Fréttablaðið - 16.11.2010, Síða 16

Fréttablaðið - 16.11.2010, Síða 16
 16. nóvember 2010 ÞRIÐJUDAGUR Niðurskurðarhugmyndir ríkis-stjórnar VG og Samfylkingar á sjúkrasviðum heilbrigðisstofn- ana á landsbyggðinni hafa magnað upp mikla reiði íbúa á landsbyggð- inni. Þrátt fyrir að þensla síðasta áratugar hafi farið meira og minna framhjá flestum svæðum lands- ins (kannski sem betur fer) þá sitja allir landsmenn uppi með kreppuna og afleiðingar hennar. Íbúar lands- byggðarinnar eru eins og aðrir til- búnir til að bera sameiginlegar byrðar af samdrætti, skattahækk- unum, launaskerðingum og niður- skurði í opinberum rekstri. En íbúar landsbyggðar sætta sig ekki við að fórnað sé grunnþjónustu við íbúa á heilbrigðissviði. Þar er höggvið of nærri öryggi fjölskyldunnar, barna og aldraðra. Það gilda heldur ekki jafnræðissjónarmið í niðurskurð- artillögum fjármála- og heilbrigðis- ráðherra. Misrétti þegnanna blasir við hvort sem talað er um fjarlægð- ir, samgöngur eða kostnað. Gríðarleg mótmæli Um allt land hefur fólk mótmælt. Haldnir hafa verið afar velsóttir íbúafundir, undirskriftalistar hafa gengið manna á milli í einstökum héruðum sem margir hafa skrifað undir til að mótmæla aðförinni að heilbrigðisstofnun heimahéraðs. Á Suðurlandi skrifuðu þannig allt að tíu þúsund manns af 19 þúsund kosningabærra manna á svæðinu og mótmæltu þannig fyrirhuguðum niðurskurði. Á fimmtudaginn komu hundruð manna frá Suðurlandi og víðar af landinu saman á Austur- velli til svokallaðrar meðmælastöðu til að sýna hug sinn í verki. Annars vegar til að fylgja eftir afhendingu undirskriftalista tugþúsunda íbúa af öllu landinu og hinsvegar til að sýna samstöðu með því frábæra heilbrigðiskerfi sem við eigum og viljum eiga áfram. Skilaboðin eru skýr – íbúar landsbyggðarinnar vilja að allir landsmenn njóti grunn- heilbrigðisþjónustu óháð efnahag eða búsetu. Undir þetta hafa lang- flestir þingmenn tekið. Þingmenn úr öllum flokkum og jafnvel ráð- herrar. Ákall íbúa – aflýsið hættuástandi Viðbrögð fjármálaráðherra og að hluta til heilbrigðisráðherra hafa hinsvegar valdið vonbrigðum. Þeir hafa hingað til komið sér hjá því að svara ákalli íbúa landsbyggðar. Svör þeirra eru óskýr, í besta falli verið loðmulla um að málin verði skoðuð að nýju en óvissu íbúa og starfsfólks hefur ekki verið eytt. Krafan er einföld, lýsið því yfir að stefnan um að leggja af sjúkra- hús landsbyggðar hafi verið röng og frá henni hafi verið fallið. Í kjöl- farið er sjálfsagt að setja á fót sam- ráðshóp til að fara yfir með hvaða hætti við náum enn betri árangri í heilbrigðisþjónustunni á sem hag- kvæmastan hátt. Að því borði þarf að kalla fagfólk heilbrigðisþjónust- unnar hvarvetna af landinu sem og fulltrúa íbúa. Grunnþarfir íbúa á hverju svæði þarf að skilgreina og kostnað þjónustunnar á hverj- um stað áður en til sértæks niður- skurðar kemur. Hvernig er þetta hægt Til að skapa fjárhagslegt svigrúm fyrir þessari skynsömu leið í stað leiðar ríkisstjórnar VG og Samfylk- ingar þarf að gera þrennt. Í fyrsta lagi virðist þurfa (þar sem AGS ræður för ríkisstjórnar) að semja við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um vægari niðurskurð við endurskoð- un efnahagsáætlunarinnar. Í öðru lagi ættum við að skattleggja strax séreignasparnaðinn og nota hluta hans til að fara skynsamlegri leið í niðurskurði útgjalda til heilbrigð- ismála. Í þriðja lagi þurfum við að spýta vel í lófana í atvinnumálum. Þar eru næg tækifæri sem munu á undraskjótum tíma auka hagvöxt og skila þannig fleiri krónum í ríkis- kassann. Það er leið skynseminnar – án öfga vinstri eða hægri. Hverju svara ráðherrarnir? Heilbrigðismál Sigurður Ingi Jóhannsson alþingismaður íbúar landsbyggðar sætta sig ekki við að fórnað sé grunnþjónustu við íbúa á heil- brigðissviði Þjóðkirkjan er ríkisstofnun í alvarlegri tilvistarkreppu og sjálfsafneitun. Þúsundir Íslend- inga hafa orðið fráhverfir öllum trúmálum og skrá sig utan trúfé- laga. Um 60.000 Íslendinga hafa nú kosið að standa utan þjóð- kirkju en eru samt sem áður látnir greiða til hennar með sínum skött- um. Á hverju ári greiðir íslenska ríkið heilu milljarðana til stofn- unarinnar en hún vill ekki fyrir nokkra muni viðurkenna tengsl sín við ríkið og í því felst hennar tilvistarkreppa. Kaþólskari en páfinn Það sem gerir þjóðkirkjustofn- unina svo sérsaka er að starfs- menn hennar telja sig hina einu og sér-útvöldu erfingja Krists og alls kirkjusögulegs arfs allra ann- arra landsmanna