Fréttablaðið - 16.11.2010, Qupperneq 6
6 16. nóvember 2010 ÞRIÐJUDAGUR
FÉLAGSMÁL „Ég er hræddur um að
margir í þessum stóra hópi hafi lítið
síðustu vikuna í hverjum mánuði.
Margir svelta einfaldlega,“ segir
Guðmundur Magnússon, formaður
Öryrkjabandalags Íslands. Úttekt
Þjóðmálastofnunar um hagi og
lífskjör öryrkja sýnir að stór hluti
öryrkja er fastur í fátæktargildru.
Stór hluti öryrkja vill vinna launaða
vinnu en uppbygging bótakerfis-
ins og aðstæður
á vinnumarkaði
koma í veg fyrir
atvinnuþátt-
töku.
Guðmundur
segir að úttekt-
in dragi upp
dökka mynd en
hafa beri hug-
fast að hún var
gerð hrunmán-
uðina frá lokum september 2008
til janúar 2009. „Kjör öryrkja hafa
versnað umtalsvert síðan, eins og
hjá öðrum.“
Samkvæmt lífskjarakönnun Evr-
ópusambandsins árið 2007 bjuggu
um 23 þúsund Íslendingar á vinnu-
aldri við hömlun eða fötlun. Mik-
ill meirihluti öryrkja er 40 ára eða
eldri enda langflestir hlotið örorku
eftir að hafa verið virkir á vinnu-
markaði. Áföll, veikindi eða slys
með tilheyrandi tapi á vinnugetu
eru þannig helstu ástæður þess
að fólk fyllir hóp örorkulífeyris-
þega, segir í skýrslunni en höfund-
ur hennar er Guðrún Hannesdóttir
félagsfræðingur.
Guðmundur bendir á að 80 pró-
sent aðspurðra vilji vera virk á
vinnumarkaði. Hins vegar séu
möguleikar öryrkja takmarkað-
ir. „Það er ekki aðeins vegna fötl-
unar heldur líka aldurs. Svo nefna
langflestir bótakerfið. Þar vita
menn hvað þeir hafa en ekki hvað
þú færð. Með öðrum orðum, menn
hræðast að tapa réttindum.“
Könnunin leiðir í ljós að heildar-
mánaðartekjur öryrkja að meðaltali
eru 175 þúsund krónur, en 40 pró-
sent sögðust hafa átt í erfiðleikum
með að greiða hefðbundin útgjöld á
síðustu tólf mánuðum.
Það er sláandi í könnuninni
hversu hátt hlutfall öryrkja upplif-
ir félagslega einangrun og fordóma
í samfélaginu. Yfir 70 prósent upp-
lifa einangrun en 45 prósentum
svarenda finnst þeir finna fyrir
fordómum vegna örorku eða fötl-
unar sinnar. Fordómar koma ekki
endilega utan frá heldur ekki síður
frá fjölskyldu og vinum. Þeir sem
eru á aldrinum 30 til 39 ára finna
helst fyrir fordómum eða 59 pró-
sent þeirra. Lægsta hlutfall er hjá
þeim sem eru sextugir eða eldri,
fjórðungur þeirra segist finna fyrir
fordómum. svavar@frettabladid.is
Fátækt og fordómar
einkenna líf öryrkja
Yfir 80 prósent öryrkja vilja vera virk á vinnumarkaði en bótakerfið og viðhorf
atvinnurekenda stendur í veginum. Öryrki fær að meðaltali 175 þúsund krónur
í mánaðarlaun. Fordómar og félagsleg einangrun er upplifun flestra öryrkja.
EINN AF 23 ÞÚSUND Yfir 70 prósent öryrkja upplifa félagslega einangrun en 45 pró-
sentum finnst þeir verða fyrir fordómum vegna örorku sinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
GUÐMUNDUR
MAGNÚSSON
„Til fatlaðs fólks teljast þeir sem
eru líkamlega, andlega eða vits-
munalega skertir eða sem hafa
skerta skynjun til frambúðar sem
kann, þegar víxlverkun verður milli
þessara þátta og tálma af ýmsu
tagi, að koma í veg fyrir fulla og
virka þátttöku þeirra í samfélaginu
á jafnréttisgrundvelli.“
Samningur Sameinuðu þjóð-
anna um réttindi fatlaðra sam-
þykktur 13. desember 2006.
