Fréttablaðið - 11.11.2010, Síða 74
11. nóvember 2010 FIMMTUDAGUR58
golfogveidi@frettabladid.is
A
F
B
A
K
K
A
N
U
M Laxveiðikeppni bræðra á DVD
Hrikalega léleg veiði var í Hörðu-
dalsá í sumar. Að því er fram
kemur á vef leigutakans, Stanga-
veiðifélags Reykjavíkur, nam
heildarveiðin í ánni aðeins þrett-
án löxum og sex bleikjum. „Fyrir
rúmum áratug voru að veiðast
yfir 1.000 bleikjur í Hörðudaln-
um,“ segir á svfr.is þar sem einnig
kemur fram að árið í ár hafi verið
lokasumarið af stuttum leigutíma
félagsins í Hörðudal. Líklegast
verði áin hvíld í náinni framtíð.
Veiðin sumarið 2009 var 39 bleikj-
ur og 42 laxar en í söluskrá SVFR
fyrir sumarið 2010 var tekið fram
að vorið 2009 hefði verið sleppt
sex þúsund gönguseiðum „sem
ættu að skila sér í aukinni laxveiði
sumarið 2010“. - gar
Ömurleg ördeyða í Hörðudal:
Þrettán laxar
og sex bleikjur
GÓÐAR TÍMAR Í HÖRÐUDALSÁ Þórður
Ragnarsson með sex fiska úr Hörðu-
dalsá sumarið 2006. Fiskarnir eru jafn
margir bleikjunum sem veiddust þar í
allt sumar.
VEIÐIDEILD, BÍLDSHÖFÐA SÍMI: 585 7239 OPIÐ 7 DAGA VIKUNNAR
Faxi í Tungufljóti í Biskupstungum (einnig
nefndur Vatnsleysufoss) er magnaður veiðistað-
ur. Þarna safnast jafnan mikið af laxi yfir sumar-
ið og getur veiðin verið óheyrileg.
■ Undir Faxa heyra reyndar þrír veiðistaðir,
Fossstrengur, Eyja og Fossbrot, fæstir gera
þó nokkurn greinarmun á þessum stöðum
og skrá afla einfaldlega úr Faxa. Fossstrengur
sést reynar ekki vel á myndinni, sjá má glitta
í stein fyrir ofan hólmann og þar er streng-
urinn að deyja út. Strengurinn er veiddur af
bakkanum og getur gefið ágætlega, sérstak-
lega við steininn.
■ Veiðistaðurinn Eyja er eins og nafnið gefur
til kynna við hólmann fyrir miðri mynd. Milli
hólmans og bakka er tiltölulega lygn straum-
ur og ágætt dýpi, litlar flugur og flotlína gefa
vel þarna – oft gefst best að nota einhend-
una. Eins má oft finna lax við neðri odda
hólmans, ekki er ráðlegt að vaða lengra en svo
að þú náir að kasta að hólmanum. Mörgum yfirsést þessi staður sem krefst tvíhendu með sökktaum og þungum
túbum – sem alla jafna er staðalbúnaður í fljótinu.
■ Fossbrotið er síðan gjöfulasti veiðistaðurinn í Faxa, oft er talað um efri og neðri stein á brotinu. Efri steinn er fast
við land út frá neðri odda hólmans – kastað er í átt að fossinum og látið reka að bakka. Þannig veiðir maður sig
niður að neðri steini, sem er um 20-30 metrum neðar, en við hann má oft finna mikið af laxi – ef ekki er búið að
styggja hann. Af neðri steini er kastað í átt að fossinum og flugan látin reka að landi og veitt þannig niður á brotið
Veiðistaðurinn – Faxi í Tungufljóti
„Um leið og maður fær
líf byrjar það að vera
þrælskemmtilegt,“ segir
Þorsteinn Hafþórsson,
stórveiðimaður og leið-
sögumaður með meiru, um
veiðar í gegnum ís.
Þorsteinn Hafþórsson er ríkjandi
Íslandsmeistari í ísdorgi frá því
hann veiddi 27 fiska á þremur
klukkutímum á Svínavatni í hitt-
eðfyrra.
Þorsteinn býr á Blönduósi og
gjörþekkir vatnasviðið í Húna-
vatnssýslum. Mest segist hann
dorga í Langavatni á Skaga, í
Hnausatjörn í mynni Vatnsdals, í
Svínavatni og nú í seinni tíð einn-
ig í Geitakarlsvötnum á Skaga.
„Ef ég ætla að fá stóra fiska fer
ég á Svínavatnið út frá Auðkúlu
og þar sem er dýpi. Fiskarnir eru
kannski fáir en þeir eru stórir. En
ef maður er bara að leika sér og
vill hafa gaman er Hnausatjörn-
in skemmtilegust því hún býður
upp á langmest af fiski,“ segir
Þorsteinn.
Í dorginu veiðist langmest af
bleikju en urriðinn gefur sig líka.
