Kylfingur - 29.04.1986, Blaðsíða 4

Kylfingur - 29.04.1986, Blaðsíða 4
STJÓRN GOLFSAMBANDS ÍSLANDS 1986. Fremri röð f.v.: Guðmundur S. Guðmundsson, Kristin Pálsdóttir, Konráð R. Bjarnason forseti, Stefán H. Stefánsson. Aftari röð f.v.: Frimann Gunnlaugsson framkvæmdastjóri, Sigurður Héðinsson, Gisli Bragi Hjartarson, Hannes Þorsteinsson og Gunnar Þórðarson. Á myndina vantar Hannes Valdimarsson og Ómar Jóhannsson. Golfþing 1986 Golfþing var haldið í íþróttamið- stöðinni í Laugardal 15. febrúar síðastliðinn. Mættir voru 40 full- trúar frá 18 klúbbum, en alls eiga 28 klúbbar aðild að GSÍ. Þingforseti var kosinn Þorsteinn Svörfuður Stefánsson G.R. og varaþingforseti Ingimar Hjálmarsson G.H. Þrír golfklúbbar sóttu um inn- göngu og voru samþykktir i GSÍ: Ós Blönduósi, Mostri Stykkishómi og Golfklúbbur við Árbæ Selfossi. Forseti ÍSI sat þingið, og þakkaði hann GSÍ fyrir öflugt starf og greindi frá fyrirætlunum um ,,lotto“, e.k. happadrætti, sem væntanlega mun gefa íþróttahreyf- ingunni mikið í aðra hönd og stór- auka framlag ÍSÍ til GSÍ. Reikningar og skýrsla stjórnar GSÍ voru lagðar fram, ræddar og samþykktar samhljóða. Velta sambandsins nam 2.319 þús. kr. og rekstrarafgangur var 265 þús. kr. Engar lagabreytingartillögur voru lagðar fram á þinginu, en lagðar voru fram 22 tillögur um önnur mál. Var þeim vísað til nefnda þingsins eftir því sem við átti, en nefndir þingsins voru; forgjafarnefnd, alls- herjarnefnd, laganefnd, fjárhags- nefnd og kappleikjanefnd. Nefnda- störf tóku við eftir hádegi, en að þeim loknum voru flutt nefndaálit og tillögur. Skal hér greint frá þeim helstu. Fjárhagsnefnd Tillaga stjórnar um félagagjald var samþykkt samhljóða. Varðandi kappleikjagjald létu ýmsir fulltrúar minni klúbbanna í ljós óánægju, þar sem þeir kváðust greiða hærra hlut- fall sinna tekna til GSÍ, og þeir fengju færri keppendur á opin mót. Tillaga stjórnarinnar um kapp- leikjagjald var samþykkt, að öðru leyti en því að það lækkaði úr 170 kr. í 160 kr. Rekstraráætlun GSÍ var samþykkt samhljóða, en hún gerir ráð fyrir veltu upp á 3.297 þús. kr. og rekstrarafgangi upp á 91 þús. kr. Tillaga um niðurfellingu félags- gjalds hjá klúbbum, sem eru að byggja upp velli, var felld. Fram kom sú hugmynd, að GSÍ sæi um sölu á getraunaseðlum til kylfinga. Var þessu varpað fram til athugun- ar. Laganefnd Eftirfarandi reglugerðarbreyt- ingar voru lagðar fram og sam- þykktar: Um sveitakeppni kvenna og karla þess efnis, að deildir leiki hvor á sínum velli. Um sveitakeppni unglinga • Um opin mót. Um landsmót. Um þátttöku í fjölþjóðamótum. Um stigamót og landsliðsval, lögð 4 KYLFINGUR

x

Kylfingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kylfingur
https://timarit.is/publication/669

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.