Fréttablaðið - 11.11.2010, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 11.11.2010, Blaðsíða 64
 11. nóvember 2010 FIMMTUDAGUR bio@frettabladid.is Denzel Washington er einn af merkilegustu og fremstu svörtu leikurunum í sögu Hollywood og verður eflaust minnst í sömu andrá og Sidney Poitier, sem ruddi brautina upp á silfurtjaldið fyrir þeldökka Bandaríkja- menn. Nýjasta kvikmynd Denzel , Unstoppable, er dæmigerð amer- ísk hasarmynd þar sem Tony Scott er lestarstjóri. Mótleikari Wash- ington og lærlingur í myndinni er Chris Pine, stjarnan úr síðustu Star Trek-mynd. Unstoppable segir frá tveimur starfsmönnum járnbrautarfyr- irtækis sem taka að sér það hlut- verk að koma í veg fyrir að stjórnlaus lest, full af eitur- og sprengiefnum, valdi eyði- leggingu í nálægum smábæjum. Myndin er innblásin af sannsögu- legum atburðum sem áttu sér stað árið 2001 í Ohio þegar vörulest keyrði stjórnlaus eftir lestartein- um með stórhættulegar eiturgufur innanborðs. Kvikmyndir eins og Unstoppable hafa hins vegar ekki gert Denzel Washington að einum áhrifamesta blökkumanninum í Hollywood. Denzel byrjaði eins og flestir leik- arar í Ameríku, í sjónvarpi. Hann vakti fyrst athygli í sjónvarpsserí- unni St. Elsewhere þar sem hann lék dr. Phillip Chandler. En árið 1987 varð flestum ljóst að ferli Denzel í sjónvarpi var að ljúka. Þá lék hann suður-afrísku frelsis- hetjuna Steven Biko í Cry Freedom á móti Kevin Kline. Hann fylgdi þeirri frammistöðu eftir með stór- leik í Glory en fyrir túlkun sína á strokuþrælnum Trip fékk Denzel Óskarsverðlaun fyrir bestan leik í aukahlutverki. Þar með var ferill hans næstum gulltryggður, hann fékk stór hlutverk í rándýrum has- armyndum á milli þess sem hann túlkaði sögufræga menn á borð við blökkumannaleiðtogann Mal- colm X, Rubin „Hurricane“ Cart- er og heróín-innflytjandann Frank Denzel hinn mikli Lucas í American Gangster. Denzel þykir mikið kyntákn, hann ratar yfirleitt hátt á lista yfir kynþokkafyllstu kvikmyndastjörn- ur allra tíma. Persónur hans eru yfirleitt með ríka réttlætiskennd og leikur hans þykir oft vera nokk- uð „dramatískur“. Denzel veit yfir- leitt alltaf best á hvíta tjaldinu og lætur ekki bjóða sér neitt kjaft- æði eða vaða yfir sig. Það kemur því kannski ekkert á óvart að pabbi leikarans skuli vera þekkt- ur prestur og mikill predikari í hvítasunnusöfnuði í New York, sá bakgrunnur er oft augljós þegar persónur hans eru skoðaðar. Hins vegar verður það aldrei tekið af Denzel að hann var fyrsti svarti karlleikarinn í 38 ár til að hljóta Óskarsverðlaun fyrir leik í aðal- hlutverki, árið 2002 þegar hann lék spilltu lögguna Alonzo Harris í Training Day. Sidney Poiter hafði fengið styttuna góðu fyrir leik sinn í kvikmyndinni Lilies of the Field árið 1964. Og slíkur árang- ur er varðveittur í réttindabaráttu svartra. freyrgigja@frettabladid.is NORDIC PHOTOS/GETTY STÓRLEIKARI Denzel Washington er skærasta blökkumannastjarnan í kvikmyndaheiminum. Hann