Fréttablaðið - 16.11.2010, Síða 14

Fréttablaðið - 16.11.2010, Síða 14
14 16. nóvember 2010 ÞRIÐJUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 HALLDÓR Í Borgarfirði hefur þáttur menntamanna og menntastofnana verið athyglisverður og áberandi í gegnum tíðina. Verk Snorra Sturlusonar eru gjarnan tíunduð í þessu samhengi. Þá var athyglisvert skólastarf á Hvítárbakka á 19. öld. Upp úr miðri 20. öld störfuðu fimm skólar á framhaldsskóla- stigi: Samvinnuskólinn á Bifröst, Iðnskólinn í Borgarnesi, Reykholtsskóli, Húsmæðra- skólinn á Varmalandi og Bændaskólinn á Hvanneyri. Þessir skólar áttu allir sín blómaskeið en þurftu seinna að berjast fyrir tilveru sinni. Allt of oft hefur verið vegið að þessu merka starfi. Jafnvel þó að eftir því hafi verið tekið að starfsemi þeirra, t.a.m. iðnskóla, hafi ýtt undir fjölg- un iðnfyrirtækja í sínum heimabæjum á þeim tíma. Samkvæmt nýlegri spurningakönnun (haust 2010) hefur vægi háskólamenntaðra einstaklinga aukist alls staðar á Vesturlandi frá árinu 2007 og er nú yfir landsmeðaltali á Akranesi, Hvalfirði og í Borgarfirði. Það er ekki sjálfgefið að það hlutfall sé svo hátt. Þetta er jarðvegur sem þarf að rækta. Nútíma samfélagi verður ekki haldið úti á Íslandi ef við flytjum ekki inn vörur og þjónustu. Útflutningur er eina leiðin til að svo megi verða. Ferðaþjónusta, orkufrek- ur iðnaður og sjávarútvegur eru stunduð dreift í kringum landið. Þessar greinar afla miklu meira en helmings allra útflutnings- tekna þjóðarinnar þó vaxtasprotar séu í fleiri greinum. Þá byggir afkoma þjónustu- greina á afkomu útflutningsgreina og ann- arra frumvinnslugreina. Landbúnaður er dæmi um frumvinnslugrein sem er í sára litlum útflutningi. Þjónustugreinar eru nauðsynlegar öllum atvinnugreinum. Þær eru eins og olía á gangverkið. Höfuðborgarsvæðið er móðir allrar þjón- ustu. Það er eðli og hlutverk borga, eink- um höfuðborga. Þess vegna þrífast lands- byggðin og höfuðborgin hver á annarri þó svo annað mætti stundum halda af þjóðfé- lagsumræðunni. Landsbyggðin er í þessum skilningi bakhjarl höfuðborgarsvæðisins og höfuðborgarsvæðið útherji landsbyggð- arinnar. Það er ekki lífvænlegt ef menn grafa undan bakhjörlum sínum. Þess vegna verða stjórnvöld að fara mjög varlega í aðgerð- ir sem höggva nærri undirstöðum lands- byggðarinnar. Sjúkrahús, skólar og sam- göngur eru dæmi um undirstöðuþætti í dreifðum byggðum. Því er mikilvægt að draga úr fjarlægð háskóla og atvinnulífs á landsbyggðinni í stað þess að auka hana. Eigi skal höggva Háskólar Vífill Karlsson hagfræðingur Að kyssa á vönd kvalarans Forsvarsmenn smálánafyrirtækja eru kokhraustir þrátt fyrir nýtt frumvarp efnahags- og viðskiptaráðherra sem, verði það að lögum, setur þeim afskaplega þröngar skorður. Þau þurfa að hafa eina milljón evra í hlutafé, sem er dágóð summa, mega ekki afgreiða kúnna um kvöld eða nætur og yfirhöfuð ekki fólk sem á við langvarandi fjárhagserfiðleika að stríða. Einhverjir kynnu að halda að með þessu muni Árni Páll Árnason, yfirlýstur andstæðingur smálána- starfsemi, kippa rekstrargrund- vellinum undan fyrirtækjunum. En ekki smálánendurnir. Þeir fagna framtakinu. 48 tíma skyndilausn Fyrirtækin hafa auglýst sig þannig að smálánin séu tilvalin þegar menn þurfa aukapening strax – til dæmis þegar ekki fæst heimild á greiðslu- kort í matvörubúðinni. Í frumvarpinu er hins vegar gert ráð fyrir að biðtími eftir láni verði 48 klukku- stundir. Það nenna tæpast margir að hinkra við búðarborð- ið eftir því. Líklega þarf smálánafyrirtækið Hraðpeningar að fara að huga að nýju nafni. Þrjár hægri hendur Guðbjartur Hannesson velferð- arráðherra hefur nú þrjár hægri hendur. Anna Sigrún Baldursdóttir, fyrrverandi aðstoðarmaður Árna Páls Árnasonar, var ráðin sem hans hægri hönd þegar hann tók við ráðherra- embættum í september. Hún aðstoðar hann í heilbrigðis- ráðuneytinu. Ingvar Sverrisson, fyrrverandi aðstoðarmaður Kristjáns L. Möller, hefur verið ráðinn sem hans önnur hægri hönd í