Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.11.2010, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 16.11.2010, Qupperneq 10
 16. nóvember 2010 ÞRIÐJUDAGUR STJÓRNMÁL Hlutafé smálánafyrir- tækja þarf að lágmarki að vera ein milljón evra, sem svarar til rúmlega 153 milljóna króna á gengi dagsins, samkvæmt frum- varpsdrögum efnahags- og við- skiptaráðherra um lög um smá- lánafyrirtæki. Er leitast við að setja lagaum- gjörð um starfsemi smálánafyr- irtækja sem er sambærileg þeirri sem gildir um fjármálafyrirtæki, að því er segir í tilkynningu frá efnahags- og viðskiptaráðuneyt- inu. Auk ákvæðis um hlutafé má nefna að í frumvarpsdrögunum er gert ráð fyrir þröngum skil- yrðum um lánveitingar. Ólögráða mega ekki fá lán né heldur fólk sem hefur tekjur undir atvinnu- leysisbótum. Þá mega þeir sem samið hafa um sértæka skulda- aðlögun eða greiðsluaðlögun ekki taka smálán. Enn fremur má aðeins afgreiða smálán á milli níu og fimm á virkum dögum. „Við höfum kallað eftir umgjörð um starfsemina og fögnum því að málið sé loksins komið í ferli,“ segir Leifur Haraldsson, fram- kvæmdastjóri Kredia. Kollegi hans hjá Hraðpening- um, Skorri Rafn Rafnsson, tekur í sama streng. Báðir upplýstu að ár væri liðið frá því að þeir áttu fundi með embættismönnum um málið en hvorugur vildi tjá sig um einstök ákvæði frumvarps- draganna. Ráðuneytið kallar eftir athuga- semdum og ætla Leifur og Skorri Rafn að koma sjónarmiðum sínum á framfæri við ráðuneytið. bjorn@frettabladid.is Milljón evrur í hlutafé til að veita smálán Smálánafyrirtækjum eru settar þröngar skorður í frumvarpsdrögum. Smálánafyrirtæki fagna því að málið sé komið í ferli en ætla að gera athugasemdir. Með starfsemi smálánafyrirtækja er átt við starfsemi sem felst í að veita allt að milljón króna lán. ■ Fjármálaeftirlitið veitir smálánafyrirtæki starfsleyfi. ■ Hlutafé smálánafyrirtækis skal að lágmarki nema einni milljón evra. ■ Stofnendur, stjórnarmenn og starfsmenn smálánafyrirtækja undirgangast sömu hæfisskilyrði og gilda um fjármálafyrirtæki. ■ Smálánafyrirtæki skal tilgreina á vefsíðu nöfn og hlutfallslegt eignarhald allra sem eiga fimm prósent eða stærri hlut í fyrirtækinu. ■ Smálánafyrirtæki á að meta greiðslugetu viðskiptavina. Ekki er heimilt að veita lán til fólks sem ólögráða, er ekki fjár síns ráðandi, hefur meðal- atvinnutekjur síðastliðna tólf mánuði undir lægstu atvinnuleysisbótum, hefur gengið frá samningi um sértæka skuldaaðlögun á síðustu tólf mánuðum, hefur hafið greiðsluaðlögunarumleitan eða lokið samningi um greiðsluaðlögun. ■ Óheimilt er að greiða út lán til viðskiptamanns fyrr en 48 klukkustundir eru liðnar frá samþykkt lánsumsóknar. ■ Móttaka og afgreiðsla umsókna um smálán er heimil frá níu til fimm hvern virkan dag. ■ Lög um vexti og verðtryggingu gilda um vaxtakjör smálána. ■ Smálánafyrirtæki er skylt að hafa í gildi ábyrgðartyggingu vegna fjárhags- tjóns sem leitt getur af gáleysi. ■ Smálánafyrirtæki skulu greiða 600 þúsund króna fastagjald vegna kostn- aðar við eftirlit. ■ Smálánafyrirtæki skulu greiða 166 þúsund krónur fyrir leyfisbréf. Helstu ákvæði frumvarpsdraganna – Lifið heil Danatekt www.lyfja.is DANATEKT línan er krem, húðmjólk og hársápa fyrir alla fjölskylduna. Kremin næra þurra og viðkvæma húð og hlífa henni. Hársápan er svo mild að hana má nota á allan líkamann. Svansmerkið tryggir heilnæmi og gæði. Án parabena ilm- og litarefna Nánari upplýsingar á www.portfarma.is Nýtt í Lyfju www.lyfja.is ÍS L E N S K A /S IA .I S /L Y F 5 19 70 1 0/ 10 Húsnæði Heilsugæslunnar í Glæsibæ til sölu Fyrirtækjaráðgjöf Arion banka hefur til sölumeðferðar