Kylfingur - 29.04.1986, Blaðsíða 12

Kylfingur - 29.04.1986, Blaðsíða 12
DOMARAHORNIÐ Ein er sú golfregla, sem kylfingar, er leika á Grafarholtsvelli, þurfa hvað oftast að gripa til, en það er regla 28, sem fjallar um ósláanlegan bolta. Því fer þó fjarri, að við séum þeir einu, sem þurfum að leika golf við þær aðstæður, sem þar eru, ef bolti lendir utan brautar. Bob Hope Classic er atvinnnumannamót, sem haldið er fyrst í janúar ár hvert í Palm Springs í Californiu. Mótið er leikið á fjórum völlum, sem allir eru í eyðimörkinni og fjöllunum í aust- anverðri suður Californiu. Á mörg- um þessum völlum er „rough" engu betra en á Grafarholtsvelli. Einn þessara valla, La Quinta, var nýlega kjörinn einn af 100 bestu völlum Bandaríkjanna og þar fóru úrslitin fram í World Cup í nóvember sl. Á mörgum þeim völlum, sem lagðir eru á eldfjalla- og eyðimerkursvæð- um, eru aðstæður oft keimlíkar því, sem við eigum að venjast á Grafar- holtsvelli. Því má segja, að regla 28, um ósláanlegan bolta, sé ein af þeim reglurri, sem kylfingar ættu að hafa vel í minni og vita, hvernig nota skal. Reglan segir, að leikmaður megi dæma bolta sinn ósláanlegan hvar sem er á vellinum, nema í vatnstor- færu, enda gildir þar önnur regla. Þá er tekið fram að leikmaðurinn sé einn dómbær um það, hvort bolti hans sé ósláanlegur. Hvað getur hann þá gert, ef hann dæmir boltann ósláanlegan? Það fyrsta, sem hann verður að muna er, að ef hann ætlar að beyta þessari reglu kostar það hann alltaf 1 vítishögg. Gegn þvi að láta af hendi 1 vítishögg fær hann þó að velja um þrjá möguleika til að bjarga sér, en þeir eru: a) slá næsta högg sitt eins nærri og unnt er þeim stað, þar sem hann sló síðast eða hreyfði upphaflega boltann, b)láta bolta falla innan tveggja kylfulengda frá þeim stað, þar sem boltinn lá þó ekki nær holu, c) láta bolta falla handan við þann stað þar sem boltinn lá, þannig að sá staður sé í beinni línu milli hans og holunnar, en án takmörkunar á því, hversu langt handan við þann stað boltinn er látinn falla. Á þessu er ein undantekning, og það er, ef boltinn hefur legið í glompu eða bunker, þá má leikmað- urinn eftir sem áður beita a-lið þess- arar reglu en ekki b og c-lið, nema með því skilyrði, að hann láti bolt- ann falla í glompuna. í dómasafni St. Andrew's og USGA eru 14 dómar varðandi þessa reglu. í nokkrum þessara dóma er tekið upp það atriði, sem þessi regla á sameiginlegt með reglu 27, um týndan bolta, sem er eins og menn vita, að samkvæmt reglu 27 verður leikmaður að fara til baka, þar sem hann sló bolta sinn síðast, og láta hann falla þar gegn vítishöggi, en skv. reglu 28 er leikmanni heimilt sem eitt úrrœði af þremur að fara aftur til baka. Þess vegna má leik- maður, sem slær bolta sinn af teig langt inn í skóg eða niður í djúpt gil lýsa hann ósláanlegan, án þess að finna hann, e/hann fer að skv. val- möguleika a (högg og fjarlægð). Hann má hins vegar ekki nota reglu 28, ef hann slær bolta sinn niður i gil, slær síðan varabolta þangað líka og segist svo vilja lýsa báða boltana ósláanlega og slá þriðja boltann af teig. Það er vegna þess, að varabolt- inn er ekki í leik, fyrr en fyrsti bolt- inn er sannanlega týndur eða vara- boltanum hefur verið leikið. Ef fyrsti boltinn finnst verður að leika honum eða fá lausn skv. reglu 28, en varaboltinn verður þá aldrei bolti í leik. Ástæðan fyrir þessu er sú, að varabolta má aldrei leika, nema ef sterkur grunur leikur á, að upphaf- legi boltinn sé annað hvort týndur eða útaf. Því má ekki leika vara- bolta, ef nota á reglu 28 um ósláan- legan bolta. Rétt er að minna menn á að vanda sig vel, þegar valinn er staður sá, sem þeir ætla að láta boltann falla á. Þetta á sérstaklega við, þegar golf er leikið í landslagi eins og á Grafar- holtsvelli. Nýja reglan um hvernig láta skuli boltann falla, þ.e.a.s. með útréttri hendi hefur þó auðveldað þetta til muna miðað við það að láta boltann falla fyrir aftan bak. Um leið og hvatt er til að velja vel staðinn til að láta boltann falla á skal á það bent, að ef bolti, sem þannig er lát- inn falla úr ósláanlegri legu fer í aðra ósláanlega legu, verður leikmaður- inn að taka víti aftur úr þeirri legu. Ef boltinn fellur hins vegar til baka í sömu ósláanlegu legu og leikmað- urinn lét hann upphaflega falla úr má hann endurtaka droppið víta- laust. Einnig skal mönnum bent á að hugsa sig vel um og vanda val sitt, er þeir velja úr þeim þremur möguleik- um, sem fyrir hendi eru, er þeir lýsa bolta sinn ósláanlegan. Svo getur farið, að þegar þeir reyna að slá bolta sinn úr vondri legu, slái þeir hann í enn verri legu. Þá hafa þeir í raun tapað einum valmöguleikka af þremur, nefnilega að fara aftur á sama stað, því að sá staður yrði stað- urinn, sem þeir reyndu að slá úr. Dæmi: Leikmaður slær bolta af fyrsta teig niður í grjótið á milli fyrstu og annarrar holu. Boltinn liggur við stein, en leikmaðurinn telur sig geta reynt að slá hann þaðan. Við höggið lendir boltinn í holu við annan stein 2 metra frá. Nú hefur leikmaður um 3 möguleika að ræða, skv. reglum: Að fara til baka að fyrra steininum og má segja, að það sé enginn valmögu- leiki, þannig að leikmaðurinn hef- ur nú minnkað möguleika sína úr þremur í tvo, þ.e.a.s. að droppa innan tveggja kylfulengda frá þeim stað, sem boltinn liggur eða fara aftur eins langt og han vill í línu á flaggið. Þegar talað er um að fara aftur til 12 KYLFINGUR

x

Kylfingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kylfingur
https://timarit.is/publication/669

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.