Kylfingur - 29.04.1986, Blaðsíða 18

Kylfingur - 29.04.1986, Blaðsíða 18
AF SJÓNARHOLI ÆSKUNNAR Sl. haust birtist í kylfingi fyrri greinin í þessum greinarflokki um afstöðu unglinganna sjálfra til unglingastarfsins á íslandi. í fyrri greininni birtust ýmsar hugmyndir um, hvernig væri hægt að bæta ann- ars mjög gott unglingastarf. Þar á meðal var hugmynd að sveitakeppni unglinga, sem mér (og ég vona flest- um unglingum á íslandi líka) var mikið kappsmál að fá. Einnig kom fram í greininni hugmynd um sér- stakan „kaftein", þ.e.a.s. fyrirliða, sem sæi alfarið um unglingalands- liðsmálin og hefði hann tvo menn sér til aðstoðar. Væri æskilegt að þessi „kafteinn" væri reyndur meistara- flokksmaður, jafnvel landsliðs- maður, sem gæti miðlað af reynslu sinni til okkar unglinganna. Það varð mér mikið ánægjuefni, er það fréttist, að Golfþingið í febr- úar ætti að vera tileinkað unglinga- málum. Ekki minnkaði ánægjan er ég frétti um niðurstöðu þess. Ég tel, að þar hafi verið stigið stórt skref í átt til framfara. Á Golfþinginu, sem haldið var í Reykjavík þann 15. febrúar, sýndi framkvæmdastjóri Golfklúbbs Reykjavíkur, Björgúlfur Lúðvíks- son, enn einu sinni að hann hefur hjartað á réttum stað, er hann, í nafni unglinga á fslandi, lagði fram nær óbreyttar úr fyrri greininni, til- lögur um sveitakeppni unglinga og ,,kaftein" fyrir unglingalandsliðið. Það er skemmst frá því að segja, að þær voru báðar samþykktar í nánast óbreyttri mynd frá tillögunum. Mig langar nú að gerast svo djarf- ur að nefna hér helstu atriði sam- þykktarinnar: Sveitakeppni unglinga Hún skal haldin ár hvert, og Golf- þing ákveður, hvar og hvenær hún fer fram. Aldur keppenda skal vera 21 ár og yngri, miðað við almanaks- ár. Hver klúbbur má senda tvær sveitir til keppni. Fyrsta daginn skal leika 36 holu höggleik, til röðunar sveita í riðla. Hver sveit skal mest skipuð 4 leikmönnum. Samanlögð 3 bestu skorin skulu telja sem skor sveitar í hvorri umferð. Samtals skor beggja umferða ræður röð sveita. Verði sveitir jafnar skal skor 4. keppanda ráða úrslitum. Nægi það ekki skal samtals skor allra fjögurra keppendanna gilda á síðustu holu. Siðan skal telja tvær síðustu og sið- an koll af kolli uns úrslit fást. Riðla- skipting ákvarðast af þátttöku, en mest verða 8 sveitir í A-riðli. Annan til fjórða daginn skulu sveitirnar leika innbyrðis í riðlunum, holu- keppni, 2 fjórmenninga (foursomes) og 3 tvímenninga (singles) um end- anlega röð sveita í keppninni. Sigur- sveitin hlýtur titilinn íslandsmeistari í Sveitakeppni unglinga. Sveitin skal fá farandgrip til varðveislu og bikar til eignar. Allir keppendur og liðs- stjórar sveita í 3 fyrstu sætunum skulu fá eignarverðlaun. Að öðru leyti gildir reglugerð um Landsmót í golfi. Reglugerð þessa skal endur- skoða á næsta Golfþingi með það í huga, að tekin verði upp aldurs- flokkaskipting í Sveitakepninni. Reglugerðin er í samræmi við reglu- gerð EGA um sveitakeppni Evrópu, nema sveitir eru skipaðar færri leik- mönnum. Unglingalandsliðsmál Golfþing ákveður að hrinda beri í framkvæmd stórátaki í málefnum unglinga i golfi með það að mark- miði, að framtíðarlandslið íslands í golfi nái mun betri árangri en hingað til. Til þessa verkefnis verði ráðinn einn aðili, launaður, sem hafi frjáls- ar hendur um framkvæmd þess. Hann geti kallað til aðstoðarmenn, og stjórn G.S.Í. og framkvæmda- stjóri aðstoði hann eftir því sem hann æskir og tök eru á. Forseti G.S.Í. skal annast ráðningu hans og hafa eftirlit með störfum hans og greina síðan Golfþingi frá fram- gangi verkefnisins. Lágmarksupp- hæð, sem veitt sé til verkefnisins árlega, sé kappleikjaskattur G.S.I. eða sambærileg upphæð. Kappleikjaskattur G.S.Í. árið 1985 var rúmlega 400.000 kr. og hann er áætlaður tæplega 600.000 kr. sumarið 1986. Með slíka upphæð gefast óneitan- lega miklir möguleikar og þar á meðal sá möguleiki, að ísland kom- ist ofar í keppninni við aðrar þjóðir og nái því takmarki, sem að sjálf- sögðu er draumur okkar fslendinga: Að verða besta golfþjóð á Norður- löndum. Einnig er ráðgert að hinn frábæri golfkennari, John Drummond, muni aðstoða landsliðshópinn eftir getu og mætti. Ég vil fyrir hönd unglinga i G.R. þakka stjórn G.R. og Golfþingi G.S.Í. fyrir þá umhyggju, sem þeir hafa sýnt íslensku unglingagolfi. Sérstaklega vil ég þó þakka Björg- úlfi Lúðvíkssyni, framkvæmda- stjóra G.R. fyrir að flytja erindi okkar unglinganna á Golfþinginu. Hann hefur greinilega trú á því, eins og reyndar margir aðrir, að við ungl- ingarnir getum náð árangri á alþjóð- legum mælikvarða, en sá árangur næst aðeins með þrotlausum æfing- um og reglusemi. Strákar: Nú hefur fyrsta skrefið af langri göngu verið stigið, nú er okkar að taka við og þakka fyrir okkur á þann eina hátt sem við get- um: með því að standa okkur. Með Golfkveðju Gunnar Snævar Sigurðsson. 18 KYLFINGUR

x

Kylfingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kylfingur
https://timarit.is/publication/669

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.