allt hlutafé Þrengsla ehf. Þrengsli Þrengsli ehf. er eignarhaldsfélag sem á fasteign nr. 226-2368 að Álfheimum 74, 3. hæð, 104 Reykjavík. Um er að ræða tæplega 1.000 m2 að sameign meðtalinni. Fasteignin er í lang- tíma útleigu og hýsir starfsemi Heilsugæslunnar í Glæsibæ sem er hverfisstöð íbúa Voga og Heimahverfis. Söluferlið Boðið er til sölu allt hlutafé Þrengsla ehf. og er gert ráð fyrir að það verði selt í einu lagi. Söluferlið er opið öllum áhugasömum fjárfestum. Fjárfestar sem óska eftir að taka þátt í söluferlinu skulu leggja fram trúnaðaryfirlýsingu sem skilast til Fyrirtækjaráðgjafar Arion banka á þar til gerðu formi. Í kjölfarið verða sölugögn afhent fjárfestum. Fyrirtækjaráðgjöf Arion banka mun taka við skuldbindandi tilboðum í hlutafé Þrengsla ehf. til kl. 16.00 fimmtudaginn 2. desember næstkomandi. Seljandi áskilur sér rétt til að i) gera breytingar á skilmálum og/eða viðmiðum söluferlisins og/eða ii) ganga til samninga við hvaða tilboðsgjafa sem hann kýs eða hafna öllum. Frekari upplýsingar Upplýsingar um söluferlið má nálgast hjá Fyrirtækjaráðgjöf Arion banka í síma 444-6805 eða með því að senda tölvupóst á fyrirtaekjaradgjof.threngsli2010@arionbanki.is. GOÐSAGNIR UM SPARPERUR „... eru of lengi að ná fullu birtustigi“ Þessi staðhæfing á ekki við um OSRAM perur. OSRAM DULUX® perur sem merktar eru með einkaleyfisverndaðri QUICK START tækni, verða bjartar allt að tvöfalt hraðar en venjulegar sparperur.1 Endursöluaðilar um land allt osram.is Jóh an n Ó laf sso n & C o Auglýsingasími UTANRÍKISMÁL Aðeins þrjú skjöl finnast í forsætisráðu- neytinu sem tengjast ákvörðun forsætisráðherra og utanríkisráðherra um stuðning Íslands við innrás Bandaríkjanna í Írak í mars 2003. Skjölin verða ekki afhent fjölmiðlum. Samkvæmt upplýsingum frá forsæt- isráðuneytinu er um að ræða eina fund- argerð ríkisstjórnarfundar og tvö vinnuskjöl, sem eru undanþegin upplýsingalögum. Þessi skortur á skriflegum gögnum um aðdragandann og um ákvörðunina, er í takti við gagn- rýni rannsóknarnefndar Alþingis á íslenska stjórnsýslu, segir Ómar Hlynur Kristmundsson, prófessor í opinberri stjórnsýslu við Háskóla Íslands. Í svari for- sætisráðuneytisins við fyrirspurn Fréttablaðsins kemur fram að skjölin þrjú verði afhent utanrík- ismálanefnd Alþingis. Utanríkisráðu- neytið birti fyrir helgi lista með skjölum sem tengjast ákvörðuninni. Aðeins lítill hluti gagnanna tengdist málinu beint, stór hluti var til dæmis úrklippur úr erlendum dagblöðum. - bj Skortur á gögnum um Íraksmálið sagður í takti við gagnrýni rannsóknarnefndar: Þrjú skjöl í forsætisráðuneyti ÁKVÖRÐUN Davíð Oddsson og Hall- dór Ásgrímsson ákváðu í mars 2003 að Ísland færi á lista yfir viljugar þjóð- ir sem studdu hernað Bandaríkjanna í Írak. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA BÚRMA, AP Aung San Suu Kyi, leiðtogi Lýðræðis- flokksins í Búrma, tók til óspilltra málanna í gær við að undirbúa endurkomu sína í stjórnmál landsins. Hún byrjaði á að ræða við lögfræðinga um leiðir til þess að fá stjórnmála- flokk sinn skráðan á ný. Í viðtali við BBC sagðist hún enn vilja lýðræðisbyltingu í Búrma, en tók fram að sú bylt- ing yrði að vera friðsam- leg. Hún sagðist ekki vera hrædd þótt hún gerði sér fulla grein fyrir að her- foringjastjórnin gæti sett hana í fangelsi aftur. Suu Kyi var látin laus úr stofufangelsi á laugardag, en hún hefur verið fangi herforingjastjórnarinnar í landinu í samtals fimmt- án af síðustu tuttugu árum. - gb Suu Kyi undirbýr endurkomu í stjórnmálin í Búrma: Óttast ekki herforingjana AUNG SAN SUU KYI

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.