Fréttablaðið - 11.11.2010, Blaðsíða 70
11. nóvember 2010 FIMMTUDAGUR54
sport@frettabladid.is
Enska úrvalsdeildin
West Ham United-West Bromwich Albion 2-2
0-1 Peter Odemwingie, víti (39.), 1-1 Scott Parker
(43.) 2-1 Frédéric Piquionne (50.), 2-2 Pablo
Ibáñez (71.)
Wigan Athletic-Liverpool 1-1
0-1 Fernando Torres (7.), 1-1 Rodallega (52.)
Wolves-Arsenal 0-2
0-1 Marouane Chamakh (1.), 0-2 Marouane
Chamakh (90.+3)
Aston Villa-Blackpool 3-2
1-0 Stewart Downing (28.), 1-1 Marlon Hare
wood (45.), 2-1 Nathan Delfouneso (60.), 2-2 DJ
Campbell (86.), 3-2 James Collins (88.)
Chelsea-Fulham 1-0
1-0 Mickael Essien (30.)
Newcastle United-Blackburn 1-2
0-1 Morten Gamst Pedersen (3.), 1-1 Andrew
Carroll (47.), 1-2 Jason Roberts (82.)
Everton-Bolton 1-1
0-1 Ivan Klasnic (79.), 1-1 Jermaine Beckford
(90.)
Manchester City-Manchester United 0-0
STAÐA EFSTU LIÐA:
Chelsea 12 9 1 2 28-5 28
Man United 12 6 6 0 24-13 24
Arsenal 12 7 2 3 24-11 23
ManCity 12 6 3 3 15-10 21
Newcastle 12 5 2 5 21-16 17
Bolton 12 3 7 2 18-17 16
Tottenham 12 4 4 4 14-15 16
Sunderland 12 3 7 2 12-13 16
Liverpool 12 4 4 4 13-15 16
ÚRSLITIN Í GÆR
BIRGIR LEIFUR HAFÞÓRSSON er í toppbaráttunni á Condado Open mótinu í golfi sem er liður í spænsku
Hi5-mótaröðinni. Birgir Leifur hefur leikið tvo fyrstu hringina á þremur höggum undir pari og er í fimmta sæti, þremur
höggum á eftir efsta manni fyrir lokahringinn. Birgir Leifur lék fyrsta hringinn á pari og var þá í áttunda sæti.
HANDBOLTI Sjötta umferð N1-deild-
ar karla í handbolta hefst í kvöld
með þremur leikjum. Topplið
Akureyrar tekur á móti Selfossi,
Haukar heimsækja HK í Digra-
nes og Fram tekur á móti Aftur-
eldingu. Heimaliðin í kvöld hafa
öll verið á miklu skriði, Akureyri
hefur unnið alla fimm leiki sína,
HK er búið að vinna fjóra leiki í
röð og Fram er búið að vinna Val
og FH með samtals 22 marka mun
í síðustu tveimur leikjum.
HK á markahæsta leikmann
deildarinnar til þessa en Ólafur
Bjarki Ragnarsson hefur átt frá-
bæra endurkomu í HK-búning-
inn og er búinn að skora 43 mörk
í fyrstu fimm leikjunum, 8,6 mörk
að meðaltali í leik. Ólafur hefur
eins marks forskot á Bjarna Fritz-
son hjá Akureyri, sem var marka-
kóngur deildarinnar á síðasta
tímabili. - óój
Markahæstu menn
Ólafur Bjarki Ragnarsson, HK 43
Bjarni Fritzson, Akureyri 42
Ragnar Jóhannsson, Selfossi 41
Ólafur Andrés Guðmundsson, FH 38
Atli Ævar Ingólfsson, HK 37
Einar Rafn Eiðsson, Fram 37
Jóhann Gunnar Einarsson, Fram 37
Bjarki Már Elísson, HK 36
Björgvin Þór Hólmgeirsson, Haukum 36
Bjarni Aron Þórðarson, Aftureldingu 36
Sjötta umferð N1-deildar karla hefst í kvöld:
Ólafur skorar mest
ÓLAFUR BJARKI RAGNARSSONXpedition II - dömu og herra
Verð kr. 29.995
Stærðir: 36 - 47 | Vörunr. 810023/4
Xpedition II - dömu og herra
Verð kr. 27.995
Stærðir: 36 - 47 | Vörunr. 810013/4
Offroad - dömu og herra
Verð kr. 15.995
Stærðir: 35 - 50 | Vörunr. 69533/4
Tilvalin jólagjöf
S M Á R A L I N D K R I N G L A N
S í m i 5 5 3 8 0 5 0 S í m i 5 5 1 8 5 1 9 S í m i 5 6 8 9 2 1 2
FÓTBOLTI Theodór Elmar Bjarna-
son var valinn besti leikmaður
IFK Gautaborgar á tímabilinu af
gestum heimasíðunnar Alltid Blå-
vitt, sem er aðalstuðningsmanna-
síða liðsins.
