Kylfingur - 29.04.1986, Blaðsíða 33

Kylfingur - 29.04.1986, Blaðsíða 33
SéA yfir Los Naranjos. Þá rann fyrsti æfingadagurinn upp og var leikið á velli, sem heitir Mijas, en þessi völlur hentaði okkur mjög vel að því leyti, að þar var ekk- ert röff. Enda gekk okkur ágætlega þennan æfingarhring, og spiluðum við á níu undir pari, nettó. Þannig að þetta lofaði góðu fyrir morgun- daginn, sem var fyrsti keppnisdag- urinn. Þá var komið að langþráðum þriðjudegi, ekki var laust við að menn væru dálítið spenntir. Við átt- um rástíma kl. 11.30 og vorum mættir vel tímanlega, hituðum upp og æfðum púttin, sem reyndar áttu eftir að valda okkur miklum erfið- leikum. Loksins kom að því, að við vorum kallaðir á teig. Þar var hóp- urinn myndaður, um leið og út- skýrðar voru staðarreglur. Ekki þurftum við að kvarta undan byrj- uninni, eftir þrjár holur vorum við þrjá undir, þannig að miðað við þessa byrjun og æfingahringinn daginn áður, þá var útlitið mjög bjart, en fljótt skipast veður í lofti, og þegar inn var komið, þá vorum við sex yfir pari. Ég held, að þarna hafi fyrst og fremst verið um að kenna skorti á keppnisreynslu. En auðvitað vorum við staðráðnir í að gera betur. Þá var komið að miðvikudegin- um, nú átti að spila á velli, sem heitir Los Naranjos. Sá völlur er mjög op- inn, en með trjáþyrpingu hér og þar og leynir verulega á sér. Þetta var einn af þeim dögum, þegar allt geng- ur upp, og spiluðum við á nítján undir pari. Það var því bjartsýnn hópur, sem mætti árla dags á golf- vellinum á öðrum keppnisdegi. Við áttum rástíma kl. 13.20 en vorum mættir kl. 10.30 og vorum staðráðnir í því að mæta vel undir- búnir og heitir á teig. Þegar komið var á svæðið byrjuðum við á að fara á Kaffiteríuna á staðnum, en þar sat mótsstjórnin. Þegar þeir sáu okkur létu þeir okkur vita, að við ættum ekki rástíma fyrr en kl. 13.20, því að þeir héldu, að við hefðum fengið vit- lausan rástíma. Við útskýrðum fyrir mótssjórn, að við ætluðum að byrja á að fá okkur að borða og síðan að fara út á æfingabraut og hita okkur upp. Það var svo mikið hlegið að þessu, að við slepptum að segja þeim frá því, að við hefðum eytt einni klukkustund úti á æfingabraut hjá hótelinu. Sem sagt ekkert átti að klikka þennan dag. Þrátt fyrir góð- an undirbúning þá enduðum við með tvo yfir, þegar inn var komið: Sést best á þessum tölum, hver mun- ur er á æfinga- og keppnishring. Föstudagurinn var síðasti keppn- isdagur. Nú áttum við rástíma kl. 10.20, þannig að farið var á fætur kl. 8.30. Mikið hafði ringt um nótt- ina, og var völlurinn mjög blautur. Nú átti að taka því rólega, og ætluð- um við okkur að mæta afslappaðir á teig. Eftir að hafa borðað morgun- mat í ró og næði fórum við í liðsbún- ingana, en á leiðnni út hittum við mótsstjórann, sem spurði okkur, hvert við værum að fara. Við horfð- um hver á annan og héldum að enn væri verið að gera grín að okkur, þannig að við fórum að hlæja. Þá KYLFINGUR 33

x

Kylfingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kylfingur
https://timarit.is/publication/669

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.