Kylfingur - 29.04.1986, Blaðsíða 38

Kylfingur - 29.04.1986, Blaðsíða 38
KAPPLEIKJASKRÁ FYLGT ÚR HLAÐI Góðir félagar. Kappleikjaskrá G.R.-inga er í mjög föstu formi, fáar breyting- ar eins og sjá má. Þó hefur sú breyting orðið — vegna lélegrar þátttöku — að keppni um Fann- arsbikarinn breytist úr opnu kvennamóti i opið öldungamót. Hins vegar verður núna keppt í kvennaflokki án forgjafar í OLÍS-BP mótinu. Ég vil geta þess, að eins og áð- ur þá eru mót tímasett og fjöldi þátttakenda frá fyrra ári gefinn upp í sviga. Eins og félagsmönn- um er kunnugt, þá fara um tutt- ugu keppendur út á hverjum klukkutíma, þess vegna geta þeir aðilar sem ekki taka þátt i mótum auðveldlega séð, hvenær þeir geta hafið leik, eftir ræsingu á hvert mót. Reynslan hefur sýnt, að það auðveldar mjög kappleikjahald að gefa keppendum kost á að skrá sig á fastan rástíma í mót- um, og mun sá háttur verða hafð- ur á í sumar. í annað sinn vil ég hvetja kon- ur til þátttöku í mótum, og vegna misskilnings vil ég láta það koma fram, að allir almennir kappleik- ir eru jafnt fyrir konur sem karla. Sú nýbreytni verður tekin upp í sumar í innanfélagsmótum, að keppendum verður gefinn kostur á að velja sér teiga til að leika frá. Tvær meginástæður eru fyrir þessari nýjung. Sú fyrri er ósk margra eldri kylfinga að fá að leika af rauðum teigum, þar sem þeir treysta sér illa á hvítu teig- ana. Hin ástæðan snertir meist- araflokksmenn klúbbsins. Þeir leika alltof sjaldan af gulum teig- um, þ.e. völl í fullri lengd, en það er jú viðtekin regla í öllum mik- ilsverður mótum, hvar sem er i heiminum. Með því að leika af gulum teigum í flest öllum mót- um GR hljóta þeir að verða betri kylfingar. Sama máli gegnir um Kappleikjaskrá GR 1986 Maí 1. fimmtud. kl. 13.00 Einnarkylfukeppni.' (41) 10. laugard. — 9.00 Flaggakeppni.1 (45) 15. fimmtud. — 14.00 Arneson-skjöldurinn.1 (107) 17. laugard. 9.00 Hvítasunnubikar, undirbúningur.1 (64) (1. umferð sé lokið 20/5, 2. umferð 22/5 og 3. umferð 24/5.).5 18. sunnud. — 11.00 Maímót 15 ára og yngri.3 (7) 18. sunnud. — 13.00 Öldungamót, opið.1 (31) 22. fimmtud. — 14.00 MK-keppnin.1 (81) 24. laugard. — 13.00 Unglingamót 21 árs og yngri.4 (13) 25. sunnud. — 13.00 Hvítasunnubikar, úrslit.5 (2) 29. fimmtud. — 10.00 Opna Kasco mótið.4 (106) 31. laugard. — 13.00 Öldungamót.4 (24) 31. laugard. — 14.00 Vogue, opin kvennakeppni.3 (21) Júní 5. fimmtud. — 14.00 Jason Clark.1 (93) 7. laugard. — 8.00 Olís-BP-mótið, opið, fyrri dagur.3 (162) 8. sunnud. — 8.00 Olís-BP-mótið, síðari dagur.3 (162) 12. fimmtud. 14.00 Henson-keppnin, foursome undirbúningur.1 (80) 1. umferð sé lokið 15/6, 2. umferð 17/6 og 3. umferð 19/6.5 14. laugard. — 9.00 Júnímót 15 ára og yngri.3 (10) 19. fimmtud. — 17.00 Nýliðamót að Korpúlfsstöðum.' (24) 20. föstud. — 16.00 Henson-keppnin, úrslit.5 (4) 20. föstud. — 20.00 Jónsmessumót.' (106) 22. sunnud. — 13.00 Hjóna- og parakeppni, greensome.1 (42) 24. þriðjud. — 9.00 Minolta Milljón, opið.3 (145) 27. föstud. — 20.00 Opna G.R. mótið, setning. 28. laugard. — 8.00 Opna G.R. mótið, fyrri dagur.4 (160) 29. sunnud. — 8.00 Opna G.R. mótið, síðari dagur.4 (160) Júlí 1. Þriðjud. — 17.00 Nissan-Datsun, 18 ára og yngir, opið.3 (27) 3. fimmtud. — 17.00 Feðgakeppni, foursome.' (54) 5. laugard. — 14.00 Júlímót Rakarastofu Jörundar.' (79) 6. sunnud. — 13.00 Júlímót 15 ára og yngri.3 (6) 10. fimmtud. — 14.00 Meistaramót G.R.2 (140) 11. föstud. — 14.00 Meistaramót G.R.2 (140) 12. laugard. — 8.00 Meistaramót G.R.2 (140) 12. laugard. — 15.00 Berserkur og Flatarmeistari.2 13. sunnud. — 8.00 Meistaramót G.R.2 (140) 17. fimmtud. — 17.00 Nýliðamót að Korpúlfsstöðum.' (13) 18. föstud. — 14.00 Fyrirtækjakeppni G.S.Í.' (65) Ágúst 7. fimmtud. — 13.00 Ágústmót 15 ára og yngri3 (7) (Verður leikið á landsbyggðinni). 7. fimmtud. — 17.00 Einherjakeppni G.R.' (12) 9. laugard. — 8.00 Nissan-mótið, stigamót.2 (35) 10. sunnudd. — 8.00 Nissan-mótið, stigamót.2 (35) 23. laugard. — 9.00 Keppni Jóns Agnars, 1. dagur.3 (6) 23. laugard. — 10.00 Fannarsbikarinn, opið öldungamót.' 24. sunnud. — 9.00 Keppni Jóns Agnars, 2. dagur.3 (6) 24. sunnud. — 10.00 Fannarsbikarinn, opið öldungamót.3 38 KYLFINGUR

x

Kylfingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kylfingur
https://timarit.is/publication/669

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.