Þorsteinn kveðst byrja í dorg-
inu eftir áramót þegar ís sé orð-
inn traustur og fiskurinn fari á
hreyfingu. Besti veiðitíminn sé
frá miðjum febrúar og út mars.
Menn þurfi ekki að óttast kulda,
séu þeir vel búnir og vindkæling
og snjófjúk sé ekki að plaga þá.
„Margir sitja og dorga eins og
á bryggju en ég ligg bara á ein-
angrunardýnu og hef það voða-
lega gott og sé allt sem er að ger-
ast ofan í,“ segir Þorsteinn. Hann
beitir rækju á tvíkrækju og hefur
spún um fjörutíu sentímetrum þar
fyrir ofan á færinu.
„Ég nota spúninn til að vekja
athygli. Þegar fiskur kemur hægi
ég á og dreg beituna upp. Stundum
finnst manni rækjan vera miklu
nær en hún er þegar hún fer að
nálgast neðri brúnina. Þá kemur
kannski kjaftur á móti manni eins
og hákarl og maður fær sjokk,“
lýsir Þorsteinn.
Ef Þorsteinn verður ekki var
við fisk í fyrstu holu borar hann
nýja holu fimm metrum þar frá.
„Ef það kemur einn fiskur og ég
sé úr hvaða átt hann kom en fæ
ekki fleiri fiska færi ég mig í átt-
ina sem hann kom úr og bora nýja
holu. Á endanum finn ég pottinn.
Þetta er eins og að finna hylinn
sem geymir fiskana í göngu,“
útskýrir hann.
Dorg í gegnum ís er vannýtt
veiðiaðferð hér að mati Þorsteins.
Þó er eitthvað um skipulagða dorg-
veiði, til dæmis í Vestur-Húna-
vatnssýslu þaðan sem farið er
upp á Arnarvatnsheiði. Þorsteinn
segir að menn ættu endilega að
prófa dorgið, það henti til dæm-
isvel fyrir fjölskyldur. Þá sé það
skemmtilegra og tæknilegra en
menn kannski ímyndi sér. „Maður
er að horfa á fiskinn snúa sér, ráð-
ast að beitunni og taka. Ef þeir
eru margir fer maður að reyna
að forða agninu frá þessum litlu
og láta þann stærsta taka.“
Hefur það notalegt á ísnum
Fyrstu helgina sem rjúpuveiði var
leyfð var áberandi á veiðilendum í
nágrenni Blöndulóns hversu rjúp-
an þar var tvístruð. Reka veiði-
menn þetta beint til jarðaskjálfta-
hrinu sem þá var undir Blöndulóni.
Eftir að skjálftarnir fjöruðu út
hefur rjúpan þó verið að hópa sig
aftur. Gera menn sér vonir um
góða veiði um komandi helgi, enda
viðri vel fyrir þá sem gangi til
rjúpna á þeim slóðum. - gar
Óvenjulegar aðstæður:
Skjálftahrina
tvístrar rjúpum
Veturinn er yfirleitt mikil eyðimerkurganga fyrir stangveiðimenn. Margt
getur þó stytt stundirnar. Meðal þess eru veiðimyndir frá liðnum
sumrum. Á nýjum DVD-veiðidiski reyna tvíburarnr Ásmundur og Gunnar
Helgasynir með sér í keppni á bökkum nokkurra laxveiðiáa. Um er að
ræða sex þætti sem teknir voru upp sumarið 2009 og sýndir á Skjá
einum í vor. - gar
ÞORSTEINN HAFÞÓRSSON Stórveiðimaðurinn Steini Haff veiðir jafnt fugl sem fisk og
lætur ekki dagatalið stöðva sig. Hér er Steini á Hnausatjörn í Vatnsdal í mars 2007.
MYND/ÚR EINKASAFNI
VINIR Á SKAGANUM Þessir kappar voru hér með Bandaríkjaher og féllu fyrir ísdorg-
inu. Þeir eru hér í einu vatnanna norður á Skaga í heimsókn hjá Steina Haff árið
2004. MYND/ÚR EINKASAFNI
RJÚPA Enn eru eftir fjórar helgar af
rjúpnaveiðitímabilinu.
GLÆSILEGUR VEIÐISTAÐUR Þrjá gjöfula veiðistaði er að finna við fossinn.
MYND/LAX-Á
URRIÐAR OG SJÓBIRTINGAR 49 bleikjur og
35 laxar veiddust í Tungufljóti í Skaftárhreppi á nýliðnu
veiðitímabili.
282 LAXAR veiddust í Laugardalsá í Ísafjarðardjúpi í sumar.550
Skotveiðifélag Íslands, sem mótmælt hefur harðlega
fyrirhuguðum takmörkunum á veiðum á hreindýr-
um, gæsum og rjúpum á helstu veiðisvæðum innan
Vatnajökulsþjóðgarðsins, hefur sett á laggirnar land-
réttarnefnd til að leggja fram áætlun um hvernig skuli
bregðast við stöðunni.
Nefnd gegn veiðitakmörkunum