Theodór Elmar fékk 34 prósent
atkvæða í kjörinu, tveimur pró-
sentum meira en Tobias Hysén
sem var valinn bestur í sömu
kosningu í fyrra. Ragnar Sigurðs-
son fékk átta prósent atkvæða og
varð í fjórða sæti.
Theodór Elmar lék 22 leiki með
IFK á tímabilinu og var með 4
mörk og 4 stoðsendingar í þeim.
Hann er mjög vinsæll hjá stuðn-
ingsmönnum IFK en hann var
kosinn bestur þrátt fyrir að fá
sjaldnast að spila sína uppáhalds-
stöðu á vellinum.
Theodór Elmar var valinn í
landsliðshópinn fyrir leikinn á
móti Portúgal á dögunum en er
ekki í landsliðinu sem mætir
Ísrael í næstu viku. - óój
Theodór Elmar Bjarnason:
Bestur hjá IFK
THEODÓR ELMAR Kom að 8 mörkum IFK
á tímabilinu.
SUND Íslandsmeistaramótið í 25
metra laug hefst í Laugardals-
lauginni í kvöld og að venju er
byrjað á keppni í langsundunum,
800 metra skriðsundi kvenna og
1.500 metra skriðsundi karla.
Búast má við gríðarlega harðri
keppni um Íslandsmeistaratitil-
inn í mörgum greinum þar sem
nokkrir af okkar sterkustu sund-
mönnum eru við nám erlend-
is og því er tækifæri fyrir yngri
sundmenn að stíga fram og gera
atlögu að titlunum.
Mótið er einnig mjög mikil-
vægt fyrir yngri kynslóð sund-
manna því á Íslandsmeistaramót-
inu er gerð atlaga að lágmörkum
fyrir stórmót erlendis eins og
Norðurlandameistaramótið sem
fer fram í Kaupmannahöfn og
Evrópumótið sem fram fer í
Eindhoven í Hollandi. - óój
Íslandsmótið í 25 m laug:
Hefst í kvöld
FÓTBOLTI Chelsea hefur aldrei tapað
tveimur leikjum í röð undir stjórn
Carlo Ancelotti og það var engin
breyting á því í gær. Chelsea er
því aftur komið með fjögurra stiga
forskot á Manchester United.
Mickael Essien kom aftur inn í
lið Chelsea eftir meiðsli og skoraði
eina markið í 1-0 sigri á Fulham á
Brúnni. Markið kom eftir hálftíma
leik þegar hann skallaði inn fyrir-
gjöf Salomon Kalou. Essien mun þó
missa af næsta leik eftir að hann
fékk sitt annað gula spjald og var
rekinn út af í uppbótartíma.
Manchester-slagurinn var langt
frá því að standa undir vænting-
um. City og United gerðu marka-
laust jafntefli í tíðindalitlum leik.
Það var lítið um opin færi í leikn-
um og hvorugt liðið tók mikla
áhættu enda virtust stjórarnir
leggja aðaláhersluna á það að fá
ekki á sig mark. Manchester Unit-
ed vann alla þrjá leiki sína á móti
City á síðasta tímabili en sigur-
göngunni lauk í gær. Liðið er eftir
sem áður eina liðið í ensku úrvals-
deildinni sem hefur ekki tapað leik
en hefur nú gert jafntefli í helm-
ingi leikja sinna á tímabilinu til
þessa.
