Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.11.2010, Qupperneq 20

Fréttablaðið - 16.11.2010, Qupperneq 20
 16. NÓVEMBER 2010 ÞRIÐJUDAGUR2 ● fréttablaðið ● tíska og lífsstíll Flottur jakki úr ekta leðri. Frá Kultur menn í Kringlunni. 82.990 krónur. ● SKAPARAR TÍSKUNNAR ÚTLISTAÐIR Biblía tískunnar, Women‘s Wear Daily, gaf nýverið út bók yfir helstu tískustrauma og hönnuði frá upphafi. Bókin tekur fyrir hin ýmsu tískufyrirbrigði sem hafa mótað tískuna og má þar til dæmis nefna kvenréttindakonurnar, viðskiptakonur í jakkafötum og mínipils. Bókin útlistar jafnframt þá hönnuði sem mótað hafa tískuna með hönnun sinni og skiptir litlu hvort áhrifin voru góð eða slæm, þau hafi haft mikið að segja um mótun tískunnar í heild sinni. Meðal þeirra sem sköpuðu nýja tísku er Coco Chanel, en áhrif hennar ná langt út fyrir tísku og hönnun og hafa mótað ákveðin lífsstíl. Gabrielle Bonheur „Coco” Chanel skapaði ákveðinn lífsstíl með hönnun sinni. ●EINFÖLD VIÐAR- HÚSGÖGN ANOTHER COUNTRY Another Country hannar og framleiðir húsgögn á litlu verkstæði í Dorset í Eng- landi. Fyrsta húsgagnalína Another Country, Series one, var kynnt nú í haust og er inn- blásturinn sóttur til breskra sveitaheimila, kvekara og til skandinavískrar og japanskr- ar hefðar í notkun viðar í hús- gagnahönnun. Series one sam- anstendur af borðum, bekkjum og þrífættum kollum, úr gegnheilli vaxborinni eik. Formin eru einföld og engar skrúfur eða festingar sjáanlegar. Hönnun Another Country hefur hlotið talsverða athygli og hefur til að mynda ratað inn á síður hönnunar- og lífsstílstímarita svo sem nóvem- bertölublaðs Wallpaper, Veftímaritsins DeZeen og Bo bedre svo einhver séu nefnd. Sjá nánar á www.anothercountry.com þar sem einnig er hægt að panta húsgögnin til kaups. Beddi sem nýtist vel sem sæti undir nokkra gesti, eða sem gestarúm. Dýnan hvílir laus ofan á og með því að kippa henni af er beddinn orðinn að sófaborði. MYND/ANOTHER COUNTRY ● SKORPAN HOLL Skorpa sem myndast á brauði við bakstur er býsna merkilegt fyrirbæri. Fyrir utan að verja brauðið skemmdum að ein- hverju leyti inniheldur skorpan ýmis efni sem eru líkamanum holl. Vís- indamenn telja að við bakstur myndist efni (pronyl-lísín) í skorpunni sem hafi áhrif á mikilvæg ensím í líkamanum. Þau ensím hafa aftur jákvæð áhrif á varnir líkamans. Gildir þar einu hvort ger er notað í baksturinn eða ekki. Meira finnst af efninu í brauði sem er úr dökku korni en ljósu. Baksturinn á brauðinu skiptir máli. Þykk skorpa inniheldur meira af pronyl-lísíni en þunn en ef hún er ofbökuð og liggur við bruna minnkar vægi þess í skorpunni. John Christopher Depp, betur þekktur sem Johnny Depp, er margt til lista lagt. Auk þess að vera mikils metinn leikari er hann í hljómsveit, fram- leiðir sitt eigið vín og á hlut í veitingastað. Johnny Depp er einnig sá karlmaður sem mörgum þykir klæða sig hvað best, enda hefur Johnny sérstæðan fatastíl sem heillar bæði karlmenn og konur. Fréttablaðið leit við í Kringlunni og stal stíl Johnny Depp. - jbá Steldu stílnum: Johnny Depp Sérstæður stíll Depp Gæjalegar gallabuxur frá Levi‘s Kringlunni, 14.990 krónur. Gallaskyrtur hafa verið vinsælar síðustu misserin. Þessi fæst í Marc O-Polo í Kringlunni og kostar 14.900 krónur. Það geta allir verið svalir með flott- an hatt. Þessi er úr Spútnik og kostar 6.900 krónur. Klútur fyrir bæði konur og karla frá Marc O‘Polo á 2.900 krónur. Depp gengur með Oliver People gleraugu en þau fást í versluninni Auganu. Þessi eru á 44.700 krónur. Svalir leðurskór á 49.990 krónur. Þessir fást í Kultur menn og eru úr ekta leðri og að mestu hand- gerðir. Johnny Depp fer ekki alltaf hefðbundnar leiðir í fata- vali. Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24 alla virka daga frá kl. 9-17. ...góðar fréttir fyrir umhverfiðBlaðberinn... Blaðberinn bíður þín

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.