Kylfingur - 29.04.1986, Blaðsíða 7

Kylfingur - 29.04.1986, Blaðsíða 7
Sigurður Héðinsson og Stefán H. Stefánsson. Stefán H. Stefánsson var tengilið- ur milli stjórnar GSÍ og klúbbanna við niðurröðun kappleikja ársins. Guðmundur S. Guðmundsson tók að sér að fylgjast með árangri væntanlegra landsliðsmanna. Bókaðir stjórnarfundir frá síðasta golfþingi eru 29. Þess utan sátu for- seti og stjórnarmenn sem fulltrúar Golfsambands íslands þing ÍSÍ og fleiri fundi, sem tengjast íþrótta- starfi í landinu. Verður nú gerð grein fyrir helstu málum, sem fjallað hefur verið um frá síðasta golfþingi. SKRIFSTOFA OG RÁÐNING FRAMKVÆMDASTJÓRA Á síðasta golfþingi var samþykkt að ráða starfsmann til sambandsins. Starfið var auglýst til umsóknar og voru umsækjendur 6. Þann 10. apríl 1985 var Frímann Gunnlaugsson ráðinn sem fram- kvæmdastjóri. Brýn nauðsyn var orðin á því að fá einhvern til að sinna daglegum störf- um sambandsins. Þessi störf eru m.a. i því fólgin að veita og afla upp- lýsinga. Til skrifstofu sambandsins leita bæði klúbbar og einstakir félagsmenn svo og félagasamtök og fyrirtæki. Samkvæmt upplýsingum frá iþróttasambandi íslands átti Golf- samband íslands að fá framtíðar að- setur í Laugardal í júní mánuði 1985. Raunin varð sú að húsnæðið fengum við ekki fyrr en í október. Skrifstofuaðstaða án endurgjalds var fengin í Húsi verslunarinnar strax i apríl mánuði 1985. Aðstaða þessi fékkst fyrir milli- göngu þeirra Stefáns H. Stefánsson- ar og Sverris Norland og ber að þakka velvilja þeirra. í lok október var þegar hafist handa við að innrétta skrifstofu sambandsins í íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Nú er búið að ganga frá skrifstof- unni og er hún búin ágætum hús- gögnum, en það var gert með góðra manna hjálp, Hannesi Valdimars- syni, Ara F. Guðmundssyni o.fl. Síðar á þessu þingi verður fulltrúum boðið að skoða skrifstofuna. Eftir rúm 40 ár höfum við fastan sama- stað við hlið annarra sérsambanda landsins. FJÁRMÁL Hagur sambandsins er góður, stafar það fyrst og fremst af því, að fjárhagsáætlun, sem samþykkt var á síðasta þingi, var raunhæf og hefur nær í einu og öllu staðist. Á þessu þingi verður lögð fram fjárhags- áætlun, sem ég ætla ekki að ræða því gjaldkeri sambandsins mun hér á eftir skýra reikninga og fjárhags- áætlun fyrir næsta ár. TÖLVUMÁL Tölva GSÍ var endurnýjuð og fengin Erickson PC tölva í stað þeirrar gömlu. Keypt voru forgjaf- arforrit í tölvuna og einnig hefur GSÍ fengið tölvuforrit frá sænska golfsambandinu. Mun þetta koma að góðum notum í framtíðinni. NÝIR KLÚBBAR Golfklúbburinn Ós, Blönduósi var stofnaður 1985. Formaður er Stefán Berndsen. Golfklúbburinn Mostri, Stykkishólmi var stofnaður 1985. Formaður er Ríkharður Hrafnkelsson. Golfklúbburinn við Árbæ var stofnaður 1986. Formað- ur er Guðmundur Eiríksson. Þessir þrír klúbbar voru teknir í sambandið með venjulegum fyrirvara um sam- þykki þessa golfþings. Golfklúbbar á landinu eru þá í dag 27. AGANEFND Hana skipuðu Magnús Thor- valdsson, Knútur Björnsson og Reynir Þorsteinsson. Nefndin þurfti að taka eitt mál fyrir á liðnu starfs- ári. Ætla má að fleiri mál hefðu átt að berast til nefndarinnar, en því miður framfylgja hvorki félagar né golf- klúbbar siðareglum nógu strangt. Félagar klúbbanna hafa komist upp með agabrot, án þess að tekið sé á málum. Ég vil fyrst og fremst leggja áherslu á, að allir fylgi siðareglum. Einnig það að ef agabrot séu framin, að aganefndir fái þau til meðferðar. Stjórnir klúbbanna mættu gjarnan fylgjast með því, hvort aganefnd- ir séu virkar. DÓMSTÓLL GSÍ. Hann skipuðu Sveinn Snorrason, Kristján Einarsson og Þorsteinn Sv. Stefánsson. Eitt mál var sent til dómstóls GSÍ vegna túlkunar á reglugerð um sveitakeppni Lands- móts. Dómstóll GSÍ staðfesti úr- skurð dómara viðkomandi móts, Frímanns Gunnlaugssonar. Vegna óljóss orðalags reglugerðar um sveitakeppni Landsmóts hefur stjórn GSÍ samþykkt að leggja fyrir þetta golfþing orðalagsbreytingu á reglugerðinni, þar sem kveðið er skýrar á um framkvæmd hennar. Á síðasta golfþingi var samþykkt að fara þess á leit við Fjármálaráðu- neytið að fá lækkaðan tolla á golf- vörum. Svar frá ráðuneytinu hefur ekki enn borist við beiðni þessari. Ennfremur var beint til stjórnar sambandsins að samræma málfar í lögum og reglugerðum sambands- ins, og hefur það verið gert, saman- ber framlagðar tillögur um sam- ræmingu í orðalagi. AFMÆLI Golfklúbburinn Leynir Akranesi varð 20 ára 15. mars 1985. í tilefni afmælisins var haldið afmælismót 24. ágúst 1985 og við það tækifæri sæmdi varaforseti GSI Hannes Valdimarsson Reyni Þorsteinsson formann GL silfurmerki sambands- ins. Golfklúbbur Akureyrar varð 50 ára 19. ágúst 1985. Afmælið var haldið hátíðlegt með afmælishófi 17. ágúst 1985. Eftirtaldir félagar voru heiðraðir: Gullmerki GSÍ Jón G. Sólnes KYLFINGUR J.

x

Kylfingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kylfingur
https://timarit.is/publication/669

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.