Arsenal kom til baka eftir sárt
tap á móti Newcastle United um
síðustu helgi. Marouane Chamakh
skoraði bæði mörk Arsenal í 2-0
útisigri á Úlfunum og komu mörk-
in á fyrstu mínútu leiksins og svo
í uppbótartíma. Marouane Cham-
akh var fljótur að koma Arsenal í
1-0 en hann skallaði inn fyrirgjöf
Tomas Rosicky áður en mínúta var
liðin. Chamakh innsiglaði síðan
sigurinn í uppbótartíma. Eftir
þennan sigur er Arsenal í þriðja
sæti deildarinnar fimm stigum á
eftir toppliði Chelsea.
Liverpool náði ekki að fylgja
sigrinum á Chelsea eftir því liðið
náði aðeins að taka með sér eitt stig
frá Wigan eftir 1-1 jafntefli. Liver-
pool var fyrir leikinn búið að vinna
fjóra leiki í röð í öllum keppnum en
er eftir leikinn í 9. sæti.
Fernando Torres kom Liverpool
í 1-0 eftir sjö mínútur eftir að hafa
fengið frábæra sendingu inn fyrir
frá Steven Gerrard og það virt-
ist stefna í einn sigur til viðbótar.
Heimamenn gáfust þó ekki upp
og Hugo Rodallega jafnaði á leik-
inn á 52. mínútu þegar hann nýtti
sér slæm markvarðarmistök Pepe
Reina. Wigan er samt áfram í fall-
sæti þrátt fyrir jafnteflið.
Jermaine Beckford tryggði
Everton 1-1 jafntefli á móti Bolt-
on á 90. mínútu og aðeins sex mín-
útum eftir að Marouane Fella-
ini hafði verið rekinn út af. Ivan
Klasnic kom Bolton í 1-0 á 79.
mínútu en áður hafði Grétar Rafn
Steinsson farið meiddur af velli á
50. mínútu.
Aston Villa komst þrisvar yfir á
móti Blackpool og vann 3-2 sigur.
James Collins skoraði sigurmarkið
tveimur mínútum fyrir leikslok.
Jason Roberts tryggði Black-
burn 2-1 útisigur á Newcastle
þegar hann skoraði sigurmarkið
átta mínútum fyrir leikslok.
ooj@frettabladid.is
Markaleysi í Manchester
Chelsea náði fjögurra stiga forskoti á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í gær-
kvöldi og naut góðs af markalausu jafntefli í Manchester-slagnum. Marouane
Chamakh tryggði Arsenal sigur á Wolves og sigurganga Liverpool endaði.
HART BARIST Þessi mynd er táknræn fyrir leikinn í gærkvöldi því leikmenn liðanna
börðustu fyrir hverjum bolta. MYND/NORDICPHOTOS/GETTY
HANDBOLTI Valur 2 og ÍBV tryggðu
sér sæti í átta liða úrslitum Eim-
skips bikar kvenna í gær.
Dagný Skúladóttir skoraði 9
mörk þegar b-lið Vals vann átta
marka sigur á N1 deildar liði ÍR,
30-22. A-lið Vals sat hjá í sextán
liða úrslitum og það verða því tvö
Valslið í pottinum þegar dregið
verður í átta liða úrslitin.
Hornamennirnir Þórsteina Sig-
urbjörnsdóttir og Guðbjörg Guð-
mannsdóttir skoruðu saman 18
mörk þegar ÍBV vann 36-29 sigur
á Haukum í Eyjum og hefndi
fyrir deildartapið á dögunum.
Þórsteina skoraði 10 mörk
í leiknum en Guðbjörg gerði 8
mörk. Ester Óskarsdóttir lék
einnig vel með Eyjaliðinu og
skoraði 7 mörk. - óój
Eimskipsbikar kvenna:
Valur á tvö lið í
8 liða úrslitum
DAGNÝ SKÚLADÓTTIR FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM