Kylfingur - 29.04.1986, Blaðsíða 24

Kylfingur - 29.04.1986, Blaðsíða 24
LANDSMOT 1985 Lalndsmótið sl. sumar fór fram á Jaðarsvelli á Akureyri 31. júlí til 4. ágúst. 194 keppendur tóku þátt í mótinu að þessu sinni. Mótsstjórn var í góðum höndum Gylfa Kristj- ánssonar. Fór mótshald allt hið besta fram af hálfu þeirra Norðan- manna. Veður var allgott fyrstu dag- ana, en hálfleiðinlegt í lokin. 1. keppnisdagur. Mótið hófst á miðvikudegi með því, að Jón Sólnes og Jón Guð- mundsson fóru fyrir keppendum sem heiðursþátttakendur til að sýna öðrum kylfingum, hvernig öðlingar leika golf og gefa gott fordæmi. Léku þeir félagar 9 holur hvern dag á meðan á mótinu stóð og ávallt fyrstir af stað. Var þetta vel til fund- ið, þar sem þeir félagar hafa verið svo lengi i eldlínunni og ávallt sam- an. Eiga þeir miklar þakkir skildar fyrir áhuga og ómældan stuðning við golfíþróttina um áratuga skeið, fyrir utan öll skemmtilegheitin, sem frá þeim hafa komið. Að Ioknum glæsilegum teighögg- um þeirra félaga hófst keppnin í 3. flokki karla og 2. flokki kvenna og karla. 40 keppendur voru í 2. flokki karla, og þar var hnífjöfn barátta frá upphafi, skildu aðeins 2 högg 1. og 10. mann eftir fyrsta keppnisdag. Guðmundur Sigurjónsson GS hafði forystu á 83 höggum. í 2. flokki kvenna leiddi Sigríður Ólafsdóttir GH á 92 höggum, en Hildur Þorsteinsdóttir GK fylgdi henni fast eftir, höggi lakari. í 3. flokki karla, þar sem 44 kepp- endur mættu til leiks, tók Bessi Gunnarsson GA forystuna á 84 höggum. ívar Harðarson GR var í 2. sæti á 86 höggum og Sigurður Aðal- steinsson GK á 87. 2. keppnisdagur. Meistaraflokkar og 1. flokkur hófu keppni á fimmtudegi. Meist- araflokkur karla var skipaður 35 keppendum. Sigurður Pétursson GR tók þar strax forystuna á 75 höggum, en athygli vakti, að hann deildi henni með Ómari Erni Ragn- arssyni frá Akranesi. Sigurður Haf- steinsson GR lék vel og var í 3. sæti á 76 höggum. Hannes Eyvindsson GR var fjórði á 77 höggum, og höggi á eftir honun voru Karl Ómar Karls- son GR og Gylfi Kristinsson GS. í meistaraflokki kvenna voru 9 keppendur. Steinunn Sæmundsdótt- ir GR og Þórdís Geirsdóttir GK voru jafnar og efstar á 83 höggum. Höggi lakari, eða á 84, voru ung og efnileg telpa úr GR, Ragnhildur Sigurðar- dóttir, aðeins nýorðin 15 ára, og Kristín Pálsdóttir GK. Eftir keppni 1. dags í 1. flokki karla, sem var fjölmennasti flokkur mótsins með 48 keppendur, var Helgi Eiríksson GR í 1. sæti. Lék hann sér- lega vel á 75 höggum, og félagi hans Jón Sólnes GA slær fyrsta teighögg Landsmótsins með glæsibrag. 24 KYLFINGUR

x

Kylfingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kylfingur
https://timarit.is/publication/669

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.