í þúsund ár. Slík kröfugerð er ekki beint hógvær. Né heldur kristileg, siðleg eða lút- ersk. En þjóðkirkjustofnunin setur ekki slíka smámuni fyrir sig. Né heldur það að milljarðaarfurinn myndaðist í tíð annars trúfélags. Kirkjujarðirnar þ.e.a.s. arfurinn myndaðist í tíð kaþólskrar kirkju þegar trúarnauðung ríkti á land- inu og því er arfurinn í raun allra landsmanna jafnt þeirra sem í dag standa utan trúfélaga sem innan. Í dag gerir kaþólska kirkjan ekki tilkall til arfsins og því er þjóð- kirkjustofnunin hér orðin kaþólsk- ari en páfinn í sínum kirkjuskiln- ingi. Það sem máli skiptir fyrir biskupsstofu var að stofnunin náði milljarða samningi við ríkið um þessi mál, fyrir um 13 árum þegar allt átti að einkavæða. Samningurinn var mörg ár í undirbúningi milli ráðuneytisins og biskupsstofu. Þar var hvíslast á til að íslenskur almenning- ur flækti ekki málið og látið var sem önnur kristin trúfélög sem nú telja tugi þúsunda meðlima, væru ekki til. Samningurinn er í anda miðalda þar sem trúfrelsi þekkt- ist ekki. Hann er byggður á kaþ- ólskum kirkjuskilningi þar sem „kirkjan“ er skilgreind sem stofn- un og „arfur kristninnar“ er skil- greindur sem eign stofnunarinn- ar. Þjóðkirkjustofnunin lúterska virðist hafa tileinkað sér alla þá drottnunarhyggju og stofnunar- væðingu miðaldakirkjunnar sem hún var upphaflega kölluð til að mótmæla og siðbæta. Stofnunarhagsmunir Tilgangur samningsins var ekki sá að viðhalda kristnum sið eða trú- arlífi. Tilgangurinn var tryggja ákveðinni embættismannastofnun og starfsmönnum hennar áfram- haldandi forréttindi um ókomin ár. Viðhald ríkisstofnana og for- réttinda embættismanna er eitt en kristni og hin almenna kirkja er allt annað og þetta tvennt hefur aldrei farið saman í sögu kristn- innar. Nú þegar þjóðkirkjustofnunin er sjálf búin að koma sér í öngstræti þá kemur rétta stofnunareðlið fram. Hvort sem það eru kynferð- isafbrotin, þöggunin, yfirhylming- ar eða forréttinda aðgengi stofnun- arinnar að íslenskum uppeldis- og menntastofnunum, allt hefur það með stofnunar- og sérhagsmuna- vörslu að gera. Þjóðkirkjustofnun- in gerir ekki greinarmun á sjálfri sér og sjálfum Jesú Kristi frek- ar en kaþólska miðaldastofnunin gerði. Það er dapurlegt að horfa upp á það þessa dagana hvern- ig gengið er freklega á trúverð- ugleika Krists og kristni í þeim eina tilgangi að verja löngu úrelta stofnunarumgjörð og embættis- hagsmuni. Hæðst að trúfélagafrelsi Starfsmenn stofnunarinnar segja að fyllilega sé nú greint á milli ríkis og kirkju! Jú – hér hefur milljarðafé verið fært á milli stofnana, frá ráðuneyti upp á Bisk- upsstofu, skilgreiningum hagrætt og auglýsingaskiltum breytt eins og hjá bönkunum. En sá veruleiki sem blasir við er nákvæmlega sá sami og áður. Sérhvert ár fær eitt „sértrúarfélag ríkisins“ heilu milljarðana af almannafé, sturt- að í sína sjóði. Mismununin sem í þessu felst setur allt tal um trúfé- lagafrelsi á svið fáránleikans. Eflaust er það innan við 1% þess fjölda sem tilheyrir þjóðkirkjunni, að nafninu til, sem hefur meðvitað skráð sig þar inn. Flest allir hafa verið settir inn í þjóðkirkjuna án vitundar eða samþykkis. Almennt er það skírn eða persónuleg trúar- afstaða sem gerir menn að með- limum trúarsamfélaga en það á ekki við um þjóðkirkjuna. Kannanir hafa sýnt að einungis lítill hluti fólks taki undir trúar- legar kenningar stofnunarinnar. Undanfarin ár hefur miðstýring aukist til muna. Ákvörðunartaka og vald hefur verið fært frá söfn- uðunum sem eiga að vera sjálfráða grunneiningar kirkjunnar sam- kvæmt Lúter. Kristnihátíðin árið 2000 stað- festi að þjóðkirkjan er tíma- skekkja. Það milljarða klúður mátti lengi ekki ræða á opinber- um vettvangi. Upphaflega átti kristniháðið að vera hátíð kristni á Íslandi en þjóðkirkjan breytti henni í sína eigin hátíð og algert hrun varð í þátttöku þjóðar þrátt fyrir einstaklega jákvæð ytri skil- yrði, bæði Guðs og manna. Allt tal biskupsstofu um að þjóðkirkjustofnunin hafi skyld- um að gegna umfram önnur trú- félög er ómerkilegur tilbúningur. Allstaðar í hinum kristna heimi þrífst kristni best án afskipta ríkiskirkna. Siðlaus samningur ríkis og kirkju ÞJóðkirkjan Hjörtur Magni Jóhannsson prestur og forstöðumaður Fríkirkjunnar við Tjörnina Viðhald ríkisstofnana og forréttinda embættismanna er eitt en kristni og hin almenna kirkja er allt annað og þetta tvennt hefur aldrei farið saman í sögu kristninnar.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.