var fyrsti blökkumaðurinn í 38 ár til að hljóta Óskarsverðlaun fyrir leik í aðalhlutverki og hefur um árabil verið í fremstu röð kvikmyndaleikara í Hollywood. > DE NIRO HEIÐRAÐUR Robert De Niro fær hinn virtu Cecil B. DeMille verðlaun þegar Golden Globe verðlaunin verða afhent í jan- úar næstkomandi. De Niro er þá kominn í hóp með þeim Martin Scorsese, Steven Spielberg og Anthony Hopkins en Golden Globe eru verðlaun er- lendra blaðamanna í Hollywood. Kvikmyndin Easy A gæti, miðað við söguþráðinn, heitið Gróa á Leiti enda fjallar myndin um áhrifamátt lyga- og kjaftasagna í unglingasamfélagi. Hin unga Olive Penderghast ákveður að sleppa tjaldferðalagi með bestu vinkonu sinni til að geta verið ein heima og lesið skáldsöguna The Scarlet Letter. Þegar hún er síðan spurð að því hvað hún hafi gert þessa helgi lýgur Olive því að hún hafi átt eldheita nótt með ungum háskólanema. Þessi saga breiðist fljótt út meðal strang- trúaðra skólafélaga Olive, sem kynnist áður óþekktum vinsæld- um. Lygarnar verða sífellt fleiri og flóknari þar til heimur Olive er að hruni komin. Easy A hefur fengið afbragðs- góða dóma, fær meðal annars 7,7 á imdb.com. Hún fær 87 af hundrað á Rotten Tomatoes en afar sjaldgæft er að unglinga- myndir nái slíkum einkunnum. Aðalstjarna myndarinnar er Emma Stone; hana ættu marg- ir að kannast við úr Superbad og Zombieland og þá ættu ein- hverjir að kannast við unglinga- stjörnuna Amöndu Bynes sem lék meðal annars stórt hlutverk í endurgerðinni af Hairspray. Gróa á Leiti á hvíta tjaldinu FÆR GÓÐA DÓMA Emma Stone og kvikmyndin Easy A hafa fengið fína dóma hjá gagnrýnendum, 7,7 hjá imdb. com og 87 á Rotten Tomatoes. Neils Arden Oplev, leikstjóri upprunalegu myndanna um tölvu- þrjótinn Lisbeth Sal- ander sem finna má í bókum Stiegs Lars- son, er ósáttur við að Hollywood skuli vera að endurgera myndirn- ar sínar. Og hann seg- ist vera þrumu lost- inn yfir því að Noomi Rapace, sem lék Salander í sænsku myndunum þremur, skuli ekki hafa fengið hlutverkið í amerísku útgáfunni. „Þetta er hennar hlutverk, hennar arfleifð,“ segir Oplev í samtali við kvikmyndasíðuna wordandfilm.com. Ósáttur Oplev VILDI SJÁ NOOMI Leikstjóri Millennium-þríleiksins vildi sjá Noomi í hlutverki Lisbeth Sal- ander í amerísku endurgerðinni. FRUMSÝND 12. NÓV. VINNINGAR AFHENTIR Í ELKO LINDUM. 149 KR/SKEYTIÐ. MEÐ ÞVÍ AÐ TAKA ÞÁTT ERTU KOMINN Í SMS KLÚBB. SENDU SMS SKEYTIÐ ESL 3DJ Á NÚMERIÐ 1900 OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ BÍÓMIÐA! VILTU VINNA MIÐA? FULLT AF VINNINGUM: MIÐAR FYRIR 2 Á JACKASS 3D TÖLVULEIKIR - DVD MYNDIR - GOS OG FLEIRA! 10. HVERVINNUR! SJÁÐU JACKASS EINS OG ÞÚ HEFUR ALDREI SÉÐ ÁÐUR! FYNDNARI OG FÁRÁNLEGRI EN NOKKURN TÍMANN ÁÐUR, TEKIN Í FLOTTUSTU ÞRÍVÍDDARTÆKNI SEM VÖL ER Á! Denzel hefur ver- ið giftur Paulette Pearson í 27 ár. Saman eiga þau fjögur börn en Denzel er með ba-gráðu í blaðamennsku. 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.