Kylfingur - 29.04.1986, Blaðsíða 24

Kylfingur - 29.04.1986, Blaðsíða 24
LANDSMOT 1985 Lalndsmótið sl. sumar fór fram á Jaðarsvelli á Akureyri 31. júlí til 4. ágúst. 194 keppendur tóku þátt í mótinu að þessu sinni. Mótsstjórn var í góðum höndum Gylfa Kristj- ánssonar. Fór mótshald allt hið besta fram af hálfu þeirra Norðan- manna. Veður var allgott fyrstu dag- ana, en hálfleiðinlegt í lokin. 1. keppnisdagur. Mótið hófst á miðvikudegi með því, að Jón Sólnes og Jón Guð- mundsson fóru fyrir keppendum sem heiðursþátttakendur til að sýna öðrum kylfingum, hvernig öðlingar leika golf og gefa gott fordæmi. Léku þeir félagar 9 holur hvern dag á meðan á mótinu stóð og ávallt fyrstir af stað. Var þetta vel til fund- ið, þar sem þeir félagar hafa verið svo lengi í eldlínunni og ávallt sam- an. Eiga þeir miklar þakkir skildar fyrir áhuga og ómældan stuðning Jón Sólnes GA slær fyrsta teighögg Landsmótsins með glæsibrag. við golfíþróttina um áratuga skeið, fyrir utan öll skemmtilegheitin, sem frá þeim hafa komið. Að loknum glæsilegum teighögg- um þeirra félaga hófst keppnin í 3. flokki karla og 2. flokki kvenna og karla. 40 keppendur voru í 2. flokki karla, og þar var hnífjöfn barátta frá upphafi, skildu aðeins 2 högg 1. og 10. mann eftir fyrsta keppnisdag. Guðmundur Sigurjónsson GS hafði forystu á 83 höggum. í 2. flokki kvenna leiddi Sigríður Ólafsdóttir GH á 92 höggum, en Hildur Þorsteinsdóttir GK fylgdi henni fast eftir, höggi lakari. í 3. flokki karla, þar sem 44 kepp- endur mættu til leiks, tók Bessi Gunnarsson GA forystuna á 84 höggum. Ivar Harðarson GR var í 2. sæti á 86 höggum og Sigurður Aðal- steinsson GK á 87. 2. keppnisdagur. Meistaraflokkar og 1. flokkur hófu keppni á fimmtudegi. Meist- araflokkur karla var skipaður 35 keppendum. Sigurður Pétursson GR tók þar strax forystuna á 75 höggum, en athygli vakti, að hann deildi henni með Ómari Erni Ragn- arssyni frá Akranesi. Sigurður Haf- steinsson GR lék vel og var í 3. sæti á 76 höggum. Hannes Eyvindsson GR var fjórði á 77 höggum, og höggi á eftir honun voru Karl Ómar Karls- son GR og Gylfi Kristinsson GS. í meistaraflokki kvenna voru 9 keppendur. Steinunn Sæmundsdótt- ir GR og Þórdís Geirsdóttir GK voru jafnar og efstar á 83 höggum. Höggi lakari, eða á 84, voru ung og efnileg telpa úr GR, Ragnhildur Sigurðar- dóttir, aðeins nýorðin 15 ára, og Kristín Pálsdóttir GK. Eftir keppni 1. dags í 1. flokki karla, sem var fjölmennasti flokkur mótsins með 48 keppendur, var Helgi Eiríksson GR í 1. sæti. Lék hann sér- lega vel á 75 höggum, og félagi hans 24 KYLFINGUR

x

Kylfingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kylfingur
https://timarit.is/publication/669

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.