Kylfingur - 29.04.1986, Blaðsíða 10

Kylfingur - 29.04.1986, Blaðsíða 10
Kvennasveitina skipuðu eftirtaldar konur: Ásgerður Sverrisdóttir GR Þórdís Geirsdóttir GK, Steinunn Sæmundsdóttir GR, Ragnhildur Sigurðardóttir GR Úrslit í sveitakeppni kvenna: 1. Sveit Danmerkur 934 högg 2. Sveit Noregs 954 högg 3. Sveit Svíþjóðar 956 högg 4. Sveit Finnlands 985 högg 5. Sveit Islands 1031 högg Liðsstjóri: Guðmundur S. Guðmundsson Norðurlandameistari kvenna varð Mereta Meiland frá Danmörku. Hún lék á 308 höggum. Úrslit í sveitakeppni karla: 1. Sveit Danmerkur 1472 högg 2. Sveit Svíþjóðar 1475 högg 3. Sveit Noregs 1480 högg 4. Sveit Finnlands 1493 högg 5. Sveit íslands 1524 högg. Norðurlandameistari karla varð Cristian Hardin frá Svíþjóð, hann lék á 286 höggum. Belgíska unglingamótið fór fram 25.ágúst — 1. september 1985 í þessari ferð tóku þátt eftirtaldir: Helgi Eiríksson GR, Gunnar Sigurðs- son GR, Hörður Arnarson GK og Arnar Már Ólafsson GK. Fararstjóri var Kristinn Ólafsson. Árangur var góður, þ.e. að Helgi og Arnar komust áfram í 1. umferð holukeppninnar, en í höggleiknum höfnuðu íslensku piltarnir í síðasta sæti á 336 höggum. World Cup (Alheimsmót atvinnu- manna). Sigurður Pétursson og Ragnar Ólafsson kepptu fyrir ísland í undankeppni World Cup og urðu þar í 8. sæti, sem er viðunanlegur ár- angur. Sérstaka athygli vakti snyrtilegur klæðnaður þeirra félaga bæði utan vallar sem innan. Sveitakeppni klúbbliða Evrópu fór fram á Aloha vellinum á Spáni. Sveit GR hafði áunnið sér þátttökurétt. GR sveitin var skipuð Sigurði Péturssyni, Ragnari Ólafssyni og Hannesi Ey- vindssyni. Skemmst er frá því að segja að sveitin stóð sig frábærlega vel og lenti í 4. sæti af 21, en Sigurður Pétursson varð í 3.-4. sæti einstakl- inga. Liðsstjóri var Björgúlfur Lúð- víksson. Birgir V. Halldórsson gaf 10 golf- kerrur fyrir landsliðið, og vil ég hér með þakka honum þessa höfðinglegu gjöf. HEIMSREISUKYLFINGAR Heimsreisukylfingar komu til landsins 17. sept. og léku á velli GR en 19. sept. 1985 hófst heimsreisa fjögurra kylfinga, þegar þeir hófu að leika Jaðarsvöllinn á Akureyri. Þessir fjórir kylfingar eru: Patric O'Bryan frá Bandaríkjunum, fyrirliði hópsins, Peter Tang frá Kína, Arnost Kopta frá Tékkóslóvakíu og Vincent Tshabalala frá Suður Afríku. Einnig voru með í förinni Bryan Murphy ljósmyndari frá Skotlandi, Gerrit Danremond kvikmyndagerðarmaður og Jim Moritary blaðamaður frá Bandaríkjunum. Nyrsti 18 holu golfvöllur heims er Jaðarsvöllurinn á Akureyri, hæsti völlurinn er í Bolivíu og heitir hann La Paz Country Club, og var hann næstur á dagsskrá, síðan var haldið til Nýja Sjálands og leikinn syðsti völlurinn, en hann heitir Oreti Sands. Austasti völlurinn er Fiji Golf Club á Fijieyjum, en sá vestasti er Princeville Makai Golf Course á eyjunni Kauai í Hawaieyjaklasanum, en hann er á lista yfir 100 bestu golfvelli Banda- ríkjanna. Að lokum var leikið á Furnace Creek vellinum, en hann er í Dauðadalnum í Kaliforníu, liggur um 90 m. undir sjávarmáli. Hug- myndir eru uppi um að endurtaka svona ferð, og tæki hún um 1 mán. og kostaði um US $ 10000.-. GOLFMAÐUR ÁRSINS Sigurður Pétursson var kjörinn golfmaðurársinsafstjórnG.S.Í. Sig- urður varð í 3. sæti í kjöri ,,íþrótta- manns ársins", en að því kjóri standa íþróttafréttaritarar og, er þetta mesta viðurkenning, sem kylfingur hefur hlotið í þessu kjöri. Árangur Sigurðar á liðnu ári var frábær og er vonandi, að sem flestir kylfingar hefji markvissari æfingar, en þær hafa skilað Sigurði miklu. Hann vann glæsilegan sigur á ís- landsmótinu á Akureyri, þar sem hann vann með 12 högga mun og setti vallarmet, bæði á 18 holum (71 högg) og 72 holum (294 högg). Hann lék á 150 höggum í höggleik Evrópumeist- aramótsins og á 298 höggum á Norð- urlandameistaramótinu, og í báðum tilfellum var það besti árangur lands- liðsmanna okkar. Sigurður var í sveit GR, sem náði frábærum árangri í Sveitakeppni Evr- ópu, þar sem sveitin varð í 4. sæti, jafnframt var árangur hans 3. besti árangur einstaklings á mótinu. Sig- urður komst á árinu næstur íslenskra kylfinga að verða atvinnumaður í golfi. Hann féll út á næst síðasta þrepi í keppni áhugamanna um atvinnu- mannaskírteini á Spáni í desember, en þar lék hann einn hringinn á 66 högg- um, sem er 5 höggum undir pari, en það er frábært. LOKAORÐ í skýrslu þessari hef ég rakið aðal- þætti í starfi stjórnar Golfsambands íslands á liðnu starfsári. Ágætu þingfulltrúar. Mörg mál verða lögð fyrir þetta þing og er ég þess fullviss, að þið leggið ykkar af mörkum, svo að þau verði farsællega til lykta leidd. Sem betur fer hafa dugmiklir ein- staklingar jafnan fengist til starfa hjá golfklúbbunum, og það er ekki hvað síst þeim að þakka að golfhreyfingin er nú orðin fjölmenn og sterk hér á landi, og þeim fer stöðugt fjölgandi sem taka þátt í golfiðkun. Ég vil þakka meðstjórnarmönnum minum fyrir samstarfið, stjórnar- mönnum klúbba og öðrum þeim sem ég hef átt samskipti við á liðnu ári. f.h. stjórnar Golfsambands íslands Konráð R. Bjarnason forseti. 10 KYLFINGUR

x

Kylfingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kylfingur
https://timarit.is/publication/669

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.