félags- málaráðuneytið. Þriðja hægri höndin er svo áföst. stigur@frettabladid.is Fundur um náttúruvernd og ferðaþjónustu Umhverfisráðuneytið og iðnaðarráðuneytið efna til fundar um náttúru- vernd og ferðaþjónustu á Grand Hótel, fimmtudaginn 18. nóvember kl. 8:30-10:00. Á fundinum verður fjallað um nýlega úttekt Umhverfisstofn- unar á álagi á friðlýstum svæðum vegna ferðamanna, úrræði til umbóta, fjármögnun þeirra og leiðir til að tryggja að ferðaþjónusta og náttúru- vernd fari saman. Dagskrá: - Ávarp Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra. - Ástand og umbætur á friðlýstum svæðum. Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar. - Ferðamannastaðir á Íslandi – uppbygging til framtíðar. Elías Gíslason, forstöðumaður ferðamálasviðs Ferðamálastofu. - Uppbygging ferðamannastaða. Fjármögnun, ábyrgð, sjálfbærni. Einar Torfi Finnsson, framleiðslustjóri hjá Íslenskum Fjallaleiðsögumönnum, handhafa umhverfisverðlauna Ferðamálastofu. - Rekstur og umsjá þjóðgarða og friðlýstra svæða. Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum. - Ávarp Katrínar Júlíusdóttur iðnaðarráðherra. D agur íslenskrar tungu er í dag haldinn hátíðlegur í fimmtánda sinn en fæðingardagur Jónasar Hall- grímssonar hefur verið helgaður íslenskri tungu frá árinu 1996. Vel hefur tekist til að gera þennan dag að hátíðisdegi. Það er ekki síst í skólum og leikskólum þar sem nemendur og kennarar gera sér dagamun með hátíðarhöldum sem eru í senn skemmtileg og til þess fallin að örva eftirtekt og tilfinningu fyrir móðurmálinu. Íslensk málnefnd hefur sent frá sér árlega ályktun sína um stöðu íslenskrar tungu. Að þessu sinni beinist ályktunin að málnotkun í íslensku háskólasamfélagi. Hvatt er til þess að íslenskan eflist þar og dafni en verði ekki hornreka eins og teikn séu um að hún verði. Íslensk málnefnd leggur til að íslenskan verði opinbert mál háskóla á Íslandi og að megin- reglan verði sú að íslenska sé vinnumál jafnt í kennslu sem rannsóknum og stjórnsýslu háskól- anna. Þá er lagt til að kennsla í grunnnámi verði að öllu jöfnu á íslensku. Áhyggjur málnefndar af stöðu íslenskunnar í háskólum eru ekki úr lausu lofti gripnar. Rannsóknir sýna að um níutíu prósent náms- efnis á háskólastigi hér á landi sé á ensku. Enn meira áhyggjuefni er þó hversu mjög hefur færst í vöxt að kennsla og verkefnavinna fari fram á ensku. Þetta á ekki bara við um framhaldsnám heldur einnig grunnnám í háskólum. Þannig voru rúmlega 11 af hundraði námskeiða í Háskóla Íslands á síðasta skólaári kennd á ensku, alls 250 námskeið. Af þeim var nærri helmingur í grunnnámi. Í grunnnámi í háskóla feta nemendur fyrstu skrefin í fagi sínu. Þar tileinka þeir sér hugtök og fræðilegan orðaforða. Þeir sem á annað borð fara til starfa í grein sinni munu nota þennan orðaforða í starfi og mun meiri líkur eru á því en minni að starfsvettvangur- inn verði einmitt á Íslandi, í íslensku málumhverfi. Ef ekki þá er alkunna að besta stoðin undir nám í færni í erlendu tungumáli er einmitt traust og haldgóð þekking á móðurmálinu. Það er því allt að vinna að í grunnnámi í háskóla byggist upp haldgóður orðaforði í fræðigrein á móðurmálinu, auk þess sem þjálfun í rökræðum um greinina á móðurmáli er sjálfsagður liður í náminu. Það hefur lengi verið viðtekin hugmynd í íslensku samfélagi að Íslendingar væru svo góðir í ensku. Hvort sem sú hugmynd er delluhugmynd eða ekki þá er ljóst að móðurmálið er það tungumál sem hverjum er tamast. Á því getur hver maður tjáð það sem hann vill tjá. Á erlendu tungumáli setur kunnáttan í málinu hins vegar rammann um tjáninguna í stað hugsunarinnar. Þannig halda ekki þau rök fyrir enskuvæðingu háskólasamfélagsins að mikilvægt sé háskólanemum að byggja upp orðaforða í fræðigrein sinni í grunnnáminu. Það má ekki gerast að íslenskan missi umdæmi í íslensku háskólasamfélagi. Hér verður að snúa vörn í sókn. Dagur íslenskrar tungu: Háskólar efli íslenska tungu SKOÐUN Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.