Ópera Georgs F. Händel, Tamerlano, frumsýnd í London. 1918 Lokum seinni heimsstyrjaldarinnar fagnað víða um lönd. Í Reykjavík blakta fánar þó í hálfa stöng vegna spænsku veikinnar sem er í algleymingi. 1942 745 franskir gyðingar fluttir til Auschwitz. 1943 Pétur Hoffmann Salómonsson berst, að eigin sögn, einn við bandaríska hermenn í Selsvör í Reykjavík og hefur betur. 1962 Leikritið Hart í bak eftir Jökul Jakobsson frumsýnt hjá Leikfélagi Reykjavíkur. Það nýtur meiri vinsælda en dæmi eru um og er sýnt 205 sinnum fyrir fullu húsi. 1969 Jim Morrison handtekinn af FBI fyrir drykkjuskap í flugvél. 1994 Guðmundur Árni Stefánsson félagsmálaráðherra segir af sér vegna ásakana um mistök í embætti. Merkisatburðir Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Hekla Árnadóttir lést á hjúkrunarheimilinu Eir mánudaginn 1. nóvember. Útförin fer fram frá Áskirkju föstudaginn 12. nóvember kl. 13.00. Geir Guðmundsson Margrét Geirsdóttir Gestur Jónsson Árni Jón Geirsson Sigríður Þ. Valtýsdóttir Guðrún Geirsdóttir Jón Friðrik Jóhannsson barnabörn og barnabarnabörn. Hugheilar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur einstakan hlýhug og virðingu við andlát og útför bróður okkar, Ólafs Kristófers Bjarnasonar frá Þorkelsgerði í Selvogi, Reykjabraut 21, Þorlákshöfn, er lést 17. október síðastliðinn á Landspítalanum í Fossvogi. Útförin fór fram í Strandakirkju í Selvogi þann 27. október síðastliðinn, í kyrrþey, að ósk hins látna. Guð blessi ykkur öll. Þóra Lilja, Valgerður, Eydís og Marta Bára Bjarnadætur. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Hannes Flosason fv. tónlistarskólastjóri og tréskurðarmeistari, Fannafold 187, Reykjavík, lést á Líknardeild Landspítalans í Kópavogi þann 6. nóvember s.l. Kristjana Pálsdóttir Páll Hannesson Sarah Buckley Haukur F. Hannesson Jörgen Boman Elín Hannesdóttir Ingibjörg Hannesdóttir og barnabörn Innilegar þakkir færum við öllum sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, Benedikts Bjarnasonar fv. kaupmanns og útgerðarmanns, í Bolungarvík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Heilbrigðis- stofnunar Bolungarvíkur fyrir frábæra umönnun. Hildur Einarsdóttir Einar Benediktsson María Guðmundsdóttir Halldóra Benediktsdóttir Sören Pedersen Bjarni Benediktsson Ómar Benediktsson Guðrún Þorvaldsdóttir afabörn og langafabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, Odds Geirssonar pípulagningameistara, Sléttuvegi 19, Rvk, (áður Holtagerði 64, Kópavogi). Sérstakar þakkir fær starfsfólk á Hjartadeild E-G LSH, Heimaþjónustu og Heimahlynningu fyrir einstaka umönnun. Guð blessi ykkur öll. Margrét Einarsdóttir Einar Oddsson Eva Österby Sigríður Sesselja Oddsdóttir Erna Oddsdóttir Sigrún Oddsdóttir Vilmundur Gíslason Geir Oddsson Ragna Björg Guðbrandsdóttir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.