Kylfingur - 29.04.1986, Blaðsíða 8

Kylfingur - 29.04.1986, Blaðsíða 8
Sigtryggur Júlíusson Frímann Gunnlaugsson Silfurmerki GSÍ Gunnar Sólnes Gunnar Þórðarson Árni Jónsson Gísli Bragi Hjartarson Sigurbjörn Bjarnason Magnús Guðmundsson Gylfi Kristjánsson Þórarinn B. Jónsson Inga Magnúsdóttir Birgir Björnsson Sigurður Stefánsson Stjórn GSÍ færði GA gjöf i tilefni afmælisins, áletraðan platta. Jón G. Sólnes var sæmdur heið- ursorðu ÍSÍ við þetta tækifæri fyrir þátttöku í golfi og félagsmálum í 47 ár. Einnig voru þeir Gunnar Sólnes og Frímann Gunnlaugsson sæmdir gullmerki ÍSÍ. KENNSLUMÁL Eins og á undanförnum árum hef- ur GSÍ gert kennslusamning við Þor- vald Ásgeirsson, og hefur hann sinnt kennslu hjá þeim golfklúbbum sem þess hafa óskað, og vænti ég þess, að það hafi orðið að gagni fyrir þá er leituðu til Þorvaldar. Golfklúbbur Reykjavikur hafði á síðasta ári fast- an golfkennara, er starfaði fyrir klúbbinn, John Drummond, og fór hann jafnframt til kennslu í aðra klúbba. Nú er fyrirhugað hjá stjórn Golf- klúbbs Akureyrar, að ráða erlendan golfkennara fyrir næsta sumar og vænt má, að aðrir klúbbar á Norð- urlandi munu njóta góðs af. MÓT INNANLANDS Þátttaka í opnum mótum á liðnu sumri var mjög góð. íslandsmót 1985. 1) Unglingameistarmótið fór fram á velli Golfklúbbsins Leynis dagana 29.- 30.júní 1985. Anægju- legt er hve þátttaka í unglingameist- aramótinu er mikil. Úrslit: Piltameistari: ívar Hauksson GR Drengjameistari: Birgir Ágústsson GV Stúlknameistari: Linda Hauksdóttir GR Telpnameistari: Ragnhildur Sigurðardóttir GR Mótið fór hið besta fram. 2) Síðastliðið sumar var öld- ungameistarmótið haldið í annað sinn á öðrum tíma en íslandsmeist- aramótið. Mótið var haldið i Borg- arnesi dagana 9.- 11. ágúst 1985. Úrslit: Karlaflokkur án forgjafar: Gunnar Júlíusson GL Karlaflokkur með forgjöf: Hörður Steinbergsson GA Kvennaflokkur án forgjafar: Hanna Aðalsteinsdóttir GR Kvennaflokkur með forgjöf: Hanna Aðalsteinsdóttir GR 3) íslandsmeistarmótið í golfi það 44. fór fram á velli Golfklúbbs Akureyrar, dagana 31. júlí til 4. ágúst. Þátttakendur voru 194. íslandsmeistarar urðu: Sigurður Pétursson GR og Ragnhildur Sigurðardóttir GR. I. fl. karla: Guðmundur Arason GR II. fl. karla: Guðmundur Sigurjónsson GS III. fl. karla: Bessi Gunnarsson GA. I. fl. kvenna: Lóa Sigurbjörnsdóttir GK. II. fl. kvenna: Sigríður B. Ólafsdóttir GH Mótsstjóri var Gylfi Kristjánsson. Framkvæmd mótsins var mjög vel skipulögð og til fyrirmyndar. Þakka ber vallarnefnd, stjórn GA og mót- stjórn fyrir vel unnið starf. 4) Sveitakeppni íslandsmótsins var haldin dagana 7. og 8. september á velli Golfklúbbsins Keilis. Sveit frá Golfklúbbi Reykjavíkur sigraði í - karlakeppninni, en sveit Golfklúbbs- ins Keilis sigraði í kvennakeppninni. Kvennasveit GK skipuðu: Þórdís Geirsdóttir Kristín Pálsdóttir Kristín Þorvaldsdóttir Sveitin lék á 333 höggum Liðstjóri: Guðbjörg Sigurðardóttir. 7. sveitir tóku þátt í mótinu. Karlasveit GR skipuðu: Sigurður Pétursson, Ragnar Ólafsson Hannes Eyvindsson Óskar Sæmundsson Sveitin lék á 895 höggum Liðsstjóri: Björgúlfur Lúðvíksson. STOFNFUNDUR „LANDS- SAMTAKA ELDRI KYLFINGA" Stofnfundur „Landssamtaka eldri kylfinga", var haldinn í Borgarnesi 9. ágúst 1985, ogvarhannfjölmenn- ur. Stofnfundur þessi var í framhaldi af samþykkt golfþings 1985. Þarvar samþykkt, að innan vébanda sam- bandsins starfi sérstök deild, Lands- samtök eldri kylfinga. í fyrstu stjórn voru kjörin: Formaður: Sveinn Snorrason Meðstjórnendur: Svan Friðgeirsson Ragnar Steinbergsson Ólafur Ág. Ólafsson Varastjórn: Gyða Jóhannesdóttir Hermann Magnússon Endurskoðendur: Guðmundur Ófeigsson Jóhann Möller Sveinn Snorrason og Ragnar Stein- bergsson voru kjörnir fulltrúar á næsta golfþing. Stofnendur landssamtakanna telj- ast þeir, sem fundinn sátu og voru þátttakendur í landsmóti öldunga, sem fór fram dagana 9.-11. ágúst 1985 í Borgamesi. ALÞJÓÐAFUNDIR Aðalfundur Norræna golfsam- bandsins (NGU) var haldinn í Turku í Finnlandi 22. ágúst 1985. Fundinn sátu f.h. GSÍ Konráð R. Bjarnason og Georg H. Tryggvason. 8 KYLFINGUR

x

Kylfingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kylfingur
https://timarit.is/publication/669

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.