Skilgreining
LÖGREGLUMÁL Steingrímur Þór
Ólafsson, grunaður höfuðpaur í
stóru skattsvikamáli, er kominn til
landsins og hefur verið úrskurðaður
í gæsluvarðhald til 27. nóvember.
Steingrímur var handtekinn á
flugvelli á eyjunni Margarita í
Venesúela í síðasta mánuði. Hann
var þá á leið til Spánar. Í síðustu
viku féllust þarlend yfirvöld á fram-
sal hans til Íslands. Venesúelskur
lögreglumaður flaug með hann til
landsins í gegnum París og afhenti
íslenskum lögreglumönnum á föstu-
dag.
Steingrímur er talinn vera mað-
urinn á bak við 270 milljóna króna
svik út úr virðisaukaskattkerfinu.
Fjöldi manna hefur sætt gæsluvarð-
haldi vegna málsins, þeirra á meðal
fyrrverandi starfsmaður Ríkis-
skattstjóra.
Í húsleit vegna málsins lagði lög-
regla hald á rúmlega ellefu kíló af
hassi sem grunur leikur á að hafi
verið í eigu Steingríms. Lögregla
hefur meðal annars rannsakað
hvort ágóðinn af svikunum hafi
runnið til fíkniefnakaupa.
Talið er að brot fólksins hafi stað-
ið í vel á annað ár. - sh
Venesúelskur lögreglumaður fylgdi meintum höfuðpaur skattsvikamáli til Íslands:
Kominn heim og farinn í varðhald
STEINGRÍMUR Í VENESÚELA Lögregla stillti sér upp með Steingrími eftir handtökuna
ytra.
VERSLUNARTÆKNI
Mikið úrval af frábærum tilboðum - líttu við
VIÐSKIPTI Fjármálaeftirlitið
(FME) hefur alls kært 43 mál til
sérstaks saksóknara frá stofnun
síðarnefnda embættisins. Þar af
hafa sextán mál verið kærð und-
anfarið ár. Þetta er meðal þess
sem fram kom á ársfundi FME
í gær.
Í máli Lilju Ólafsdóttur, stjórn-
arformanns FME, kom fram að
þegar hefði verið brugðist við
athugasemdum sem fram komu
í skýrslu rannsóknarnefndar
Alþingis í garð FME. Hún sagði
að ímyndunarafl og kunnátta
fjármálamanna fyrir hrun hefði
verið meira en svo að svifasein
ríkisstofnun réði við það. Þeir
hefðu verið eins og ungling-
ar sem prófuðu allt sem þeir
gátu en skildu ekki samfélags-
lega ábyrgð sína. Snar þáttur í
að bæta ástandið væri að fræða
fjármálafólk um hætturnar sem
stafað geti af gjörðum þess.
Gunnar Þ. Andersen, forstjóri
FME, sagði morgunljóst að frek-
ari hagræðingu þyrfti í fjármála-
kerfinu til að fyrirtækin skiluðu
nægum arði.
Árni Páll Árnason, efnahags-
og viðskiptaráðherra, lagði í
ræðu sinni áherslu á lagahyggj-
una sem ríkti fyrir hrun. Banka-
menn hafi verið sérfræðingar í
að fara í kringum lögin en FME
hafi einblínt á lagabókstafinn og
ekki séð hvað var að. FME hafi
verið hluti af vandamálinu og
þurfi nú að vera hluti af lausn-
inni.
„Við skulum ekki halda að við
getum tamið ljónið – við þurf-
um að læra að lifa með því og
vera ávallt meðvituð um hversu
hættulegt það er. Og við þurfum
að vernda almenning,“ sagði Árni
Páll. - sh
Forsvarsmenn Fjármálaeftirlitsins segja stofnunina hafa brugðist við gagnrýni í rannsóknarskýrslunni:
FME verði hluti af lausninni en ekki vandanum
STJÓRNARFORMAÐURINN Lilja Ólafs-
dóttir sagði að þegar hefði verið brugð-
ist við gagnrýni. FRÉTTABLAÐIÐ / PJETUR
Ertu búin(n) að setja vetrar-
dekk undir bílinn?
Já 69,4%
Nei 30,6%
SPURNING DAGSINS Í DAG:
Ætlarðu að fara í leikhús í
vetur?
Segðu skoðun þína á visir.is
KJÖRKASSINN