Kylfingur - 29.04.1986, Blaðsíða 16

Kylfingur - 29.04.1986, Blaðsíða 16
Þeir félagar, SigurAur og Ragnar viA skortöfluna, þá i 2.-5. sæti. Myndataka 4 Palmares fyrir keppni: SigurAur Pétursson og Ragnar Ólafsson ásamt meðspilurum sínum frá Belgiu. tslenskir starfsmenn á World Cup: Linda Hauksdóttir og GarAar Eyland. og hvarf inní skóginn. Hollið rauk á eftir hundinum inn á milli trjánna, og fann þar fyrir mann, sennilega húsbónda hundsins, alveg miður sín af hræðslu, vel birgur af golfbolt- um. í þetta sinn hafði hundurinn verið of fljótur á sér. Þarna var fyrir atvinnumaður og hundur í bolta- söfnun á Villamoura golfvellinum í Algarve í Portúgal. Við fyrirgáfum hundinum og keyptum einn poka af vönduðum golfboltum af karli. Við vorum níu GR-ingar, sem vorum að spila golf í Algarve á suð- urströnd Portúgal. Þann tíma, sem við vorum þarna, fóru fram tvö golfmót, World Cup og Evrópu- keppni öldunga. í World Cup keppninni tóku þátt þeir félagar okkar, Sigurður Pétursson og Ragn- ar Ólafsson. World Cup fór fram á Palmares golfvellinum, en öldung- arnir voru á Quinta di Lago velli. Við horfðum á siðari dag öld- ungakeppninnar og var vissulega gaman að horfa á tilþrif þessara gömlu snillinga. Daginn eftir að við fylgdumst með þessum köppum byrjuðum við að spila. Við fórum saman fjórir, Kalli Jó, Halldór Hafliða, Haukur Björns og undirritaður. Við lékum okkar fyrsta leik á Villamoura nr. 2, sem er að sögn kunnugra gamli Dom Pedro völlurinn. Sá völlur var ekki skemmtilegur til leiks, þar sem hann var allur í aðgerð og verið að byggju upp nýjan völl, sem á trúlega eftir að verða mjög skemmtilegur. Síðan má segja, að gengið hafi verið á röðina. Villamora nr. 1 er ákaflega fallegur þröngur skógarvöllur og að sögn margra sá erfiðasti á Algarve. Það var vissuleg gaman að vera vitni að því á þessum velli, þegar Ragnar Ól var sex undir pari eftir sjö holur. Eins og áður sagði vorum við svo lánsöm, að á þessum tíma var haldin hin árlega World Cup keppni á Palmares golfvellinum rétt við Lagos og þar af leiðandi fengum við tækifæri til að vera með þeim Ragn- ari og Sigurði og spila með þeim, bæði fyrir og eftir World Cup. Ég verð að segja fyrir mig, og ég held ég 16 KYLFINGUR

x

Kylfingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kylfingur
https://timarit.is/publication/669

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.