Kylfingur - 29.04.1986, Blaðsíða 28

Kylfingur - 29.04.1986, Blaðsíða 28
LANDSMÓTID 1970 var haldið á tveimur völlum, á Hvaleyrarvelli og Hólmsvelli í Leiru, þ. 11.-16. ágúst. Sveitakeppnin fór fram í upphafi móts að venju. Golfklúbbur Reykja- víkur sigraði á 500 höggum, Golf- klúbbur Suðurnesja varð í 2. sæti á 506 höggum, og í 3. sæti varð Nes- klúbburinn á 514 höggum. Akureyr- ingar léku á 520 höggum, Keilis- menn á 521 og Vestmannaeyingar ráku lestina á 531 höggi. Öldungameistari án forgjafar varð Jóhann Eyjólfsson GR á 86 höggum, eftir harða baráttu við fél- aga sinn úr GR, Ingólf Isebarn, sem var á 87 höggum. í 3.-4. sæti urðu Óli B. Jónsson NK og Bogi Þorsteinsson GS, báðir á 91 höggi. í öldungakeppni með forgjöf urðu 3 menn jafnir á 75 höggum, Jóhann Eyjólfsson GR, Bogi Þorsteinsson GS og Sverrir Guðmundsson GR. Meistaraflokkur karla hóf leik á Hvaleyrinni. Einar Guðnason GR tók forystuna á 1. degi á 80 höggum. Veður var erfitt til leiks og árangur því ekki góður. I 2. sæti var Þórarinn B. Jónsson GA á 82 höggum. Á 83 höggum voru, íslandsmeistarinn frá fyrra ári, Þorbjörn Kjærbo GS, Jóhann Benediktson GS, Gunnlaugur Ragnarsson GR, Óttar Yngvason GR og Hallgrímur Júlíusson GV. Á 2. degi lék meistaraflokkur í Leir- unni. Þennan dag lék Gunnlaugur Axelsson GV best allra á 73 höggum og komst þannig í 3.-5. sæti á 163 höggum. Þorbjörn hafði tekið for- ystuna á 159 höggum, en Gunnar Sólnes NK var á 160 höggum. Jafnir Gunnlaugi voru Einar og Jóhann. 3. daginn lék meistaraflokkur aftur á Hvaleyrinni. Þá lék Þórarinn mjög vel og tók forystuna, var á 242 högg- um, höggi betri en Þorbjörn. Gunnar var í 3. sæti á 247 höggum. Einar var á 248 höggum og Jóhann á 249. Keppninni i meistaraflokki lauk á laugardegi í Leirunni. íslandsmeistari varð Þorbjörn Kjærbo GS á 317 höggum, eftir æsi- spennandi baráttu við Þórarinn B. Jónsson GA, sem var höggi Iakari. LANDSMÓTIN 1970 OG 1971 Var keppnin milli þeirra mjög skemmtileg og varð ekki til lykta leidd, fyrrenásíðustuholu. Í3. sæti varð Jóhann Benediktsson GS á 327 höggum, eftir aukakeppni við Óttar Yngvason GR, sem hlaut 4. sætið. í 5. sæti varð Gunnar Sólnes NK á 328 höggum, og Einar Guðnason GR varð í 6. sæti á 329 höggum. í kvennaflokki voru leiknar 9 holur á dag. I upphafi tók Jakobína Guðlaugsdóttir GV forystuna á 47 höggum. Fast á hæla henni kom Laufey Karlsdóttir GR, á 49 högg- um, og Hanna Aðalsteinsdóttir GK var í 3. sæti á 51 höggi. Eftir 18 holur hélt Jakobína enn forystu á 95 höggum, en Laufey var á 99. Guðríður Guðmundsdóttir GR var nú í 3. sæti á 104 höggum. Sama röð var á tveimur efstu konum eftir keppni 3. dags. Jakobína var á 144 höggum, en Laufey á 147. Guðfinna Sigurþórsdóttir GS var í 3. sæti á 160 höggum. Á föstudegi lauk keppn- inni í kvennaflokki. íslandsmeistari varð Jakobína Guðlaugsdóttir GV eftir aukakeppni við Laufeyju Karlsdóttur GR, svo hörð var bar- áttan á milli þeirra. Báðar léku þær 36 holurnar á 193 höggum. í 3. sæti varð Guðfinna Sigurþórsdóttir GS á 211 höggum og jafnar í 4.-5. sæti urðu Guðríður Guðmundsdóttir GR og Hanna Aðalsteinsdóttir GK á 214 höggum. í 1. flokki voru 3 Suðurnesjamenn efstir á 1. degi. Sævar Sörensen og Brynjar Vilmundarson voru á 85 höggum, en höggi lakari var Helgi Hólm. Eftir 36 holur var Brynjar einn í 1. sæti á 173 höggum. Óli B. Jónsson NK var á 176, og höggi lakari var Jónas Aðalsteinsson GK. Sævar lék mjög vel á 3. degi keppn- innar og tók nokkuð afgerandi for- ystu á 264 höggum. Nú var félagi hans úr GS, Sigurður Albertsson, kominn í 2. sæti á 268 höggum, og 3. var Jónatan Ólafsson NK, einu höggi lakari. Suðurnesjamenn röð- uðu sér í verðlaunasætin í þessum flokki. Sigurvegari varð Sævar Sörensen á 352 höggum. í 2. sæti varð Ásmundur Sigurðsson á 357, og Hörður Guðmundsson hlaut 3. sætið á 359 höggum, eftir auka- keppni við Brynjar Vilmundarson. 2. flokkur karla hóf leik í Leir- unni. Þar tók forystu strax í upphafi Júlíus Fossberg GA, en fast á eftir honum komu Ólafur Marteinsson GK og Haukur Magnússon GS, á 89 og 90 höggum. Júlíus hélt forystunni eftir 2 daga á 181 höggi. Tveimur höggum lakari var Ólafur, og höggi á eftir honum var Jóhann Hjartar- son GS. Sömu menn voru í efstu sætum eftir keppni 3. dags, Júlíus leiddi á 271 höggi, en Jóhann og Ólafur höfðu haft sætaskipti. Jóhann var á 276 höggum, en Ólafur á 283. Þessi röð hélst óbreytt loka- daginn. Júlíus Fossberg GA sigraði á 369 höggum. 12. sæti varð Jóhann Hjartarson GS á 372 höggum og Ólafur Marteinsson GK 3. á 373. 3. flokkur byrjaði sömuleiðis í Leirunni. Þar var Þórir Arin- bjarnarson GR í 1. sæti á 97 högg- um. Björgúlfur Lúðvíksson GR var á 99 höggum í 2. sæti, og í 3. sæti var Friðrik Bjarnason GS á 100 högg- um. 2. daginn tók Friðrik forystu á 193 höggum, en Þórir var 2. á 194. Henning Bjarnason GK var nú í 3. sæti á 203 höggum. Þórir náði for- ystunni aftur á 3. degi, var nú á 300 höggum, en Friðrik var á 304. Henning var enn sem fyrr 3. á 309 höggum. Að lokum sigraði Þórir Arinbjarnarson GR með talsverðum yfirburðum, lék á 392 höggum. f 2. sæti varð Henning Bjarnason GK á 403 höggum, og í 3. sæti varð Guðmundur S. Guðmundsson GR á 413. Keppnin í piltaflokki varð mjög söguleg. 1. daginn lék Ólafur Skúla- son GR afburðavel, var á 76 högg- 28 KYLFINGUR

x

Kylfingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kylfingur
https://timarit.is/publication/669

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.